Hinn 23 ára gamli Skagamaður hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði en hann var á láni hjá Venezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, á nýafstaðinni leiktíð. Þar fékk hann ekki mikinn spiltíma var almennt ekki inn í myndinni. Hann var á láni frá CSKA Moskvu í Rússlandi en í gær var staðfest að hann þyrfti ekki að snúa aftur til Moskvu.
Arnór lék með Norrköping frá 2017 til 2018 og stóð sig með prýði. Raunar stóð hann sig það vel að félagið seldi hann fyrir metfé til Rússlands. Nú virðist sem leikmaðurinn gæti snúið aftur til Svíþjóðar.
Íþróttastjóri Norrköping, Tony Martinsson, segir í viðtali við Football Skanalen að hann geti ekki tjáð sig um málið en það virðist sem orðrómarnir séu þó ekki gripnir úr lausu lofti.
Arnór stóð sig einkar vel með íslenska landsliðinu á dögunum og minnti um margt á þann leikmann sem spilaði með Norrköping í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Alls hefur Arnór spilað 21 A-landsleik og skorað tvö mörk.
Peking sägs försöka landa spektakulär värvning.https://t.co/rFNsIDi1QK pic.twitter.com/BS0uO3sSFQ
— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) June 22, 2022
Ekkert sumarfrí er í sænsku deildinni og fer 11. umferð fram um komandi helgi. Sem stendur sitja Ari Freyr Skúlason og félagar í Norrköping í 9. sæti deildarinnar með 14 stig.