Ómar Ingi: Tólf ára Ómar hefði verið helvíti ánægður með þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 08:00 Ómar Ingi Magnússon fagnar Þýskalandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum hjá Magdeburg eða markverðinum Jannick Green, Matthias Musche og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Getty/Ronny Hartmann Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var besti leikmaðurinn í þýsku bundesligunni í vetur, bestu handboltadeild heims. Ómar Ingi varð í öðru sæti í markaskorun og í þriðja sæti í stoðsendingum og hjálpaði Magdeburg að vinna fyrsta meistaratitil sinn í meira en tvo áratugi. Ríkharð Óskar Guðnason hitti Ómar Inga í gær og ræddi við hann um verðlaunin sem eru ekki aðeins mikil heiður fyrir hann heldur einnig fyrir íslenska handknattleik. „Ég er gríðarlega ánægður með það því þetta er góður bónus og flott viðurkenning. Það var mikilvægast fyrir okkur að vinna deildina og það var markmiðið,“ sagði Ómar Ingi Magnússon. En getur Ómar Ingi sagt að þetta hafi komið á óvart? Hann vann yfirburðarkosningu. Ómar Ingi Magnusson lyfti Þýskalandsskildinum eftir sigur Magdeburg.Getty/Martin Rose Vissi að ég yrði að spila vel ef við ætluðum að vinna þetta „Nei ég get eiginlega ekki sagt það. Ég vissi að til þess að við myndum vinna þetta þá yrði ég í stóru hlutverki og þyrfti að spila vel. Mér tókst það í flestum leikjum. Aðalmarkmiðið var að vinna deildina og það tókst. Þetta helst í hendur,“ sagði Ómar Ingi. Magdeburg varð þýskur meistari en tapaði bæði úrslitaleiknum í Evrópudeildinni á móti Benfica og bikarúrslitaleiknum á móti THW Kiel. „Jú það var svekkjandi að tapa því við ætluðum að vinna þá. Við náðum þeim titlum ekki en fyrir fram var Þýskalandsmeistaratitilinn stærsti titilinn sem við gátum tekið. Það var gott að það tókst. Það verða síðan nóg af titlum í boði á næsta ári,“ sagði Ómar Ingi. Klippa: Ómar Ingi: Vissi að ég yrði að spila vel ef við ætluðum að vinna þetta Verður næstu árin í Magdeburg Ómar Ingi er ekkert á förum frá Magdeburg á næstunni. „Ég verð áfram þar og er með samning til nokkurra ára til viðbótar. Ég stefni á það verða áfram þar,“ sagði Ómar Ingi. Magdeburg spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég hlakka gríðarlega mikið til og það verður forvitnilegt að sjá hvar við stöndum í samanburði við bestu liðin. Ég held við getum valdið usla þar og farið langt ef við höldum rétt á spilunum,“ sagði Ómar Ingi. Ómar Ingi Magnússon var kosinn Íþróttamaður ársins í fyrra.MummiLú Mikilvægt að hafa háleit markmið til að halda sér á tánum Ómar Ingi er ríkjandi Íþróttamaður ársins og hefur átt betra ár í ár ef eitthvað er. Rikki spurði hann hvort að hann sé ekki að fara verja titilinn. „Er það ekki. Ég held það. Ég er með háleit markmið og finnst það mikilvægt að hafa háleit markmið sem halda mér á tánum. Ég set pressu á sjálfan mig að gera vel og gera vel helst á hverjum degi,“ sagði Ómar Ingi hlæjandi. Finnst Ómar Inga ekkert skrýtið að hafa verið bestur í sennilega bestu deild í heimi? „Ég held að tólf ára Ómar hefði verið helvíti ánægður með þetta. Þetta er frábært og ég er gríðarlega stoltur. Hausinn er líka kominn í það hvað maður þar að gera til að vera betri og halda sér á tánum. Ef maður er ekki í þeim hugsunum þá er maður fljótt búinn,“ sagði Ómar Ingi. Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson voru í baráttunni um markakóngstitilinn.HSÍ Ólafur Stefánsson var hans maður Ómar Ingi var fljótur til svars þegar koma að því að nefna þann sem hann horfði mest upp til á sínum yngri árum. „Óli Stef var minn karl. Ég fékk að hafa hann sem þjálfara líka í stuttan tíma hjá Val og í unglingalandsliði. Hann hefur kennt mér líklega svona áttatíu til níutíu prósent af því sem ég þurfti að læra,“ sagði Ómar Ingi. Ólafur Stefánsson var einmitt í risahlutverki hjá Magdeburg þegar liðið varð síðast þýskur meistari árið 2001. „Svo hefur þetta verið aðallega að vinna í sjálfum mér og vera góður í því. Að geta þekkt hausinn og kollinn á sjálfum sér. Það er ansi stór partur af þessu,“ sagði Ómar Ingi. Fær fimm vikur í frí og ætlar að nýta þær vel Ómar Ingi er nú staddur heima á Íslandi í langþráðu fríi. „Ég bara nýt þess að vera heima á Íslandi. Að vera með fjölskyldunni. Maður er mikið í burtu á tímabilinu og mikið að ferðast. Það er ljómandi að vera með fjölskyldunni sem maður sér ekki allt of oft. Ég ætla njóta þess að vera hérna, slaka á og æfa smá,“ sagði Ómar Ingi. „Ég fer út aftur 20. júlí og er því að fá fimm vikna pásu sem er ljómandi. Ég nýti hana vel,“ sagði Ómar Ingi en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Ómar Ingi Magnússon fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum fyrir Magdeburg á tímabilinu.Getty/Gualter Fatia Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Ómar Ingi varð í öðru sæti í markaskorun og í þriðja sæti í stoðsendingum og hjálpaði Magdeburg að vinna fyrsta meistaratitil sinn í meira en tvo áratugi. Ríkharð Óskar Guðnason hitti Ómar Inga í gær og ræddi við hann um verðlaunin sem eru ekki aðeins mikil heiður fyrir hann heldur einnig fyrir íslenska handknattleik. „Ég er gríðarlega ánægður með það því þetta er góður bónus og flott viðurkenning. Það var mikilvægast fyrir okkur að vinna deildina og það var markmiðið,“ sagði Ómar Ingi Magnússon. En getur Ómar Ingi sagt að þetta hafi komið á óvart? Hann vann yfirburðarkosningu. Ómar Ingi Magnusson lyfti Þýskalandsskildinum eftir sigur Magdeburg.Getty/Martin Rose Vissi að ég yrði að spila vel ef við ætluðum að vinna þetta „Nei ég get eiginlega ekki sagt það. Ég vissi að til þess að við myndum vinna þetta þá yrði ég í stóru hlutverki og þyrfti að spila vel. Mér tókst það í flestum leikjum. Aðalmarkmiðið var að vinna deildina og það tókst. Þetta helst í hendur,“ sagði Ómar Ingi. Magdeburg varð þýskur meistari en tapaði bæði úrslitaleiknum í Evrópudeildinni á móti Benfica og bikarúrslitaleiknum á móti THW Kiel. „Jú það var svekkjandi að tapa því við ætluðum að vinna þá. Við náðum þeim titlum ekki en fyrir fram var Þýskalandsmeistaratitilinn stærsti titilinn sem við gátum tekið. Það var gott að það tókst. Það verða síðan nóg af titlum í boði á næsta ári,“ sagði Ómar Ingi. Klippa: Ómar Ingi: Vissi að ég yrði að spila vel ef við ætluðum að vinna þetta Verður næstu árin í Magdeburg Ómar Ingi er ekkert á förum frá Magdeburg á næstunni. „Ég verð áfram þar og er með samning til nokkurra ára til viðbótar. Ég stefni á það verða áfram þar,“ sagði Ómar Ingi. Magdeburg spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég hlakka gríðarlega mikið til og það verður forvitnilegt að sjá hvar við stöndum í samanburði við bestu liðin. Ég held við getum valdið usla þar og farið langt ef við höldum rétt á spilunum,“ sagði Ómar Ingi. Ómar Ingi Magnússon var kosinn Íþróttamaður ársins í fyrra.MummiLú Mikilvægt að hafa háleit markmið til að halda sér á tánum Ómar Ingi er ríkjandi Íþróttamaður ársins og hefur átt betra ár í ár ef eitthvað er. Rikki spurði hann hvort að hann sé ekki að fara verja titilinn. „Er það ekki. Ég held það. Ég er með háleit markmið og finnst það mikilvægt að hafa háleit markmið sem halda mér á tánum. Ég set pressu á sjálfan mig að gera vel og gera vel helst á hverjum degi,“ sagði Ómar Ingi hlæjandi. Finnst Ómar Inga ekkert skrýtið að hafa verið bestur í sennilega bestu deild í heimi? „Ég held að tólf ára Ómar hefði verið helvíti ánægður með þetta. Þetta er frábært og ég er gríðarlega stoltur. Hausinn er líka kominn í það hvað maður þar að gera til að vera betri og halda sér á tánum. Ef maður er ekki í þeim hugsunum þá er maður fljótt búinn,“ sagði Ómar Ingi. Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson voru í baráttunni um markakóngstitilinn.HSÍ Ólafur Stefánsson var hans maður Ómar Ingi var fljótur til svars þegar koma að því að nefna þann sem hann horfði mest upp til á sínum yngri árum. „Óli Stef var minn karl. Ég fékk að hafa hann sem þjálfara líka í stuttan tíma hjá Val og í unglingalandsliði. Hann hefur kennt mér líklega svona áttatíu til níutíu prósent af því sem ég þurfti að læra,“ sagði Ómar Ingi. Ólafur Stefánsson var einmitt í risahlutverki hjá Magdeburg þegar liðið varð síðast þýskur meistari árið 2001. „Svo hefur þetta verið aðallega að vinna í sjálfum mér og vera góður í því. Að geta þekkt hausinn og kollinn á sjálfum sér. Það er ansi stór partur af þessu,“ sagði Ómar Ingi. Fær fimm vikur í frí og ætlar að nýta þær vel Ómar Ingi er nú staddur heima á Íslandi í langþráðu fríi. „Ég bara nýt þess að vera heima á Íslandi. Að vera með fjölskyldunni. Maður er mikið í burtu á tímabilinu og mikið að ferðast. Það er ljómandi að vera með fjölskyldunni sem maður sér ekki allt of oft. Ég ætla njóta þess að vera hérna, slaka á og æfa smá,“ sagði Ómar Ingi. „Ég fer út aftur 20. júlí og er því að fá fimm vikna pásu sem er ljómandi. Ég nýti hana vel,“ sagði Ómar Ingi en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Ómar Ingi Magnússon fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum fyrir Magdeburg á tímabilinu.Getty/Gualter Fatia
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira