Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 27. júní 2022 19:00 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir stöðu mála í Bandaríkjunum varðandi þungunarrof vera ömurlega. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. Í síðustu viku sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Nú hafa ríki í landinu frjálsari hendur til að setja takmarkanir í þungunarrof eða banna það alfarið. Aðstoðarmaður Jóns, Brynjar Níelsson, hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir meðal annars að þungunarrof sé ekki mannréttindi og að rangfærslur og misskilningur séu áberandi í umræðunni um dóm Hæstarétts Bandaríkjanna. „Hæstiréttur Bandaríkjanna er einfaldlega að segja að þungunarrof sé ekki stjórnarskrárvarinn réttur heldur er það kjörinna fulltrúa að ákveða með lögum réttindi til þungunarrofs og reglur þar um. Þannig virkar nefnilega lýðræðið,“ skrifaði Brynjar á Facebook-síðu sína. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi ekki fylgst með skrifum aðstoðarmanns síns. „Ég get bara sagt um þetta mál að mér finnst þessi þróun í Bandaríkjunum vera mjög sérstök og ömurleg. Það á að vera sjálfsagður réttur kvenna að geta leitað eftir þungunarrofi, svo langt sem það nær,“ segir Jón. Ákvörðunin snúist um tímamörk Jón, ásamt fleiri þingmönnum, greiddi atkvæði gegn svokölluðu þungunarrofsfrumvarpi á Alþingi árið 2019 en hann segir að það hafi verið mikið gert úr þessari ákvörðun hans. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ segir ráðherrann. Ísland ekki nálægt slíkri umræðu Hann segir að sem betur fer sé Ísland ekki nálægt svipaðri umræðu og nú er í gangi í Bandaríkjunum. „Það er svo langur vegur frá því að við séum eitthvað á móti þungunarrofi eða fóstureyðingu ef svo ber undir. Það á að vera sjálfsákvörðunarréttur kvenna upp að ákveðnu marki.“ Uppfært 28. júní: Tekið skal fram að þau lög sem samþykkt voru á þingi árið 2019 og Jón greiddi atkvæði gegn kváðu á um að þunugnarrof væri heimilt til loka 22. viku meðgöngu en ekki fram að síðustu viku meðgöngu eins og Jón nefndi í viðtalinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þessi orð sín: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þungunarrof Reykjavík síðdegis Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Í síðustu viku sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Nú hafa ríki í landinu frjálsari hendur til að setja takmarkanir í þungunarrof eða banna það alfarið. Aðstoðarmaður Jóns, Brynjar Níelsson, hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir meðal annars að þungunarrof sé ekki mannréttindi og að rangfærslur og misskilningur séu áberandi í umræðunni um dóm Hæstarétts Bandaríkjanna. „Hæstiréttur Bandaríkjanna er einfaldlega að segja að þungunarrof sé ekki stjórnarskrárvarinn réttur heldur er það kjörinna fulltrúa að ákveða með lögum réttindi til þungunarrofs og reglur þar um. Þannig virkar nefnilega lýðræðið,“ skrifaði Brynjar á Facebook-síðu sína. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi ekki fylgst með skrifum aðstoðarmanns síns. „Ég get bara sagt um þetta mál að mér finnst þessi þróun í Bandaríkjunum vera mjög sérstök og ömurleg. Það á að vera sjálfsagður réttur kvenna að geta leitað eftir þungunarrofi, svo langt sem það nær,“ segir Jón. Ákvörðunin snúist um tímamörk Jón, ásamt fleiri þingmönnum, greiddi atkvæði gegn svokölluðu þungunarrofsfrumvarpi á Alþingi árið 2019 en hann segir að það hafi verið mikið gert úr þessari ákvörðun hans. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ segir ráðherrann. Ísland ekki nálægt slíkri umræðu Hann segir að sem betur fer sé Ísland ekki nálægt svipaðri umræðu og nú er í gangi í Bandaríkjunum. „Það er svo langur vegur frá því að við séum eitthvað á móti þungunarrofi eða fóstureyðingu ef svo ber undir. Það á að vera sjálfsákvörðunarréttur kvenna upp að ákveðnu marki.“ Uppfært 28. júní: Tekið skal fram að þau lög sem samþykkt voru á þingi árið 2019 og Jón greiddi atkvæði gegn kváðu á um að þunugnarrof væri heimilt til loka 22. viku meðgöngu en ekki fram að síðustu viku meðgöngu eins og Jón nefndi í viðtalinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þessi orð sín:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þungunarrof Reykjavík síðdegis Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira