Jón biðst velvirðingar á ónákvæmni Árni Sæberg skrifar 28. júní 2022 15:52 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur beðist velvirðingar á ónákvæmni sinni. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra biðst velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum um að þungunarrof nái til síðustu viku fram að barnsburði. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði kosið gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019 á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir að þungunarrof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barnsburð. Þingflokksformaður Pírata gagnrýndi ráðherran harðlega í samtali við Vísi í morgun. Í skriflegu svari við frétt Vísis biðst Jón velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum. „Frumvarpið sem varð að lögum og var til umræðu í þinginu 2019 nær til viku 22 en í umræðum í þinginu var hreyft við þeim sjónarmiðum að rétturinn til þungunarrofs ætti að ná skilyrðislaust til síðustu viku barnsburðar. Því var ég hjartanlega ósammála,“ segir hann. Þá segist hann vera ósammála því að hversu nálægt var gengið lífvænleika fósturs sem 22 vikur eru skilyrðislaust. „Ég taldi réttara að ganga ekki svo langt því þó að sjálfsákvörðunarréttur kvenna ætti að sjálfsögðu að vera í forgrunni mætti skilyrða að einhverju leyti ástæður þess þegar meðganga er komin svo langt á leið,“ segir Jón. Aðalatriðið sé sem fyrr að réttur kvenna og leghafa á Íslandi til þungunarrofs er mikilvægur og rúmur borið saman við önnur nágrannalönd. „Ég tel mikilvægt að svo verði áfram og um það ríki djúp og góð samstaða í okkar samfélagi og árétta að mér þykir þróun þessara mála í Bandaríkjunum ömurleg og ekki til eftirbreytni,“ segir Jón að lokum. Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði kosið gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019 á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir að þungunarrof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barnsburð. Þingflokksformaður Pírata gagnrýndi ráðherran harðlega í samtali við Vísi í morgun. Í skriflegu svari við frétt Vísis biðst Jón velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum. „Frumvarpið sem varð að lögum og var til umræðu í þinginu 2019 nær til viku 22 en í umræðum í þinginu var hreyft við þeim sjónarmiðum að rétturinn til þungunarrofs ætti að ná skilyrðislaust til síðustu viku barnsburðar. Því var ég hjartanlega ósammála,“ segir hann. Þá segist hann vera ósammála því að hversu nálægt var gengið lífvænleika fósturs sem 22 vikur eru skilyrðislaust. „Ég taldi réttara að ganga ekki svo langt því þó að sjálfsákvörðunarréttur kvenna ætti að sjálfsögðu að vera í forgrunni mætti skilyrða að einhverju leyti ástæður þess þegar meðganga er komin svo langt á leið,“ segir Jón. Aðalatriðið sé sem fyrr að réttur kvenna og leghafa á Íslandi til þungunarrofs er mikilvægur og rúmur borið saman við önnur nágrannalönd. „Ég tel mikilvægt að svo verði áfram og um það ríki djúp og góð samstaða í okkar samfélagi og árétta að mér þykir þróun þessara mála í Bandaríkjunum ömurleg og ekki til eftirbreytni,“ segir Jón að lokum.
Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira