„Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ 1. júlí 2022 23:16 Elvar Már barðist um hvern bolta í kvöld ... Vísir/Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. En hvað fer í gegnum hausinn á mönnum þegar körfurnar koma svona á færibandi? „Að ég þyrfti að taka af skarið. Ég var búinn að vera frekar slakur framan af og var lengi að komast í gang. Þetta var fyrsti leikurinn minn í þrjá mánuði og ég var ekki alveg að finna taktinn, var svolítið úr rythma. Svo fann maður það bara þegar það leið á leikinn að ég þurfti að gera aðeins meira, þá sérstaklega sóknarlega. Svo komst ég að körfunni aftur og aftur og aftur þannig að ég hélt bara áfram, það var engin leið að stoppa það.“ Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og það hefði sennilega verið auðvelt að gefast upp á þeim tímapunkti og leggja árar í bát. Hvað sagði Craig Pedersen eiginlega við liðið í hálfleik til að kveikja í mönnum? „Já það hefði verið auðvelt að gefast upp, alveg klárlega. Það var einhvern veginn svo flöt stemming í okkur, við komum út og héldum einhvern veginn að við þyrftum ekki að koma með þennan kraft sem við þrífumst á. Við töluðum bara um að halda áfram, við vorum að missa galopin skot en ef við setjum 1-2 skot þá getum við komið smá stemmingu í liðið og þá eru allir í partýi.“ You might not know 's Elvar Fridriksson yet, but we suggest watching this.Simply beautiful basketball, every step of the way. #FIBAWC | #WinForIceland x @kkikarfa pic.twitter.com/JHaN7xqUre— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 1, 2022 Nú var Ísland þegar búið að tryggja sig áfram fyrir leikinn, en Elvar sagði að það hefði ekki haft nein áhrif á hugarfarið. „Nei alls ekki því við tökum með okkur stig í milliriðilinn og þetta var því risa leikur fyrir okkur og við þurftum að vinna hann. Það var alveg sama hvort við værum komnir áfram og það var aldrei fyrir aftan eyrað að við þyrftum ekki að vinna. Við ætluðum alltaf að taka þennan.“ ... þó sumir hafi runnið honum úr greipum.Vísir/Hulda Margrét Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
En hvað fer í gegnum hausinn á mönnum þegar körfurnar koma svona á færibandi? „Að ég þyrfti að taka af skarið. Ég var búinn að vera frekar slakur framan af og var lengi að komast í gang. Þetta var fyrsti leikurinn minn í þrjá mánuði og ég var ekki alveg að finna taktinn, var svolítið úr rythma. Svo fann maður það bara þegar það leið á leikinn að ég þurfti að gera aðeins meira, þá sérstaklega sóknarlega. Svo komst ég að körfunni aftur og aftur og aftur þannig að ég hélt bara áfram, það var engin leið að stoppa það.“ Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og það hefði sennilega verið auðvelt að gefast upp á þeim tímapunkti og leggja árar í bát. Hvað sagði Craig Pedersen eiginlega við liðið í hálfleik til að kveikja í mönnum? „Já það hefði verið auðvelt að gefast upp, alveg klárlega. Það var einhvern veginn svo flöt stemming í okkur, við komum út og héldum einhvern veginn að við þyrftum ekki að koma með þennan kraft sem við þrífumst á. Við töluðum bara um að halda áfram, við vorum að missa galopin skot en ef við setjum 1-2 skot þá getum við komið smá stemmingu í liðið og þá eru allir í partýi.“ You might not know 's Elvar Fridriksson yet, but we suggest watching this.Simply beautiful basketball, every step of the way. #FIBAWC | #WinForIceland x @kkikarfa pic.twitter.com/JHaN7xqUre— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 1, 2022 Nú var Ísland þegar búið að tryggja sig áfram fyrir leikinn, en Elvar sagði að það hefði ekki haft nein áhrif á hugarfarið. „Nei alls ekki því við tökum með okkur stig í milliriðilinn og þetta var því risa leikur fyrir okkur og við þurftum að vinna hann. Það var alveg sama hvort við værum komnir áfram og það var aldrei fyrir aftan eyrað að við þyrftum ekki að vinna. Við ætluðum alltaf að taka þennan.“ ... þó sumir hafi runnið honum úr greipum.Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn