Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2022 19:08 Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ Hulda Margrét Alkóhólistum fjölgar ört í hópi eldri borgara á Íslandi og tæp tvöföldun hefur orðið í dagdrykkju 61 árs og eldri, samkvæmt innlagnartölum á Vogi. Formaður SÁÁ hefur áhyggjur af þróuninni og segir áfengisdýrkun ríkja í samfélaginu. Greint var frá aukinni drykkju eldri borgara í Fréttablaðinu í dag. Anna Hildur Guðmundsdóttir ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að vissu leyti gott að innlögnum fjölgi því fólk sé þar með að leita sér að stoðar. Það sé hins vegar ekki gott mál að drykkja sé að aukast. „Þetta er alveg áhyggjuefni af því ég held að drykkja sé bara að aukast almennt. Það er ákveðin áfengisdýrkun í samfélaginu í dag,“ segir Anna. Hún segist taka eftir aukningu í dagdrykkju eldri hópa. „Maður man alveg eftir því þegar maður var yngri að það voru helgarfyllerí þar sem fólk hrundi í það en nú er komin alveg töluverð dagdrykkja, sem er ekki alltaf af hinu góða.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan Allt kerfið undir í dagdrykkju Ekki sé víst hvort betra sé að drekka lítið en stöðugt yfir vikuna eða hrynja í það um helgar, að sögn Önnu. „Það er ekkert endilega betra að vera alltaf eitthvað smá í því, það er ekkert rosalega gott. Það tekur alltaf ákveðinn tíma fyrir líkamann að vinna úr þessu sem þýðir að kerfið þitt er alltaf undir. Þetta hefur svo mikil áhrif á líkamsstarfsemina. Er það eitthvað mikið betra en að detta í það á föstudags- eða laugardagskvöldi?,“ spyr Anna. Hún segir þó fólk leita til SÁÁ þegar það sé raunverulega komið í vanda. Drykkjan geti byrjað á „einhverju sulli“ sem verði svo að alvöru vanda. Hún segir ástæðu fyrir aukningu í drykkju eldri borgara geta verið að hömlur líkt og vinna hverfi. „Þegar ramminn fer þá kemur kannski stjórnleysið í ljós og þá er engin vinna sem stoppar mann. Þá verður maður að vera í svona stjórnaðri neyslu, því eitt leiðir af öðru,“ segir Anna Hildur. Áfengi og tóbak Eldri borgarar Reykjavík síðdegis Fíkn Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Greint var frá aukinni drykkju eldri borgara í Fréttablaðinu í dag. Anna Hildur Guðmundsdóttir ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að vissu leyti gott að innlögnum fjölgi því fólk sé þar með að leita sér að stoðar. Það sé hins vegar ekki gott mál að drykkja sé að aukast. „Þetta er alveg áhyggjuefni af því ég held að drykkja sé bara að aukast almennt. Það er ákveðin áfengisdýrkun í samfélaginu í dag,“ segir Anna. Hún segist taka eftir aukningu í dagdrykkju eldri hópa. „Maður man alveg eftir því þegar maður var yngri að það voru helgarfyllerí þar sem fólk hrundi í það en nú er komin alveg töluverð dagdrykkja, sem er ekki alltaf af hinu góða.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan Allt kerfið undir í dagdrykkju Ekki sé víst hvort betra sé að drekka lítið en stöðugt yfir vikuna eða hrynja í það um helgar, að sögn Önnu. „Það er ekkert endilega betra að vera alltaf eitthvað smá í því, það er ekkert rosalega gott. Það tekur alltaf ákveðinn tíma fyrir líkamann að vinna úr þessu sem þýðir að kerfið þitt er alltaf undir. Þetta hefur svo mikil áhrif á líkamsstarfsemina. Er það eitthvað mikið betra en að detta í það á föstudags- eða laugardagskvöldi?,“ spyr Anna. Hún segir þó fólk leita til SÁÁ þegar það sé raunverulega komið í vanda. Drykkjan geti byrjað á „einhverju sulli“ sem verði svo að alvöru vanda. Hún segir ástæðu fyrir aukningu í drykkju eldri borgara geta verið að hömlur líkt og vinna hverfi. „Þegar ramminn fer þá kemur kannski stjórnleysið í ljós og þá er engin vinna sem stoppar mann. Þá verður maður að vera í svona stjórnaðri neyslu, því eitt leiðir af öðru,“ segir Anna Hildur.
Áfengi og tóbak Eldri borgarar Reykjavík síðdegis Fíkn Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira