Töskurnar fóru með út en komust ekki í hendur farþega Árni Sæberg skrifar 22. júní 2022 11:32 Guðni Sigurðsson er sérfræðingur á samskiptasviði Icelandair. Vísir Allur farangur sem farþegar tóku með sér í flug Icelandair til Amsterdam á mánudag fylgdi þeim út. Vegna manneklu á Schipol-flugvelli komst farangurinn hins vegar ekki til farþega að flugi loknu. Að sögn Guðna Sigurðssonar, sérfræðings á samskiptasviði Icelandair, er afgreiðsla á Schipol mjög hæg um þessar mundir enda fáist ekki starfsfólk til vinnu á flugvellinum. Nú hefur farangur farþega flugs Icelandair til Amsterdam á mánudag setið fastur á flugvellinum frá því að hann var tekinn frá borði. Guðni segir að unnið sé að því að greiða úr vandanum og að Icelandair sé í góðum samskiptum við þjónustufyrirtæki sitt á Schipol. Ásgeir Stefánsson, einn farþeganna ræddi við Vísi í gær og gagnrýndi að fátt væri um svör hjá Icelandair vegna málsins. Hann segir að fjölskylda hans hafi þurft að kaupa sér ný föt og helstu nauðsynjar til þess að farangursskorturinn skemmdi ekki fríið fyrir henni. Hann vonast til þess að fá kostnað við það bættan, annað hvort úr ferðatrygginu eða hendi Icelandair. Guðni segir að ákveðnar reglur gildi um bætur þegar álíka tilvik koma upp og hvetur þá farþega sem orðið hafa fyrir óþægindum að hafa samband við Icelandair í gegnum eyðublað á vef félagsins eða á þjónustuborði á flugvellinum úti. Hvetur fólk til að hafa helstu nauðsynjar í handfarangri Ásgeir nefndi í gær að sonur hans sé með slæmt exem og geti fengið slæm kláðaköst og sé bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Þessi nauðsynlegu lyf hafi verið í tösku sem barst aldrei í hendur fjölskyldunnar. Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ Guðni segir að aðstæður sem þessar geti komið upp hvar og hvenær sem, þó þær séu blessunarlega undantekningin. Því hvetur hann fólk til að hafa allar helstu nauðsynjar með sér í handfarangri svo hægt sé að koma í veg fyrir vandræði. Icelandair Ferðalög Holland Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Að sögn Guðna Sigurðssonar, sérfræðings á samskiptasviði Icelandair, er afgreiðsla á Schipol mjög hæg um þessar mundir enda fáist ekki starfsfólk til vinnu á flugvellinum. Nú hefur farangur farþega flugs Icelandair til Amsterdam á mánudag setið fastur á flugvellinum frá því að hann var tekinn frá borði. Guðni segir að unnið sé að því að greiða úr vandanum og að Icelandair sé í góðum samskiptum við þjónustufyrirtæki sitt á Schipol. Ásgeir Stefánsson, einn farþeganna ræddi við Vísi í gær og gagnrýndi að fátt væri um svör hjá Icelandair vegna málsins. Hann segir að fjölskylda hans hafi þurft að kaupa sér ný föt og helstu nauðsynjar til þess að farangursskorturinn skemmdi ekki fríið fyrir henni. Hann vonast til þess að fá kostnað við það bættan, annað hvort úr ferðatrygginu eða hendi Icelandair. Guðni segir að ákveðnar reglur gildi um bætur þegar álíka tilvik koma upp og hvetur þá farþega sem orðið hafa fyrir óþægindum að hafa samband við Icelandair í gegnum eyðublað á vef félagsins eða á þjónustuborði á flugvellinum úti. Hvetur fólk til að hafa helstu nauðsynjar í handfarangri Ásgeir nefndi í gær að sonur hans sé með slæmt exem og geti fengið slæm kláðaköst og sé bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Þessi nauðsynlegu lyf hafi verið í tösku sem barst aldrei í hendur fjölskyldunnar. Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ Guðni segir að aðstæður sem þessar geti komið upp hvar og hvenær sem, þó þær séu blessunarlega undantekningin. Því hvetur hann fólk til að hafa allar helstu nauðsynjar með sér í handfarangri svo hægt sé að koma í veg fyrir vandræði.
Icelandair Ferðalög Holland Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira