Fjöldi barna á meðal þeirra sem fórust í jarðskjálftanum Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2022 13:36 Frá útför fórnarlamba jarðskjálftans í þorpinu Gayan í Paktika-héraði. Flestar byggingar þar skemmdust eða hrundu til grunna. Vísir/EPA Læknar í Afganistan segja að börn séu stór hluti þeirra fleiri en þúsund manna sem fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir suðausturhluta landsins í gær. Enn er talið að fólk sé grafið í rústum húsa. Að minnsta kosti þúsund manns fórust í jarðskjálfta upp á 6,1 sem átti upptök sín nærri bænum Khost í þurru fjalllendi við landamærin að Pakistan. Um 1.500 manns til viðbótar slösuðust. Ekki er vitað hversu margir kunna að leynast í rústum húsa á hamfarasvæðinu en úrhellisrigning, vanefni yfirvalda og illfært landslagið hefur torveldað björgunarstarf. Eftirlifendur og björgunarfólk segir breska ríkisútvarpinu BBC að heilu þorpin nærri upptökum jarðskjálftans séu rústir einar. Óttast er að tala látinna eigi aðeins eftir að hækka á næstu dögum. Sameinuðu þjóðirnar reyna nú að koma neyðarskýlum og matvælaaðstoð til nauðstaddra á afskekktum svæðum í Paktika-héraði sem varð einna verst úti í skjálftanum. Kona á súkrahúsi í höfuðstað héraðsins sagði fréttamönnum að hún hefði misst nítján ættingja sína þegar hús þeirra hrundi. Talsmaður heilbrigðisráðuneytis Afganistan segir Reuters-fréttastofunni að um þúsund manns hafi verið bjargað af hamfarasvæðinu í morgun. Stjórn talibana hefur kallað eftir alþjóðlegri neyðaraðstoð. Fjarskiptainnviðir hafi orðið fyrir miklum skemmdum og heilbrigðiskerfið var að hruni komið, jafnvel fyrir hamfararnir. Talibanastjórnin hefur sætt viðskiptaþvingunum eftir að íslamska öfgahreyfingin hrifsaði völdin í landinu í fyrra og efnahagur landsins er nær að hruni kominn. Meiri en þriðjungur Afgana er nú sagður skorta lífsnauðsynjar. Þá er lyfja- og lækningavaraskortur í landinu. Fáar björgunarþyrlur og flugvélar voru í landinu fyrir valdatöku talibana. „Afganska þjóðin stóð þegar frammi fyrir fordæmalausri kreppu eftir áratugalöng átök, skæðan þurrk og efnahagsniðursveiflu. Jarðskjálftinn mun aðeins auka á það gríðarlega mannúðarástand sem hún þarf að líða daglega,“ segir Gordon Craig, næstráðandi matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. 22. júní 2022 10:07 Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. 22. júní 2022 06:27 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Að minnsta kosti þúsund manns fórust í jarðskjálfta upp á 6,1 sem átti upptök sín nærri bænum Khost í þurru fjalllendi við landamærin að Pakistan. Um 1.500 manns til viðbótar slösuðust. Ekki er vitað hversu margir kunna að leynast í rústum húsa á hamfarasvæðinu en úrhellisrigning, vanefni yfirvalda og illfært landslagið hefur torveldað björgunarstarf. Eftirlifendur og björgunarfólk segir breska ríkisútvarpinu BBC að heilu þorpin nærri upptökum jarðskjálftans séu rústir einar. Óttast er að tala látinna eigi aðeins eftir að hækka á næstu dögum. Sameinuðu þjóðirnar reyna nú að koma neyðarskýlum og matvælaaðstoð til nauðstaddra á afskekktum svæðum í Paktika-héraði sem varð einna verst úti í skjálftanum. Kona á súkrahúsi í höfuðstað héraðsins sagði fréttamönnum að hún hefði misst nítján ættingja sína þegar hús þeirra hrundi. Talsmaður heilbrigðisráðuneytis Afganistan segir Reuters-fréttastofunni að um þúsund manns hafi verið bjargað af hamfarasvæðinu í morgun. Stjórn talibana hefur kallað eftir alþjóðlegri neyðaraðstoð. Fjarskiptainnviðir hafi orðið fyrir miklum skemmdum og heilbrigðiskerfið var að hruni komið, jafnvel fyrir hamfararnir. Talibanastjórnin hefur sætt viðskiptaþvingunum eftir að íslamska öfgahreyfingin hrifsaði völdin í landinu í fyrra og efnahagur landsins er nær að hruni kominn. Meiri en þriðjungur Afgana er nú sagður skorta lífsnauðsynjar. Þá er lyfja- og lækningavaraskortur í landinu. Fáar björgunarþyrlur og flugvélar voru í landinu fyrir valdatöku talibana. „Afganska þjóðin stóð þegar frammi fyrir fordæmalausri kreppu eftir áratugalöng átök, skæðan þurrk og efnahagsniðursveiflu. Jarðskjálftinn mun aðeins auka á það gríðarlega mannúðarástand sem hún þarf að líða daglega,“ segir Gordon Craig, næstráðandi matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan.
Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. 22. júní 2022 10:07 Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. 22. júní 2022 06:27 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Tala látinna í Afganistan komin í 950 og talin líkleg til að hækka Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun með þeim afleiðingum að minnst 950 eru látin og minnst 600 slösuð. 22. júní 2022 10:07
Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. 22. júní 2022 06:27