„Þetta virðist vera stjórnlaust ástand“ Tryggvi Páll Tryggvason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 21. júní 2022 20:30 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn segir að ástandið á húsnæðismarkaði sé stjórnlaust. Hann vonast til þess að fyrstu aðgerðir til að flýta úthlutun lóða í borginni komist á koppinn í sumar. Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent. Reiknað er með að Seðlabanki Íslands muni reyna að slá á þessa hækkum með hækkun stýrivaxta á morgun. Hagfræðingur sagði þó í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að enn væri nóg eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði næstu vikur og mánuði. Framsóknarflokkurinn lagði mikla áherslu á húsnæðismálin í aðdraganda borgarstjórnarskosninganna. Nú þegar flokkurinn er kominn í meirihluta er því spurningin hvernig flokkurinn hyggst beita sér í húsnæðismálum. Einar sat fyrir svörum í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar í kvöld. „Þetta virðist vera stjórnlaust ástand á húsnæðismarkaðinum og eina leiðin til að koma böndum á þessa óstjórn er að úthluta lóðum, færa lóðir upp úr teikningunum og yfir í byggingarhæfar lóðir. Flýta því öllu eins og við getum,“ sagði Einar. Þar minntist hann á í fyrstu aðgerðum væri gert ráð fyrir að úthluta tæplega fjögur hundruð íbúðum í Úlfarsárdal, auk íbúða á Kjalarnesi, Gufunesi og fleiri stöðum. Mikilvægt væri að flýta öllum þessum áformum. „Þetta er bara stóra verkefnið, að auka magnið, hraða framkvæmdum og reyna að ná árangri í þessu.“ Þetta tekur tíma, hvenær megum við sjá einhvern árangur? „Nú eru tæpar tvær vikur síðan ég fékk stimpilkort inn í ráðhúsinu. Það tekur smá tíma að kortleggja en fyrstu aðgerðir verða núna vonandi strax í sumar.“ Húsnæðismál Borgarstjórn Skipulag Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent 21. júní 2022 19:16 Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. 3. júní 2022 09:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent. Reiknað er með að Seðlabanki Íslands muni reyna að slá á þessa hækkum með hækkun stýrivaxta á morgun. Hagfræðingur sagði þó í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að enn væri nóg eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði næstu vikur og mánuði. Framsóknarflokkurinn lagði mikla áherslu á húsnæðismálin í aðdraganda borgarstjórnarskosninganna. Nú þegar flokkurinn er kominn í meirihluta er því spurningin hvernig flokkurinn hyggst beita sér í húsnæðismálum. Einar sat fyrir svörum í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar í kvöld. „Þetta virðist vera stjórnlaust ástand á húsnæðismarkaðinum og eina leiðin til að koma böndum á þessa óstjórn er að úthluta lóðum, færa lóðir upp úr teikningunum og yfir í byggingarhæfar lóðir. Flýta því öllu eins og við getum,“ sagði Einar. Þar minntist hann á í fyrstu aðgerðum væri gert ráð fyrir að úthluta tæplega fjögur hundruð íbúðum í Úlfarsárdal, auk íbúða á Kjalarnesi, Gufunesi og fleiri stöðum. Mikilvægt væri að flýta öllum þessum áformum. „Þetta er bara stóra verkefnið, að auka magnið, hraða framkvæmdum og reyna að ná árangri í þessu.“ Þetta tekur tíma, hvenær megum við sjá einhvern árangur? „Nú eru tæpar tvær vikur síðan ég fékk stimpilkort inn í ráðhúsinu. Það tekur smá tíma að kortleggja en fyrstu aðgerðir verða núna vonandi strax í sumar.“
Húsnæðismál Borgarstjórn Skipulag Framsóknarflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent 21. júní 2022 19:16 Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. 3. júní 2022 09:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent 21. júní 2022 19:16
Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. 3. júní 2022 09:00