Ísland fær enn eina falleinkunnina í geðheilbrigðismálum Grímur Atlason skrifar 24. júní 2022 12:01 Samkvæmt úttekt tryggingafélagsins William Russel í 26 löndum á því hvar best sé að búa út frá geðheilsusjónarmiðum rekur Ísland lestina. Af 10 mögulegum fær Ísland 1,6 í einkunn á meðan Svíþjóð, sem er á toppnum, fær 7,13. Rannsóknir tryggingafélaga eru kannski ekki áreiðanlegustu lýðheilsuvísarnir en þó verður að horfa til þess að tryggingafélög hafa engan áhuga á að ofmeta eða vanmeta aðstæður þar sem það getur komið niður á afkomu þeirra. Það sem er áhugavert við þessa úttekt er að hún nær til ákveðinna orsakaþátta fremur en einkenna og afleiðinga. Þættir sem horft er til í úttektinni eru: Vinnutími, hvíldar- og afþreyingartími, græn svæði, hitastig, rigning og loks það fjármagn sem sett er í geðheilbrigðisþjónustu. Við þetta mætti bæta: Ungbarnavernd, tími barna á stofnunum (leik- og grunnskólar), áhersla á geðrækt frá unga aldri, hugmyndafræði geðmeðferða, aðgengi að gagnreyndum viðtalsmeðferðum o.s.frv. Úttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðismálum tekur undir margt af því sem þetta erlenda tryggingafélag hefur að segja um ástandið í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Fjármagnið sem sett er í geðheilbrigðismál af heildarútgjöldum til heilbrigðismála er samkvæmt tryggingafélaginu 5,7% en það eru tala sem byggir á gögnum frá árinu 2016. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar er talan í dag aðeins um 4,6%. Það er umhugsunarvert að þessi tala fari lækkandi þrátt fyrir að árið 2016 hafi verið sett fram geðheilbrigðisstefna stjórnvalda til ársins 2020. Þessar mælingar sýna svart á hvítu að við erum á rangri leið. Á Íslandi hverfist umræða um geðheilbrigðismál og meðferð nær alfarið um afleiðingarnar. Þegar upp koma umræður um heimsmet í geðlyfjanotkun barna þá festist hún gjarnan í löngum biðlistum og mikilvægi þess að stytta þá. Það að Ísland greini a.m.k. 100% fleiri börn með „frávik“ en landið sem kemur næst á eftir er þannig talið til marks um framsýni Íslands fremur en að skoða hvað veldur. Það að 20% drengja á aldrinum 10 til 18 ára og 10% stúlkna á sama aldri þurfi geðlyf til þess að komast í gegnum daginn er talið eðlilegt. Það að brottfall úr framhaldsskólum sé 100% meira en að meðaltali í ESB ríkjum þykir ekki meira mál en svo að tveir til þrír þingmenn ræða það í stuttum ræðum um skólamál á hverju þingi. Þegar frávikin eru talin í tveggja stafa prósentutölum þá er kannski spurning að skoða hvað veldur fremur en að halda bara áfram á sömu braut. Hvað orsakar lakara geðheilbrigði fær um 2% þess fjármagns sem fer í geðheilbrigðismál á hverju ári. Ofuráherslan á að stytta biðlista eftir greiningum hefur ekki fært okkur betri stöðu þegar kemur að geðheilsu barna eða annarra aldurshópa í samfélaginu. Þannig mátu 81% barna í efstu bekkjum grunnskóla andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2014 en aðeins 57% árið 2021. Hlutdeild vísvitandi sjálfsskaða í öllum andlátum yngri en 18 ára var á tímabilinu 2001 til 2005 0,9% en var 9,2% á árunum 2016 til 2020. Fyrir aldurshópinn 18 til 29 ára var þessi tala árin 2001 til 2005 31,1% en var orðin 35,7% árin 2016 til 2020. Á árunum 2018 til 2020 varð veruleg aukning í geðlyfjanotkun barna og ungmenna (yngri en 18 ára). Ávísanir þunglyndis- og kvíðalyfja á hverja 1000 íbúa jukust um 19,2% og 81,8% í flokki örvandi lyfja við ADHD. Þessi þróun virðist ekki færa okkur betri líðan eða nær betra samfélagi. Fleiri og fleiri verða óvinnufær vegna geðrænna áskorana og geðlyfjanotkun eykst í öllum aldurshópum. Er ekki kominn tími til að hverfa frá þeirri stefnu sem fært hefur okkur þessa stöðu? Stefna landssamtakanna Geðhjálpar frá 2020 til 2024 tekur mið af því að færa áherslur samfélagsins frá afleiðingaenda geðheilbrigðis yfir á orsakaþættina. Samtökin lögðu fram níu aðgerðir sem taka mið af þessari stefnu. Þar má m.a. finna eftirfarandi aðgerðir: Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri, stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra (verðandi foreldra og fyrstu tvö árin í lífi barna), hefja niðurgreiðslu gagnreyndra viðtalsmeðferða, gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla og koma á fót geðráði, breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál þar sem mælaborð geðheilsu væri vistað. Við sem þjóð verðum að horfa á þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar og falleinkunn erlends tryggingafélags sem kröftuga viðvörunarbjöllu. Við erum að missa allt of margt fólk á hverju ári vegna stefnu okkar og samfélagsáhersla. Dæmi um þetta verðmætamat er að stjórnvöldum þykir eðlilegt að borga 2,1 milljarð króna í söluþóknun fyrir banka en settu tæpar 50 m.kr. á fjögurra ára tímabili í aðgerðaráætlun til að draga úr sjálfsvígum ungs fólks. Vöknum! Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt úttekt tryggingafélagsins William Russel í 26 löndum á því hvar best sé að búa út frá geðheilsusjónarmiðum rekur Ísland lestina. Af 10 mögulegum fær Ísland 1,6 í einkunn á meðan Svíþjóð, sem er á toppnum, fær 7,13. Rannsóknir tryggingafélaga eru kannski ekki áreiðanlegustu lýðheilsuvísarnir en þó verður að horfa til þess að tryggingafélög hafa engan áhuga á að ofmeta eða vanmeta aðstæður þar sem það getur komið niður á afkomu þeirra. Það sem er áhugavert við þessa úttekt er að hún nær til ákveðinna orsakaþátta fremur en einkenna og afleiðinga. Þættir sem horft er til í úttektinni eru: Vinnutími, hvíldar- og afþreyingartími, græn svæði, hitastig, rigning og loks það fjármagn sem sett er í geðheilbrigðisþjónustu. Við þetta mætti bæta: Ungbarnavernd, tími barna á stofnunum (leik- og grunnskólar), áhersla á geðrækt frá unga aldri, hugmyndafræði geðmeðferða, aðgengi að gagnreyndum viðtalsmeðferðum o.s.frv. Úttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðismálum tekur undir margt af því sem þetta erlenda tryggingafélag hefur að segja um ástandið í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Fjármagnið sem sett er í geðheilbrigðismál af heildarútgjöldum til heilbrigðismála er samkvæmt tryggingafélaginu 5,7% en það eru tala sem byggir á gögnum frá árinu 2016. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar er talan í dag aðeins um 4,6%. Það er umhugsunarvert að þessi tala fari lækkandi þrátt fyrir að árið 2016 hafi verið sett fram geðheilbrigðisstefna stjórnvalda til ársins 2020. Þessar mælingar sýna svart á hvítu að við erum á rangri leið. Á Íslandi hverfist umræða um geðheilbrigðismál og meðferð nær alfarið um afleiðingarnar. Þegar upp koma umræður um heimsmet í geðlyfjanotkun barna þá festist hún gjarnan í löngum biðlistum og mikilvægi þess að stytta þá. Það að Ísland greini a.m.k. 100% fleiri börn með „frávik“ en landið sem kemur næst á eftir er þannig talið til marks um framsýni Íslands fremur en að skoða hvað veldur. Það að 20% drengja á aldrinum 10 til 18 ára og 10% stúlkna á sama aldri þurfi geðlyf til þess að komast í gegnum daginn er talið eðlilegt. Það að brottfall úr framhaldsskólum sé 100% meira en að meðaltali í ESB ríkjum þykir ekki meira mál en svo að tveir til þrír þingmenn ræða það í stuttum ræðum um skólamál á hverju þingi. Þegar frávikin eru talin í tveggja stafa prósentutölum þá er kannski spurning að skoða hvað veldur fremur en að halda bara áfram á sömu braut. Hvað orsakar lakara geðheilbrigði fær um 2% þess fjármagns sem fer í geðheilbrigðismál á hverju ári. Ofuráherslan á að stytta biðlista eftir greiningum hefur ekki fært okkur betri stöðu þegar kemur að geðheilsu barna eða annarra aldurshópa í samfélaginu. Þannig mátu 81% barna í efstu bekkjum grunnskóla andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2014 en aðeins 57% árið 2021. Hlutdeild vísvitandi sjálfsskaða í öllum andlátum yngri en 18 ára var á tímabilinu 2001 til 2005 0,9% en var 9,2% á árunum 2016 til 2020. Fyrir aldurshópinn 18 til 29 ára var þessi tala árin 2001 til 2005 31,1% en var orðin 35,7% árin 2016 til 2020. Á árunum 2018 til 2020 varð veruleg aukning í geðlyfjanotkun barna og ungmenna (yngri en 18 ára). Ávísanir þunglyndis- og kvíðalyfja á hverja 1000 íbúa jukust um 19,2% og 81,8% í flokki örvandi lyfja við ADHD. Þessi þróun virðist ekki færa okkur betri líðan eða nær betra samfélagi. Fleiri og fleiri verða óvinnufær vegna geðrænna áskorana og geðlyfjanotkun eykst í öllum aldurshópum. Er ekki kominn tími til að hverfa frá þeirri stefnu sem fært hefur okkur þessa stöðu? Stefna landssamtakanna Geðhjálpar frá 2020 til 2024 tekur mið af því að færa áherslur samfélagsins frá afleiðingaenda geðheilbrigðis yfir á orsakaþættina. Samtökin lögðu fram níu aðgerðir sem taka mið af þessari stefnu. Þar má m.a. finna eftirfarandi aðgerðir: Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri, stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra (verðandi foreldra og fyrstu tvö árin í lífi barna), hefja niðurgreiðslu gagnreyndra viðtalsmeðferða, gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla og koma á fót geðráði, breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál þar sem mælaborð geðheilsu væri vistað. Við sem þjóð verðum að horfa á þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar og falleinkunn erlends tryggingafélags sem kröftuga viðvörunarbjöllu. Við erum að missa allt of margt fólk á hverju ári vegna stefnu okkar og samfélagsáhersla. Dæmi um þetta verðmætamat er að stjórnvöldum þykir eðlilegt að borga 2,1 milljarð króna í söluþóknun fyrir banka en settu tæpar 50 m.kr. á fjögurra ára tímabili í aðgerðaráætlun til að draga úr sjálfsvígum ungs fólks. Vöknum! Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun