Mikið álag í sýnatökum og margir vilja fjórða bóluefnaskammtinn Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. júní 2022 13:01 Bólusetningar og sýnatökur fara nú fram hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í Mjódd. Vísir/Egill Mikil aðsókn er nú í sýnatökur þar sem töluverður fjöldi fólks er enn að greinast með Covid. Áhersla hefur verið lögð á fjórða bóluefnaskammtinn og hafa nokkur þúsund manns mætt í bólusetningu í vikunni hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum sem greinast nú með Covid hefur farið fjölgandi undanfarna daga en í gær greindust 272 manns samkvæmt bráðabirgðartölum almannavarna. 41 er nú á sjúkrahúsi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu. Langflestir eru á Landspítala, alls 31. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að eftirspurnin eftir sýnatökum sé að aukast samhliða þessu og því hafi opnunartíminn verið lengdur. „Núna er opið hjá okkur alla daga til klukkan þrjú og það er hér í anddyrinu í Álfabakka 16 þar sem fólk getur komið í PCR sýnatöku og það hefur greinilega verið að aukast núna undanfarið,“ segir Ragnheiður. Um það bil 500 manns mæta nú í sýnatöku daglega og fer það að nálgast þolmörk. „Vonandi fer það ekki mikið meira en það, þá held ég að við séum sprungin hérna í húsnæðinu ef það verður mikið meira. Þannig við svona vonum að þetta hangi í þessu og svo fari þetta bara niður aftur,“ segir Ragnheiður en þau eru með það til skoðunar hvort færa þurfi sýnatökustaðinn. Þúsund manns á dag í bólusetningu Heilbrigðisyfirvöld binda nú miklar vonir við fjórða skammt bóluefnisins og hefur sóttvarnalæknir hvatt fólk til að þiggja þann skammt, sérstaklega þá sem eru 80 ára og eldri, sem og yngri einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. „Við höfum fengið til okkar hérna á höfuðborgarsvæðinu sirka þúsund manns á hverjum degi þannig við erum komin langt með þennan hóp sem er 80 ára og eldri. Þegar við byrjuðum í byrjun vikunnar voru sex þúsund manns eftir á þeim lista þannig hann fer hratt niður,“ segir Ragnheiður. Mætingin hefur verið mjög góð að sögn Ragnheiðar og er ekki aðeins um að ræða eldri einstaklinga, heldur einnig yngra fólk sem hefur til að mynda ekki fengið Covid. Allt er gert til að bóluefni fari ekki til spillis, til að mynda var boðið upp á umfram skammta í Mjóddinni í gær. „Þetta var bara mjög vinsælt, það stöldruðu margir við og þáðu skammtinn þannig það var mjög skemmtileg uppákoma hjá okkur í gær,“ segir Ragnheiður. Heilsugæslan verður með opið hús til 1. júlí og er nóg til af bóluefni. Ragnheiður segir þau geta sinnt öllum þeim sem mæta, en mönnun er helsti takmarkandi þátturinn. „Fólk er náttúrulega farið í sumarfrí, og það kannski bara strandar á því en síðan sjáum við bara til hvað verður með haustinu, hvort það verði farið í almennar bólusetningar með fjórða skammtinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Einstaklingum sem greinast nú með Covid hefur farið fjölgandi undanfarna daga en í gær greindust 272 manns samkvæmt bráðabirgðartölum almannavarna. 41 er nú á sjúkrahúsi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu. Langflestir eru á Landspítala, alls 31. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að eftirspurnin eftir sýnatökum sé að aukast samhliða þessu og því hafi opnunartíminn verið lengdur. „Núna er opið hjá okkur alla daga til klukkan þrjú og það er hér í anddyrinu í Álfabakka 16 þar sem fólk getur komið í PCR sýnatöku og það hefur greinilega verið að aukast núna undanfarið,“ segir Ragnheiður. Um það bil 500 manns mæta nú í sýnatöku daglega og fer það að nálgast þolmörk. „Vonandi fer það ekki mikið meira en það, þá held ég að við séum sprungin hérna í húsnæðinu ef það verður mikið meira. Þannig við svona vonum að þetta hangi í þessu og svo fari þetta bara niður aftur,“ segir Ragnheiður en þau eru með það til skoðunar hvort færa þurfi sýnatökustaðinn. Þúsund manns á dag í bólusetningu Heilbrigðisyfirvöld binda nú miklar vonir við fjórða skammt bóluefnisins og hefur sóttvarnalæknir hvatt fólk til að þiggja þann skammt, sérstaklega þá sem eru 80 ára og eldri, sem og yngri einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. „Við höfum fengið til okkar hérna á höfuðborgarsvæðinu sirka þúsund manns á hverjum degi þannig við erum komin langt með þennan hóp sem er 80 ára og eldri. Þegar við byrjuðum í byrjun vikunnar voru sex þúsund manns eftir á þeim lista þannig hann fer hratt niður,“ segir Ragnheiður. Mætingin hefur verið mjög góð að sögn Ragnheiðar og er ekki aðeins um að ræða eldri einstaklinga, heldur einnig yngra fólk sem hefur til að mynda ekki fengið Covid. Allt er gert til að bóluefni fari ekki til spillis, til að mynda var boðið upp á umfram skammta í Mjóddinni í gær. „Þetta var bara mjög vinsælt, það stöldruðu margir við og þáðu skammtinn þannig það var mjög skemmtileg uppákoma hjá okkur í gær,“ segir Ragnheiður. Heilsugæslan verður með opið hús til 1. júlí og er nóg til af bóluefni. Ragnheiður segir þau geta sinnt öllum þeim sem mæta, en mönnun er helsti takmarkandi þátturinn. „Fólk er náttúrulega farið í sumarfrí, og það kannski bara strandar á því en síðan sjáum við bara til hvað verður með haustinu, hvort það verði farið í almennar bólusetningar með fjórða skammtinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira