Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2022 13:19 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með þegar Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO bendir Joe Biden forseta Bandaríkjanna á hvar hann eigi að standa í hópmyndatöku í morgun. AP/Bernat Armangue Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. Leiðtogafundur NATO í Madrid er þegar orðinn sögulegur eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild Finna og Svía að bandalaginu í gær. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO reiknar með að endanlega verði gengið frá formlegu boði til Svía og Finna um aðild að bandalaginu á fundinum í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO mundar hamarinn og setur fund leiðtogana í Madrid í morgun.AP/Susan Walsh „Það er fordæmalaus hraði. Ég tel erfitt að finna aðildarferli þar sem svo fáar vikur líða milli umsókna, sem lagðar voru fram í maí, og boðs um aðild sem gerist núna. Síðan þurfa auðvitað þrjátíu þjóðþing að staðfesta aðildina og það tekur alltaf einhvern tíma. En ég vænti þess að það gangi einnig mjög hratt fyrir sig,“ sagði Stoltenberg í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún segir Ísland hafa stutt aðildarumsókn Finna og Svía skilyrðislaust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir til leiðtogafundar NATO í Madrid í morgun.AP/Paul White „Þannig að sjálfsögðu fögnum við þessu. En um leið höfum við sagt að okkur finnist það ekki rétta leiðin af Tyrklandi að setja skilyrði um óskyld mál við inngöngu þessara þjóða í bandalagið,“ segir Katrín. Svíar og Finnar væru sterkar lýðræðisþjóðir með sterka félagslega innviði. „Ísland er því augljóslega ánægt að fá þessi tvö ríki í bandalagið. Það mun styrkja rödd Norðurlanda innan bandalagsins. Norðurlöndin deila með sér sterkum lýðræðislegum gildum, mannréttindum og félagslegum innviðum,“ segir Katrín. Stoltenberg segir að á fundinum verði samþykktar mestu breytingar á stefnu bandalagsins frá lokum kalda stríðsins með fjölgun í viðbragðssveitum og staðsetningu þungavopna í austurhluta bandalagsins. Þá verði kynntar auknar stuðningsaðgerðir við Úkraínu. NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50 Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. 28. júní 2022 13:55 Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Leiðtogafundur NATO í Madrid er þegar orðinn sögulegur eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild Finna og Svía að bandalaginu í gær. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO reiknar með að endanlega verði gengið frá formlegu boði til Svía og Finna um aðild að bandalaginu á fundinum í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO mundar hamarinn og setur fund leiðtogana í Madrid í morgun.AP/Susan Walsh „Það er fordæmalaus hraði. Ég tel erfitt að finna aðildarferli þar sem svo fáar vikur líða milli umsókna, sem lagðar voru fram í maí, og boðs um aðild sem gerist núna. Síðan þurfa auðvitað þrjátíu þjóðþing að staðfesta aðildina og það tekur alltaf einhvern tíma. En ég vænti þess að það gangi einnig mjög hratt fyrir sig,“ sagði Stoltenberg í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún segir Ísland hafa stutt aðildarumsókn Finna og Svía skilyrðislaust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir til leiðtogafundar NATO í Madrid í morgun.AP/Paul White „Þannig að sjálfsögðu fögnum við þessu. En um leið höfum við sagt að okkur finnist það ekki rétta leiðin af Tyrklandi að setja skilyrði um óskyld mál við inngöngu þessara þjóða í bandalagið,“ segir Katrín. Svíar og Finnar væru sterkar lýðræðisþjóðir með sterka félagslega innviði. „Ísland er því augljóslega ánægt að fá þessi tvö ríki í bandalagið. Það mun styrkja rödd Norðurlanda innan bandalagsins. Norðurlöndin deila með sér sterkum lýðræðislegum gildum, mannréttindum og félagslegum innviðum,“ segir Katrín. Stoltenberg segir að á fundinum verði samþykktar mestu breytingar á stefnu bandalagsins frá lokum kalda stríðsins með fjölgun í viðbragðssveitum og staðsetningu þungavopna í austurhluta bandalagsins. Þá verði kynntar auknar stuðningsaðgerðir við Úkraínu.
NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50 Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. 28. júní 2022 13:55 Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50
Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. 28. júní 2022 13:55
Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36