Ekki bara minnihlutar í fýlukasti Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2022 22:02 Sigurþóra Bergsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Vísir/ívar Laun bæjarstjóra Seltjarnarness eru alltof há, að mati bæjarfulltrúa. Endurskoða ætti laun bæjarstjóra minni sveitarfélaga á landsvísu. Íbúar í Ölfusi borga um fimmtíufalt meira undir bæjarstjóra sinn en íbúar Reykjavíkur. Í Kópavogi, Garðabæ, Reykjanesbæ, Reykjavík, á Akureyri, Seltjarnarnesi, Akranesi og í Ölfusi eru nokkrir af hæst launuðu bæjarstjórum landsins, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs er þarna efst með rúmar 2,5 milljónir á mánuði - og Almar Guðmundsson í Garðabæ fylgir fast á hæla hennar með rétt um 2,5 milljónir. Þau, auk bæjarstjóra Reykjanesbæjar, eru bæði launahærri en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur sem er með 2,3 milljónir á mánuði. Þess má jafnframt geta að ofan á laun allra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu leggjast greiðslur fyrir setu í stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. En hvernig skiptast launin miðað við íbúafjölda? Elliði Vignisson í Ölfusi er dýrasti bæjarstjórinn af þeim átta sem hér eru teknir fyrir; launakostnaður deilt á íbúa er 868 krónur. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarness er næstdýrastur, 463 krónur á íbúa. Reykvíkingar sleppa best, Dagur kostar 17 krónur á haus - um fimmtíufalt minna en í Ölfusi. Sara Rut Fannarsdóttir Há laun bæjarstjóra sem ganga nú hver á fætur öðrum frá ráðningarsamningum hafa verið gagnrýnd síðustu daga, einkum úr röðum minnihluta og þar á meðal á Seltjarnarnesi þar sem minnihlutinn lagði til í vikunni að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 500 þúsund krónur. „Okkur finnst laun bæjarstjóra í svo litlu bæjarfélagi vera alltof há og okkur finnst að við þurfum að fá einhverja almennilega umræðu um það í hverju slík laun felast. Og af hverju erum við að greiða laun upp á yfir tvær milljónir í svo litlu bæjarfélagi,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Aldís Hafsteinsdóttir stjórnarformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga - og sveitarstjóri - sagðist í dag efast um að minnihlutar hefðu frammi sama málflutning sætu þeir á valdastóli. Sigurþóra hafnar þessu. „Við vorum alltaf að horfa á þennan 500 þúsund kall í okkar huga fyrir kosningar, sem við vildum þá setja í góð verkefni. Og það var algjörlega klárt í okkar röðum að við hefðum breytt því,“ segir Sigurþóra. Þannig að þetta eru ekki bara minnihlutar í fýlukasti? „Nei, alls ekki.“ Horfa má á fréttina í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Seltjarnarnes Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58 Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20 Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Í Kópavogi, Garðabæ, Reykjanesbæ, Reykjavík, á Akureyri, Seltjarnarnesi, Akranesi og í Ölfusi eru nokkrir af hæst launuðu bæjarstjórum landsins, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs er þarna efst með rúmar 2,5 milljónir á mánuði - og Almar Guðmundsson í Garðabæ fylgir fast á hæla hennar með rétt um 2,5 milljónir. Þau, auk bæjarstjóra Reykjanesbæjar, eru bæði launahærri en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur sem er með 2,3 milljónir á mánuði. Þess má jafnframt geta að ofan á laun allra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu leggjast greiðslur fyrir setu í stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. En hvernig skiptast launin miðað við íbúafjölda? Elliði Vignisson í Ölfusi er dýrasti bæjarstjórinn af þeim átta sem hér eru teknir fyrir; launakostnaður deilt á íbúa er 868 krónur. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarness er næstdýrastur, 463 krónur á íbúa. Reykvíkingar sleppa best, Dagur kostar 17 krónur á haus - um fimmtíufalt minna en í Ölfusi. Sara Rut Fannarsdóttir Há laun bæjarstjóra sem ganga nú hver á fætur öðrum frá ráðningarsamningum hafa verið gagnrýnd síðustu daga, einkum úr röðum minnihluta og þar á meðal á Seltjarnarnesi þar sem minnihlutinn lagði til í vikunni að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 500 þúsund krónur. „Okkur finnst laun bæjarstjóra í svo litlu bæjarfélagi vera alltof há og okkur finnst að við þurfum að fá einhverja almennilega umræðu um það í hverju slík laun felast. Og af hverju erum við að greiða laun upp á yfir tvær milljónir í svo litlu bæjarfélagi,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Aldís Hafsteinsdóttir stjórnarformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga - og sveitarstjóri - sagðist í dag efast um að minnihlutar hefðu frammi sama málflutning sætu þeir á valdastóli. Sigurþóra hafnar þessu. „Við vorum alltaf að horfa á þennan 500 þúsund kall í okkar huga fyrir kosningar, sem við vildum þá setja í góð verkefni. Og það var algjörlega klárt í okkar röðum að við hefðum breytt því,“ segir Sigurþóra. Þannig að þetta eru ekki bara minnihlutar í fýlukasti? „Nei, alls ekki.“ Horfa má á fréttina í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Seltjarnarnes Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58 Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20 Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58
Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20
Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48