Íslandsbanki herðir reglur um viðskipti starfsmanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júní 2022 17:24 Íslandsbanki herðir reglur sínar um viðskipti starfsmanna, bæði almennra starfsmanna og miðlara. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki herti reglur sínar um bankaviðskipti starfsmanna bankans þann 15. júní síðastliðinn. Með breytingunum er starfsmönnum einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf og skuldabréf bankans á opnu viðskiptatímabili og miðlurum bankans er alfarið meinað að versla með eigin reikning. Vísi var bent á að nýlega hafi Íslandsbanki ákveðið að herða reglur sínar um viðskipti bankastarfsmanna allverulega. Jafnframt barst Vísi til eyrna að sumir starfsmenn bankans væru óánægðir með breytingarnar, verið væri að herða reglurnar um of, sérstaklega að miðlurum bankans. Vænta má að þessar hertu reglur komi í kjölfar hinna miklu viðbragða almennings og sérfræðinga við útboðið á hlut bankans í mars. Í kjölfar breytinganna geta starfsmenn einungis verslað með hlutabréf og skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili, þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans og miðlurum er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Þá segir að í þeim útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili taki framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé heimiluð þátttaka. Blaðamaður hafði samband við fulltrúa bankans til að spyrjast fyrir um breytingarnar á reglunumen í svari frá bankanum segir að tilgangur breytinganna hafi verið að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og að þær hafi verið gerðar til að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Að neðan má sjá svörin frá bankanum varðandi hinar breyttu reglur. Hér eru breytingarnar sem gerðar voru á reglum bankans er snúa að viðskiptum starfsmanna með fjármálagerninga. Tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og voru breytingar gerðar til þess að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Starfsmönnum er einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf/skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili (þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans) og í almennum útboðum til almennra fjárfesta. Rétt er að benda á að þessar reglur eiga við alla starfsmenn bankans og nána fjölskyldumeðlimi, sjá nánar í reglunum. Starfsmönnum verðbréfamiðlunar og eigin viðskipta er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Í almennum útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili tekur framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé almennt heimil þátttaka. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Vísi var bent á að nýlega hafi Íslandsbanki ákveðið að herða reglur sínar um viðskipti bankastarfsmanna allverulega. Jafnframt barst Vísi til eyrna að sumir starfsmenn bankans væru óánægðir með breytingarnar, verið væri að herða reglurnar um of, sérstaklega að miðlurum bankans. Vænta má að þessar hertu reglur komi í kjölfar hinna miklu viðbragða almennings og sérfræðinga við útboðið á hlut bankans í mars. Í kjölfar breytinganna geta starfsmenn einungis verslað með hlutabréf og skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili, þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans og miðlurum er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Þá segir að í þeim útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili taki framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé heimiluð þátttaka. Blaðamaður hafði samband við fulltrúa bankans til að spyrjast fyrir um breytingarnar á reglunumen í svari frá bankanum segir að tilgangur breytinganna hafi verið að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og að þær hafi verið gerðar til að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Að neðan má sjá svörin frá bankanum varðandi hinar breyttu reglur. Hér eru breytingarnar sem gerðar voru á reglum bankans er snúa að viðskiptum starfsmanna með fjármálagerninga. Tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og voru breytingar gerðar til þess að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Starfsmönnum er einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf/skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili (þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans) og í almennum útboðum til almennra fjárfesta. Rétt er að benda á að þessar reglur eiga við alla starfsmenn bankans og nána fjölskyldumeðlimi, sjá nánar í reglunum. Starfsmönnum verðbréfamiðlunar og eigin viðskipta er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Í almennum útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili tekur framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé almennt heimil þátttaka.
Hér eru breytingarnar sem gerðar voru á reglum bankans er snúa að viðskiptum starfsmanna með fjármálagerninga. Tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og voru breytingar gerðar til þess að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Starfsmönnum er einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf/skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili (þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans) og í almennum útboðum til almennra fjárfesta. Rétt er að benda á að þessar reglur eiga við alla starfsmenn bankans og nána fjölskyldumeðlimi, sjá nánar í reglunum. Starfsmönnum verðbréfamiðlunar og eigin viðskipta er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Í almennum útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili tekur framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé almennt heimil þátttaka.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24