Íslandsmeistarinn í ólympískri þríþraut með hálft lunga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 09:05 Katrín Pálsdóttir með verðlaun sín eftir að hafa unnið Íslandsmótið í ólympískri þríþraut sem fór fram á Laugarvatni. Instagram/@katapals Katrín Pálsdóttir er ein fremsta þríþrautarkona landsins og vann Íslandsmeistaratitilinn í ólympískri þríþraut um helgina en það vita færri að eftirmál veikinda hennar ættu að öllu eðlilegu að gera henni mjög erfitt fyrir í slíkri keppni. Þríþraut er mjög krefjandi íþrótt en í keppni helgarinnar á Laugarvatni þá synti hún 1,5 kílómetra, hjólaði 45 kílómetra og hljóp 10 kílómetra. Katrín segir frá því í viðtali við Fréttablaðið í dag að hún er að ná þessum árangri eftir að hafa sigrast á sjaldgæfu lungnakrabbameini árið 2019. Katrín er vegna veikindanna aðeins með heilt lunga vinstra megin en hálft hægra megin. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals) „Árið 2019 fékk ég krabbameinið sem Tómas (Guðbjartsson, Lækna-Tómas) skar í burtu en þrátt fyrir það fór ég fimm vikum síðar í hálfan Járnkall í Indónesíu og náði góðum tíma,“ segir Katrín í viðtalinu við Fréttablaðið. Katrín kvartar ekki þrátt fyrir að vanta hálft lunga og vera að keppa í þessari miklu þolgrein. „Ég varð aldrei veik í hausnum þannig að ég spáði aldrei neitt mikið í þessu. Ég hélt bara áfram að æfa og er almennt ekkert að velta þessu fyrir mér. Ég get ekki breytt neinu þannig að ég er frekar í gleðinni,“ sagði Katrín í viðtalinu sem má sjá allt hér. Katrín starfar sem fjármálastjóri hjá Bolungarvíkurkaupstað og æfir tvisvar á dag, fyrir vinnu og svo seinni partinn eftir að skyldustörfum lýkur. Hún er strax mætt í aðra keppni því í dag hefst Örnu-hjólreiðakeppnin þar sem hjólaðir eru heilir 960 kílómetrar um Vestfirði og þar er Katrín meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals) Þríþraut Tengdar fréttir Katrín kláraði hálfan Járnkarl sjö vikum eftir að hálft lungað var fjarlægt Vinur hennar fann krabbamein í hægra lunga en hún hafði fundið fyrir veikindum eftir keppnir en hélt hún hefði ofreynt sig. 26. ágúst 2019 10:30 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Þríþraut er mjög krefjandi íþrótt en í keppni helgarinnar á Laugarvatni þá synti hún 1,5 kílómetra, hjólaði 45 kílómetra og hljóp 10 kílómetra. Katrín segir frá því í viðtali við Fréttablaðið í dag að hún er að ná þessum árangri eftir að hafa sigrast á sjaldgæfu lungnakrabbameini árið 2019. Katrín er vegna veikindanna aðeins með heilt lunga vinstra megin en hálft hægra megin. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals) „Árið 2019 fékk ég krabbameinið sem Tómas (Guðbjartsson, Lækna-Tómas) skar í burtu en þrátt fyrir það fór ég fimm vikum síðar í hálfan Járnkall í Indónesíu og náði góðum tíma,“ segir Katrín í viðtalinu við Fréttablaðið. Katrín kvartar ekki þrátt fyrir að vanta hálft lunga og vera að keppa í þessari miklu þolgrein. „Ég varð aldrei veik í hausnum þannig að ég spáði aldrei neitt mikið í þessu. Ég hélt bara áfram að æfa og er almennt ekkert að velta þessu fyrir mér. Ég get ekki breytt neinu þannig að ég er frekar í gleðinni,“ sagði Katrín í viðtalinu sem má sjá allt hér. Katrín starfar sem fjármálastjóri hjá Bolungarvíkurkaupstað og æfir tvisvar á dag, fyrir vinnu og svo seinni partinn eftir að skyldustörfum lýkur. Hún er strax mætt í aðra keppni því í dag hefst Örnu-hjólreiðakeppnin þar sem hjólaðir eru heilir 960 kílómetrar um Vestfirði og þar er Katrín meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Kata - Katrin Palsdottir (@katapals)
Þríþraut Tengdar fréttir Katrín kláraði hálfan Járnkarl sjö vikum eftir að hálft lungað var fjarlægt Vinur hennar fann krabbamein í hægra lunga en hún hafði fundið fyrir veikindum eftir keppnir en hélt hún hefði ofreynt sig. 26. ágúst 2019 10:30 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Katrín kláraði hálfan Járnkarl sjö vikum eftir að hálft lungað var fjarlægt Vinur hennar fann krabbamein í hægra lunga en hún hafði fundið fyrir veikindum eftir keppnir en hélt hún hefði ofreynt sig. 26. ágúst 2019 10:30