„Ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 16:31 Guðný Árnadóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir fagna marki saman. Helst hefur ríkt óvissa um það hvort að þær geti spilað saman á hægri vængnum vegna meiðsla Guðnýjar. vísir/vilhelm Þó að vissulega geri fleiri leikmenn tilkall til þess að komast í EM-hóp Íslands þá höfðu sérfræðingarnir í Bestu mörkunum ekkert út á val Þorsteins Halldórssonar landsliðsþjálfara að setja. Erfitt er að komast í 23 manna landsliðshóp Íslands og samkeppnin hörð en í sérstökum EM-þætti Bestu markanna sagðist Harpa Þorsteinsdóttir ekki sjá neinn leikmann sem ætti frekar skilið að vera í hópnum en þeir sem Þorsteinn valdi. „Það er enginn leikmaður sem mér finnst við beint vera að „skilja eftir“. Þó að það séu ákveðnir leikmenn sem gera tilkall þá upplifi ég það ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir sem ætti endilega heima þarna fremur en einhver annar. Hann [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] er búinn að vera með sinn hóp nokkuð „solid“ í svolítinn tíma, sem ég held að sé kostur fyrir okkur. Það er líka kostur að það skuli ekki vera nein alvarleg meiðsli rétt fyrir mót, svo það er ekkert óvænt að koma upp,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Erfitt að komast í EM-hópinn Spurning um Elínu Mettu og Guðnýju Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, nefndi þó að Agla María Albertsdóttir hefði lítið spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð, að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði verið að jafna sig af meiðslum og að Elín Metta Jensen væri ákveðið spurningamerki. Hún bætti þó við að væntanlega yrðu allar klárar í slaginn þegar á stórmót væri komið: „Jú, þá ertu ekkert að hugsa um þetta,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. „Þú ert bara mætt í þetta umhverfi, með íslenska landsliðinu, og það er gaman og stemning. Þá ertu ekkert með á bakvið eyrað hvað þú ert búin að spila margar mínútur eða skora mörg mörk með félagsliðinu þínu. Agla María er vissulega ekki búin að spila mikið en ég hef engar áhyggjur af henni. Þetta er spurning með Elínu Mettu, sem var að ströggla með meiðsli, og hvort að Guðný Árnadóttir verði klár eða hvort það þurfi að kalla inn einhverja fyrir hana,“ sagði Sonný en Guðný hefur glímt við meiðsli. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Erfitt er að komast í 23 manna landsliðshóp Íslands og samkeppnin hörð en í sérstökum EM-þætti Bestu markanna sagðist Harpa Þorsteinsdóttir ekki sjá neinn leikmann sem ætti frekar skilið að vera í hópnum en þeir sem Þorsteinn valdi. „Það er enginn leikmaður sem mér finnst við beint vera að „skilja eftir“. Þó að það séu ákveðnir leikmenn sem gera tilkall þá upplifi ég það ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir sem ætti endilega heima þarna fremur en einhver annar. Hann [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] er búinn að vera með sinn hóp nokkuð „solid“ í svolítinn tíma, sem ég held að sé kostur fyrir okkur. Það er líka kostur að það skuli ekki vera nein alvarleg meiðsli rétt fyrir mót, svo það er ekkert óvænt að koma upp,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Erfitt að komast í EM-hópinn Spurning um Elínu Mettu og Guðnýju Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, nefndi þó að Agla María Albertsdóttir hefði lítið spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð, að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði verið að jafna sig af meiðslum og að Elín Metta Jensen væri ákveðið spurningamerki. Hún bætti þó við að væntanlega yrðu allar klárar í slaginn þegar á stórmót væri komið: „Jú, þá ertu ekkert að hugsa um þetta,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. „Þú ert bara mætt í þetta umhverfi, með íslenska landsliðinu, og það er gaman og stemning. Þá ertu ekkert með á bakvið eyrað hvað þú ert búin að spila margar mínútur eða skora mörg mörk með félagsliðinu þínu. Agla María er vissulega ekki búin að spila mikið en ég hef engar áhyggjur af henni. Þetta er spurning með Elínu Mettu, sem var að ströggla með meiðsli, og hvort að Guðný Árnadóttir verði klár eða hvort það þurfi að kalla inn einhverja fyrir hana,“ sagði Sonný en Guðný hefur glímt við meiðsli.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira