Æfingarnar sem Katrín og Sara verða að klára með stæl til að ná inn á leikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eiga fyrir höndum mjög krefjandi æfingar á nætu tveimur sólarhringum. vísir/daníel Last Chance Qualifier hefst í dag en þar keppa þrjátíu karlar og þrjátíu konur um fjögur laus sæti á heimsleikunum í CrossFit, tvö hjá hvoru kyni. Eftir þessa keppni verður það endanlega ljóst hverjir keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í ár. Okkar fulltrúar eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir sem báðar voru einu sæti frá því að tryggja sér farseðilinn í undanúrslitunum. Katrín Tanja og Sara hafa margoft keppt á heimsleikunum, komist báðar á pall og Katrín hefur unnið þá tvisvar. Það yrðu mikil vonbrigði fyrir þær báðar að missa af heimsleikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þær geta enn báðar komist á heimsleikana en það myndi þýða að íslensku CrossFit konurnar þyrftu að enda í fyrsta og öðru sæti á Last Chance Qualifier mótinu. Keppendur þurfa að klára fjórar æfingar, tvær á miðvikudegi og tvær á fimmtudegi. Miðvikudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis í dag og hádegis á morgun. Fimmtudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis á fimmtudag og hádegis á föstudag. Þar erum við að tala um Kyrrahafstíma en Katrín Tanja er hér á Íslandi en Sara er úti í Bandaríkjunum. Hádegi að Kyrrahafstíma er klukkan sjö að kvöldi að íslenskum tíma. Keppendur vita allt um æfingarnar fyrir fram enda þarf að undirbúa allt vel þegar keppt er í gegnum netið. Það er ljóst að þessar fjórar æfingar munu taka vel á hjá keppendum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wQaJZW2tWSY">watch on YouTube</a> Í dag er fyrri æfingin tvískipt. Fyrst þurfa þær að skila tuttugu hnébeygjum með og axlapressu í sömu hreyfingu (thrusters) en stöngin mun vega tæp 57 kíló hjá konunum. Þær hafa tvær mínútur til að klára þær og geta síðan gert upplyftingar (muscle-up) restina af tímanum. Eftir tveggja mínútna hvíld eiga þær að skila tuttugu upplyftingum og geta síðan bætt við eins mörgum hnébeygjum, með og axlapressu í sömu hreyfingu, eins og þær ná á tveimur mínútum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=W1EQOz0rV5A">watch on YouTube</a> Seinni æfing miðvikudagsins er síðan tvö þúsund metra róður sem þarf að kára á níu mínútum og ef þær ná því að klára áður þá geta þær reynt að ganga sem lengst á höndum áður en níu mínúturnar eru liðnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VQ0OT3D5-Sg">watch on YouTube</a> Fyrri æfing fimmtudagsins er sambland af jafnhendingu með sjötíu kílóa stöng og fimmtán metra spretti. Keppendur eiga að gera endurtekningar upp á 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 og hafa tuttugu mínútur til að klára. Fyrst einu sinni, svo tvisvar, þá þrisvar og svo áfram þar til að þær gera þetta tíu sinnum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NjoYedqFxQc">watch on YouTube</a> Seinni æfing fimmtudagsins og jafnframt lokaæfing keppninnar er sambland af þremur æfingum. Fyrst fimmtíu burpee hopp yfir 51 sentímetra kassa, þá 75 sipp og að lokum eiga þær að kasta sex kílóa bolta hundrað sinnum í vegg. Þetta þarf að klára allt á tuttugu mínútum. Það má sjá frekari skýringu á æfingunum í færslu Morning Chalk Up hér fyrir ofan. Hér fyrir ofan má líka sjá myndbönd frá Youtube síðu heimsleikanna sem sýnir líka þessar krefjandi æfingar. Það er ljóst að það þarf alvöru viljastyrk og mikla keppnishörku til að klára þennan pakka í dag og á morgun. Vonandi tekst okkar konum vel upp en nú er að duga eða drepast fyrir þær báðar. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Okkar fulltrúar eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir sem báðar voru einu sæti frá því að tryggja sér farseðilinn í undanúrslitunum. Katrín Tanja og Sara hafa margoft keppt á heimsleikunum, komist báðar á pall og Katrín hefur unnið þá tvisvar. Það yrðu mikil vonbrigði fyrir þær báðar að missa af heimsleikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þær geta enn báðar komist á heimsleikana en það myndi þýða að íslensku CrossFit konurnar þyrftu að enda í fyrsta og öðru sæti á Last Chance Qualifier mótinu. Keppendur þurfa að klára fjórar æfingar, tvær á miðvikudegi og tvær á fimmtudegi. Miðvikudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis í dag og hádegis á morgun. Fimmtudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis á fimmtudag og hádegis á föstudag. Þar erum við að tala um Kyrrahafstíma en Katrín Tanja er hér á Íslandi en Sara er úti í Bandaríkjunum. Hádegi að Kyrrahafstíma er klukkan sjö að kvöldi að íslenskum tíma. Keppendur vita allt um æfingarnar fyrir fram enda þarf að undirbúa allt vel þegar keppt er í gegnum netið. Það er ljóst að þessar fjórar æfingar munu taka vel á hjá keppendum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wQaJZW2tWSY">watch on YouTube</a> Í dag er fyrri æfingin tvískipt. Fyrst þurfa þær að skila tuttugu hnébeygjum með og axlapressu í sömu hreyfingu (thrusters) en stöngin mun vega tæp 57 kíló hjá konunum. Þær hafa tvær mínútur til að klára þær og geta síðan gert upplyftingar (muscle-up) restina af tímanum. Eftir tveggja mínútna hvíld eiga þær að skila tuttugu upplyftingum og geta síðan bætt við eins mörgum hnébeygjum, með og axlapressu í sömu hreyfingu, eins og þær ná á tveimur mínútum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=W1EQOz0rV5A">watch on YouTube</a> Seinni æfing miðvikudagsins er síðan tvö þúsund metra róður sem þarf að kára á níu mínútum og ef þær ná því að klára áður þá geta þær reynt að ganga sem lengst á höndum áður en níu mínúturnar eru liðnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VQ0OT3D5-Sg">watch on YouTube</a> Fyrri æfing fimmtudagsins er sambland af jafnhendingu með sjötíu kílóa stöng og fimmtán metra spretti. Keppendur eiga að gera endurtekningar upp á 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 og hafa tuttugu mínútur til að klára. Fyrst einu sinni, svo tvisvar, þá þrisvar og svo áfram þar til að þær gera þetta tíu sinnum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NjoYedqFxQc">watch on YouTube</a> Seinni æfing fimmtudagsins og jafnframt lokaæfing keppninnar er sambland af þremur æfingum. Fyrst fimmtíu burpee hopp yfir 51 sentímetra kassa, þá 75 sipp og að lokum eiga þær að kasta sex kílóa bolta hundrað sinnum í vegg. Þetta þarf að klára allt á tuttugu mínútum. Það má sjá frekari skýringu á æfingunum í færslu Morning Chalk Up hér fyrir ofan. Hér fyrir ofan má líka sjá myndbönd frá Youtube síðu heimsleikanna sem sýnir líka þessar krefjandi æfingar. Það er ljóst að það þarf alvöru viljastyrk og mikla keppnishörku til að klára þennan pakka í dag og á morgun. Vonandi tekst okkar konum vel upp en nú er að duga eða drepast fyrir þær báðar.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30