Segist ekki vita hvað „íþróttaþvottur“ er og líkar vel við Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 08:30 Anthony Joshua og Úkraínumaðurinn Oleksandr Usyk mætast á nýjan leik í Sádi-Arabíu í ágúst. EPA-EFE/NEIL HALL Anthony Joshua, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, stefnir á að endurheimta titil sinn en hann mætir Oleksandr Usyk þann 20. ágúst næstkomandi. Fer bardaginn fram í Sádi-Arabíu og Joshua sér ekkert að því. Hinn 32 ára gamli Joshua er með þekktari þungavigtar hnefaleikaköppum heims um þessar mundir en hann tapaði fyrir Usyk í september á síðasta ári er þeir börðust á heimavelli enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur. Var það aðeins annað tap Joshua á ferli sínum sem atvinnumaður. Sá sigur færði Usyk alls fjóra titla, eða fjögur belti eins og venja er í hnefaleikum. Um er að ræða IBF, IBO, WBA og WBO-titlana. Joshua vill vinna beltin til baka og því mætast þeir í annað sinn í ágúst næstkomandi, að þessu sinni í Sádi-Arabíu. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Joshua keppir í landinu en hann vann Andy Ruiz þar árið 2019. Bretinn Joshua var meðal annars spurður að því á blaðamannafundi hvað honum fyndist um „íþróttaþvott“ en mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um LIV-mótaröðina í golfi sem er fjármögnuð af Sádi-Arabíu. Þá á krónprins S-Arabíu nú einnig knattspyrnufélagið Newcastle United. Anthony Joshua on sports washing: "I don't know what that is."He said: "I think Saudi's good I'm treated really well."All that allegation stuff I'm not caught up in any of that. I'm here to have a good time [and] bring entertainment to Saudi."https://t.co/raqS8kezZs— Al Dawson (@AlanDawsonSport) June 21, 2022 „Ég veit ekki hvað íþróttaþvottur (e. sportswashing) er. Ég er hér til að verða heimsmeistari í þungavigt. Mér líkar vel við Sádi-Arabíu og mér líður vel hér, það er komið virkilega vel fram við mig,“ sagði Joshua er hann ræddi við blaðamann í borginni Jeddah. „Ég er ekki að pæla í öllum þessum ásökunum. Ég er hér til að njóta mín, tengjast fólkinu sem býr hérna og skemmta því.“ „Vonandi stend ég mig og verð heimsmeistari í þriðja sinn. Það besta við þetta er að ég fæ annað tækifæri. Það er það sem kom mér inn í hnefaleika á sínum tíma, ég lenti í vandræðum hér þegar ég var yngri en ég fékk annað tækifæri og fann hnefaleika. Ég greip það tækifæri með báðum höndum. Ef þið þekkið mig og mína sögu vitið þið að ég er endurkomukóngurinn.“ „Þú getur slegið mig niður en það er mjög erfitt að halda mér niðri,“ sagði Joshua að endingu. Box Sádi-Arabía Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Hinn 32 ára gamli Joshua er með þekktari þungavigtar hnefaleikaköppum heims um þessar mundir en hann tapaði fyrir Usyk í september á síðasta ári er þeir börðust á heimavelli enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur. Var það aðeins annað tap Joshua á ferli sínum sem atvinnumaður. Sá sigur færði Usyk alls fjóra titla, eða fjögur belti eins og venja er í hnefaleikum. Um er að ræða IBF, IBO, WBA og WBO-titlana. Joshua vill vinna beltin til baka og því mætast þeir í annað sinn í ágúst næstkomandi, að þessu sinni í Sádi-Arabíu. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Joshua keppir í landinu en hann vann Andy Ruiz þar árið 2019. Bretinn Joshua var meðal annars spurður að því á blaðamannafundi hvað honum fyndist um „íþróttaþvott“ en mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um LIV-mótaröðina í golfi sem er fjármögnuð af Sádi-Arabíu. Þá á krónprins S-Arabíu nú einnig knattspyrnufélagið Newcastle United. Anthony Joshua on sports washing: "I don't know what that is."He said: "I think Saudi's good I'm treated really well."All that allegation stuff I'm not caught up in any of that. I'm here to have a good time [and] bring entertainment to Saudi."https://t.co/raqS8kezZs— Al Dawson (@AlanDawsonSport) June 21, 2022 „Ég veit ekki hvað íþróttaþvottur (e. sportswashing) er. Ég er hér til að verða heimsmeistari í þungavigt. Mér líkar vel við Sádi-Arabíu og mér líður vel hér, það er komið virkilega vel fram við mig,“ sagði Joshua er hann ræddi við blaðamann í borginni Jeddah. „Ég er ekki að pæla í öllum þessum ásökunum. Ég er hér til að njóta mín, tengjast fólkinu sem býr hérna og skemmta því.“ „Vonandi stend ég mig og verð heimsmeistari í þriðja sinn. Það besta við þetta er að ég fæ annað tækifæri. Það er það sem kom mér inn í hnefaleika á sínum tíma, ég lenti í vandræðum hér þegar ég var yngri en ég fékk annað tækifæri og fann hnefaleika. Ég greip það tækifæri með báðum höndum. Ef þið þekkið mig og mína sögu vitið þið að ég er endurkomukóngurinn.“ „Þú getur slegið mig niður en það er mjög erfitt að halda mér niðri,“ sagði Joshua að endingu.
Box Sádi-Arabía Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira