„Ef að Sara getur byrjað þá byrjar hún“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2022 10:01 Sara Björk Gunnarsdóttir var fljót að komast af stað eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í nóvember og náði að spila með liði Lyon áður en leiktíðinni lauk. Hún er í líklegu byrjunarliði Íslands á EM að mati sérfræðinga Bestu markanna. Puma.com Sara Björk Gunnarsdóttir hefur ekki verið í byrjunarliði í fótboltaleik síðan í mars árið 2021 en sérfræðingar Bestu markanna telja engu að síður að hún verði í byrjunarliði Íslands á EM í Englandi. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar spáðu í spilin varðandi það hvaða byrjunarlið Þorsteinn Halldórsson mun reiða sig á í Englandi í næsta mánuði, í sérstakri EM-útgáfu Bestu markanna á Stöð 2 Sport. Þær telja að Sara, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verði allar saman á miðju íslenska liðsins, en að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir færist út á vinstri kant til að rýma fyrir Söru. Sara, sem var fyrirliði landsliðsins áður en hún varð ólétt og eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember, var síðast í byrjunarliði Íslands þegar liðið tryggði sig inn á EM með sigri gegn Ungverjalandi undir lok árs 2020. Líklegt byrjunarlið Íslands á EM, að mati sérfræðinga Bestu markanna.Stöð 2 Sport „Sara Björk missti náttúrulega helling úr, nýbúin að eignast barn, en við reiknum með henni,“ sagði Helena og Harpa Þorsteinsdóttir tók undir: „Ég vona að hún sé á þeim stað að geta spilað sem mest vegna þess að þetta er okkar allra sterkasta miðja. Ég myndi segja að þetta sé mjög „solid“ miðja á svona móti, við erum náttúrulega svolítið varnarsinnaðar svona en við þurfum að vera það. Það kæmi mér ekki á óvart að hann [Þorsteinn landsliðsþjálfari] róteri þarna og velji hvenær hann ætlar að keyra á Söru og hvenær ekki,“ sagði Harpa og bætti við: „Ef að ég væri Steini þá myndi ég alltaf vilja byrja með Söru inn á. Sara er ekki beint svona „super-sub“. Hún kemur ekkert inn á og breytir endilega leik. Hún er bara ofboðslega „solid“ í því sem hún gerir og við þurfum að byrja þessa leiki vel, og halda skipulagi sem best. Hún er líka með reynslu af stóra liðinu, að spila svona leiki fyrir framan fulla velli, og það telur rosalega mikið. Ef að Sara getur byrjað þá byrjar hún.“ Klippa: Bestu mörkin - Líklegt byrjunarlið á EM Sérfræðingarnir spá því þannig að Agla María Albertsdóttir verði á varamannabekknum en Sveindís Jane Jónsdóttir á sínum stað á hægri kanti og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fremst. Telur að Áslaug Munda komi mögulega í stað Hallberu Í vörninni spá sérfræðingarnir í Bestu mörkunum því að Guðný Árnadóttir verði í stöðu hægri bakvarðar, þó að einhver óvissa ríki um hana vegna meiðsla, og að Hallbera Guðný Gísladóttir verði vinstri bakvörður. Sonný Lára Þráinsdóttir benti þó á að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir veitti Hallberu harða samkeppni, nú þegar hún hefur náð sér af sínum höfuðmeiðslum. Tuesday training at the Reykjavík National stadium. #dóttir pic.twitter.com/Hw0YChYSbd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 21, 2022 „Miðað við hvernig hún [Áslaug Munda] var að spila síðustu leiki fyrir pásu þá kæmi mér heldur ekki á óvart að hún myndi starta sem vinstri bakvörður,“ sagði Sonný. Sandra Sigurðardóttir verður valin fram yfir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í markið, að mati sérfræðinganna, og Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mynda væntanlega áfram aðalmiðvarðapar liðsins. „Glódís er náttúrulega aldrei spurningamerki en einhvern veginn hefur Guðrún laumast þarna inn,“ sagði Helena en Ingibjörg Sigurðardóttir var áður makker Glódísar í vörninni og Sif Atladóttir er einnig til taks sem miðvörður. „Hún [Guðrún] greip sénsinn og hefur haldið vel á sínum spilum. Það er engin ástæða til að taka út leikmann á meðan hann spilar svona vel,“ sagði Mist. „Það er líka svo gott „chemistry“ á milli þeirra og óþarfi að taka neina áhættu með það,“ sagði Harpa. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar spáðu í spilin varðandi það hvaða byrjunarlið Þorsteinn Halldórsson mun reiða sig á í Englandi í næsta mánuði, í sérstakri EM-útgáfu Bestu markanna á Stöð 2 Sport. Þær telja að Sara, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verði allar saman á miðju íslenska liðsins, en að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir færist út á vinstri kant til að rýma fyrir Söru. Sara, sem var fyrirliði landsliðsins áður en hún varð ólétt og eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember, var síðast í byrjunarliði Íslands þegar liðið tryggði sig inn á EM með sigri gegn Ungverjalandi undir lok árs 2020. Líklegt byrjunarlið Íslands á EM, að mati sérfræðinga Bestu markanna.Stöð 2 Sport „Sara Björk missti náttúrulega helling úr, nýbúin að eignast barn, en við reiknum með henni,“ sagði Helena og Harpa Þorsteinsdóttir tók undir: „Ég vona að hún sé á þeim stað að geta spilað sem mest vegna þess að þetta er okkar allra sterkasta miðja. Ég myndi segja að þetta sé mjög „solid“ miðja á svona móti, við erum náttúrulega svolítið varnarsinnaðar svona en við þurfum að vera það. Það kæmi mér ekki á óvart að hann [Þorsteinn landsliðsþjálfari] róteri þarna og velji hvenær hann ætlar að keyra á Söru og hvenær ekki,“ sagði Harpa og bætti við: „Ef að ég væri Steini þá myndi ég alltaf vilja byrja með Söru inn á. Sara er ekki beint svona „super-sub“. Hún kemur ekkert inn á og breytir endilega leik. Hún er bara ofboðslega „solid“ í því sem hún gerir og við þurfum að byrja þessa leiki vel, og halda skipulagi sem best. Hún er líka með reynslu af stóra liðinu, að spila svona leiki fyrir framan fulla velli, og það telur rosalega mikið. Ef að Sara getur byrjað þá byrjar hún.“ Klippa: Bestu mörkin - Líklegt byrjunarlið á EM Sérfræðingarnir spá því þannig að Agla María Albertsdóttir verði á varamannabekknum en Sveindís Jane Jónsdóttir á sínum stað á hægri kanti og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fremst. Telur að Áslaug Munda komi mögulega í stað Hallberu Í vörninni spá sérfræðingarnir í Bestu mörkunum því að Guðný Árnadóttir verði í stöðu hægri bakvarðar, þó að einhver óvissa ríki um hana vegna meiðsla, og að Hallbera Guðný Gísladóttir verði vinstri bakvörður. Sonný Lára Þráinsdóttir benti þó á að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir veitti Hallberu harða samkeppni, nú þegar hún hefur náð sér af sínum höfuðmeiðslum. Tuesday training at the Reykjavík National stadium. #dóttir pic.twitter.com/Hw0YChYSbd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 21, 2022 „Miðað við hvernig hún [Áslaug Munda] var að spila síðustu leiki fyrir pásu þá kæmi mér heldur ekki á óvart að hún myndi starta sem vinstri bakvörður,“ sagði Sonný. Sandra Sigurðardóttir verður valin fram yfir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í markið, að mati sérfræðinganna, og Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mynda væntanlega áfram aðalmiðvarðapar liðsins. „Glódís er náttúrulega aldrei spurningamerki en einhvern veginn hefur Guðrún laumast þarna inn,“ sagði Helena en Ingibjörg Sigurðardóttir var áður makker Glódísar í vörninni og Sif Atladóttir er einnig til taks sem miðvörður. „Hún [Guðrún] greip sénsinn og hefur haldið vel á sínum spilum. Það er engin ástæða til að taka út leikmann á meðan hann spilar svona vel,“ sagði Mist. „Það er líka svo gott „chemistry“ á milli þeirra og óþarfi að taka neina áhættu með það,“ sagði Harpa.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira