Sjötti hvalur vertíðarinnar kominn á land í Hvalfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2022 22:00 Frá hvalstöðinni í Hvalfirði. Hvalbáturinn Hvalur 8 kominn að bryggju með feng sinn síðastliðinn föstudag. Egill Aðalsteinsson Sex langreyðar eru komnar á land í Hvalfirði það sem af er hvalvertíðinni og segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, það ágætis veiði miðað við að bræla hafi verið á miðunum fyrstu dagana. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir sem Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður fréttastofu, tók í Hvalfirði síðdegis á föstudag þegar hvalbáturinn Hvalur 8 var að koma með langreyði númer tvö að landi í hvalstöðinni, tíu klukkustundum eftir að Hvalur 9 kom þangað með fyrstu langreyðina. Hvalur 8 við bryggju hvalstöðvarinnar. Langreyðurin sést við síðu skipsins,Egill Aðalsteinsson Aðfararnótt sunnudags kom nían með þriðju langreyðina að landi og í gær kom áttan með tvær. Síðdegis í dag kom svo Hvalur 9 inn í Hvalfjörð með sjötta dýrið sem veiðist á þessari vertíð og unnu starfsmenn Hvals hf. fram á kvöld við að skera hvalinn á vinnsluplaninu. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir sex hvali á fimm dögum ágætis veiði í ljósi þess að bræla hafi verið á miðunum fyrstu dagana. Hann segir hvalina hafa veiðst suður af Reykjanesi, suðvestur af Garðskaga og vestur af Faxaflóa. Þeir sem næstir voru landi veiddust um 120 sjómílur undan Reykjanesi en algengt er að þeir veiðist um 150 mílur frá landinu. Í hvalstöðinni eru um 120 manns á störfum við hvalvinnsluna og auk þeirra eru hátt þrjátíu manns í áhöfnum hvalbátanna. Margir starfsmanna eru núna á sinni fyrstu hvalvertíð og því þykir ekki verra að vertíðin fari rólega af stað meðan mannskapurinn er að þjálfast. Hvalbátarnir Hvalur 6 og Hvalur 7 sigla tæpast framar til hvalveiða.Egill Aðalsteinsson Til hliðar við hvalstöðina má sjá hvalbátana Hval 6 og Hval 7 uppi í fjöru en þangað var þeim siglt til geymslu fyrir ellefu árum. Þeir höfðu þá ekkert verið í notkun í aldarfjórðung eða frá því þeim var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986 í skemmdarverkaárás Sea Shepherd-samtakanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 „Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33 Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands Segist ætla að stunda hvalveiðar að eilífu og kallar dýraverndarsinna skræfur. 17. desember 2018 13:58 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir sem Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður fréttastofu, tók í Hvalfirði síðdegis á föstudag þegar hvalbáturinn Hvalur 8 var að koma með langreyði númer tvö að landi í hvalstöðinni, tíu klukkustundum eftir að Hvalur 9 kom þangað með fyrstu langreyðina. Hvalur 8 við bryggju hvalstöðvarinnar. Langreyðurin sést við síðu skipsins,Egill Aðalsteinsson Aðfararnótt sunnudags kom nían með þriðju langreyðina að landi og í gær kom áttan með tvær. Síðdegis í dag kom svo Hvalur 9 inn í Hvalfjörð með sjötta dýrið sem veiðist á þessari vertíð og unnu starfsmenn Hvals hf. fram á kvöld við að skera hvalinn á vinnsluplaninu. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir sex hvali á fimm dögum ágætis veiði í ljósi þess að bræla hafi verið á miðunum fyrstu dagana. Hann segir hvalina hafa veiðst suður af Reykjanesi, suðvestur af Garðskaga og vestur af Faxaflóa. Þeir sem næstir voru landi veiddust um 120 sjómílur undan Reykjanesi en algengt er að þeir veiðist um 150 mílur frá landinu. Í hvalstöðinni eru um 120 manns á störfum við hvalvinnsluna og auk þeirra eru hátt þrjátíu manns í áhöfnum hvalbátanna. Margir starfsmanna eru núna á sinni fyrstu hvalvertíð og því þykir ekki verra að vertíðin fari rólega af stað meðan mannskapurinn er að þjálfast. Hvalbátarnir Hvalur 6 og Hvalur 7 sigla tæpast framar til hvalveiða.Egill Aðalsteinsson Til hliðar við hvalstöðina má sjá hvalbátana Hval 6 og Hval 7 uppi í fjöru en þangað var þeim siglt til geymslu fyrir ellefu árum. Þeir höfðu þá ekkert verið í notkun í aldarfjórðung eða frá því þeim var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986 í skemmdarverkaárás Sea Shepherd-samtakanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 „Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33 Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands Segist ætla að stunda hvalveiðar að eilífu og kallar dýraverndarsinna skræfur. 17. desember 2018 13:58 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42
„Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33
Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands Segist ætla að stunda hvalveiðar að eilífu og kallar dýraverndarsinna skræfur. 17. desember 2018 13:58
Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34