Aron, Bjarki, Orri og Viktor fá að spila í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2022 17:01 Bjarki Már Elísson spilar í Meistaradeild Evrópu með Veszprém eins og búast mátti við. EPA-EFE/Tibor Illyes Sjö leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta munu leika í Meistaradeild Evrópu í handbolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst í dag þegar Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út hvaða lið fengju keppnisrétt. Dregið verður í tvo átta liða riðla Meistaradeildarinnar í Vínarborg á föstudaginn. Af liðunum sextán sem verða með í vetur eru sex lið með Íslendinga innanborðs. Fyrir daginn í dag var öruggt að Magdeburg frá Þýskalandi (Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson) og pólska liðið Vive Kielce (Haukur Þrastarson) yrðu með í Meistaradeildinni ásamt GOG frá Danmörku, Barcelona frá Spáni, PSG frá Frakklandi, Kiel frá Þýskalandi, Pick Szeged frá Ungverjalandi, Porto frá Portúgal og Dinamo Búkarest frá Rúmeníu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Aron og Hansen saman í Meistaradeildinni Í dag bættust svo sjö lið í hópinn, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar EHF sem byggði á áliti matsnefndar. Þar af eru fjögur Íslendingalið. Álaborg frá Danmörku, sem tefla mun fram Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni á næstu leiktíð, er þar á meðal þrátt fyrir að hafa misst af danska meistaratitlinum til Viktors Gísla Hallgrímssonar og félaga í GOG. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar. Fáir þekkja Meistaradeild Evrópu betur en Aron Pálmarsson sem unnið hefur keppnina þrisvar sinnum.Getty Franska liðið Nantes, sem Viktor Gísli fer til í sumar, fékk einnig inngöngu sem og Veszprém, nýja liðið hans Bjarka Más Elíssonar. Hið sama á við um Elverum frá Noregi sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með en Aron Dagur Pálsson leikur ekki með liðinu því hann samdi við Val á dögunum. Hin þrjú liðin eru svo Zagreb frá Króatíu, Wisla Plock frá Póllandi og Celje Lasko frá Slóveníu. Lið Aðalsteins og Óðins komst ekki inn Á meðal þeirra liða sem var hafnað sæti í Meistaradeildinni eru svissnesku meistararnir í Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika með. Hin voru Granollers frá Spáni, Sporting frá Portúgal, Minaur Baia Mare frá Rúmeníu, Ystad frá Svíþjóð og Motor frá Úkraínu. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Dregið verður í tvo átta liða riðla Meistaradeildarinnar í Vínarborg á föstudaginn. Af liðunum sextán sem verða með í vetur eru sex lið með Íslendinga innanborðs. Fyrir daginn í dag var öruggt að Magdeburg frá Þýskalandi (Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson) og pólska liðið Vive Kielce (Haukur Þrastarson) yrðu með í Meistaradeildinni ásamt GOG frá Danmörku, Barcelona frá Spáni, PSG frá Frakklandi, Kiel frá Þýskalandi, Pick Szeged frá Ungverjalandi, Porto frá Portúgal og Dinamo Búkarest frá Rúmeníu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Aron og Hansen saman í Meistaradeildinni Í dag bættust svo sjö lið í hópinn, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar EHF sem byggði á áliti matsnefndar. Þar af eru fjögur Íslendingalið. Álaborg frá Danmörku, sem tefla mun fram Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni á næstu leiktíð, er þar á meðal þrátt fyrir að hafa misst af danska meistaratitlinum til Viktors Gísla Hallgrímssonar og félaga í GOG. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar. Fáir þekkja Meistaradeild Evrópu betur en Aron Pálmarsson sem unnið hefur keppnina þrisvar sinnum.Getty Franska liðið Nantes, sem Viktor Gísli fer til í sumar, fékk einnig inngöngu sem og Veszprém, nýja liðið hans Bjarka Más Elíssonar. Hið sama á við um Elverum frá Noregi sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með en Aron Dagur Pálsson leikur ekki með liðinu því hann samdi við Val á dögunum. Hin þrjú liðin eru svo Zagreb frá Króatíu, Wisla Plock frá Póllandi og Celje Lasko frá Slóveníu. Lið Aðalsteins og Óðins komst ekki inn Á meðal þeirra liða sem var hafnað sæti í Meistaradeildinni eru svissnesku meistararnir í Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika með. Hin voru Granollers frá Spáni, Sporting frá Portúgal, Minaur Baia Mare frá Rúmeníu, Ystad frá Svíþjóð og Motor frá Úkraínu.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira