Verstappen segir tengdaföður sinn ekki vera rasista en fordæmir ummælin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2022 15:01 Max Verstappen segir Nelson Piquet ekki vera rasista, en að ummæli hans um Lewis Hamilton hafi ekki átt rétt á sér. Vince Mignott/MB Media/Getty Images Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, segir að faðir kærustu sinnar, Nelson Piquet, sé ekki rasisti, en fordæmir ummæli hans um Lewis Hamilton og segir þau hafi verið mjög móðgandi. Eins og áður hefur verið fjallað um notaði Piquet rasísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton, sjöfaldan heimsmeistara í Formúlu 1, í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Piquet hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og viðurkennt að þau hafi verið illa úthugsuð. Hann sagði hins vegar að hann hafi ekki ætlað sér að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar hans og að þýðingin á orðum hans hafi verið röng. Þrátt fyrir það hefur Piquet verið rekinn úr breska akstursíþróttasambandinu. Verstappen hefur nú komið Piquet til varnar og segir að þrátt fyrir að ummælin hafi verið mjög móðgandi þá sé Piquet klárlega ekki rasisti. „Það eru allir á móti rasisma. Ég held að það sé alveg augljóst,“ sagði Verstappen í viðtali fyrir Silverstone kappaksturinn sem fer fram um helgina. „Mér finnst orðalagið sem hann notaði ekki eiga rétt á sér, þó að við komum frá mismunandi menningarheimum og að þetta séu kannski orð sem voru notuð þegar hann var yngri.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af og passa okkur að nota ekki þetta orð í framtíðinni. Þetta er mjög móðgandi, sérstaklega í dag.“ „Ég hef eytt svolitlum tíma með Nelson [Piquet] og hann er klárlega ekki rasisti. Hann er reyndar mjög ljúfur og rólegur maður.“ „Í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér þá er hægt að horfa á þetta orð á tvo vegu, en ég held samt að það sé betra að sleppa því bara að nota það. Þetta snýst ekki bara um þetta orð. Það að tala illa um hvern sem er, sama af hvaða kynþætti hann er, á ekki rétt á sér,“ sagði Verstappen að lokum. Formúla Tengdar fréttir Piquet rekinn úr breska aksturíþróttasambandinu vegna ummæla um Hamilton Breska akstursíþróttasambandið, BRDC, hefur rekið Nelson Piquet úr sambandinu fyrir rasísk ummæli hans um sjöfalda heimsmeistaran Lewis Hamilton. 30. júní 2022 16:31 Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00 Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Eins og áður hefur verið fjallað um notaði Piquet rasísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton, sjöfaldan heimsmeistara í Formúlu 1, í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Piquet hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og viðurkennt að þau hafi verið illa úthugsuð. Hann sagði hins vegar að hann hafi ekki ætlað sér að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar hans og að þýðingin á orðum hans hafi verið röng. Þrátt fyrir það hefur Piquet verið rekinn úr breska akstursíþróttasambandinu. Verstappen hefur nú komið Piquet til varnar og segir að þrátt fyrir að ummælin hafi verið mjög móðgandi þá sé Piquet klárlega ekki rasisti. „Það eru allir á móti rasisma. Ég held að það sé alveg augljóst,“ sagði Verstappen í viðtali fyrir Silverstone kappaksturinn sem fer fram um helgina. „Mér finnst orðalagið sem hann notaði ekki eiga rétt á sér, þó að við komum frá mismunandi menningarheimum og að þetta séu kannski orð sem voru notuð þegar hann var yngri.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af og passa okkur að nota ekki þetta orð í framtíðinni. Þetta er mjög móðgandi, sérstaklega í dag.“ „Ég hef eytt svolitlum tíma með Nelson [Piquet] og hann er klárlega ekki rasisti. Hann er reyndar mjög ljúfur og rólegur maður.“ „Í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér þá er hægt að horfa á þetta orð á tvo vegu, en ég held samt að það sé betra að sleppa því bara að nota það. Þetta snýst ekki bara um þetta orð. Það að tala illa um hvern sem er, sama af hvaða kynþætti hann er, á ekki rétt á sér,“ sagði Verstappen að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Piquet rekinn úr breska aksturíþróttasambandinu vegna ummæla um Hamilton Breska akstursíþróttasambandið, BRDC, hefur rekið Nelson Piquet úr sambandinu fyrir rasísk ummæli hans um sjöfalda heimsmeistaran Lewis Hamilton. 30. júní 2022 16:31 Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00 Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Piquet rekinn úr breska aksturíþróttasambandinu vegna ummæla um Hamilton Breska akstursíþróttasambandið, BRDC, hefur rekið Nelson Piquet úr sambandinu fyrir rasísk ummæli hans um sjöfalda heimsmeistaran Lewis Hamilton. 30. júní 2022 16:31
Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00
Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30