„Þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum“ Jón Már Ferro skrifar 2. júlí 2022 09:01 Halldór Smári skorar og skorar þessa dagana. Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson, varnarmaður Víkinga var að vonum gríðarlega sáttur með sigur þeirra á KR-ingum er liðin mættust í Bestu deild karla á föstudagskvöld. „Nei ég er sammála því. Að koma á KR-völl og vinna 0-3 og skora ég held það sé erfitt að toppa það,“ sagði Halldór Smári, einn af markaskorurum Víkinga, að leik loknum. Hann var að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. KR-ingar settu mikla pressu á Vikinga til að byrja með en Víkingar stóðu það af sér. „Við vorum nú ekkert það öruggir til að byrja með. Pressa KR-inga var að virka vel á móti okkur. Við vorum óstyrkir með völlinn til að byrja með. Eftir vítið fannst mér við taka í rauninni völdin í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Bara frábær leikur hjá okkur.“ Það hafa verið mikil læti í leikjum þessara liða undanfarin ár. Halldór hefur gaman af þessum leikjum. „Þetta er geðveikt sko, að einhver haldi að þetta sé eitthvað leiðinlegt fyrir leikmenn að vera í svona slagsmálum allan tímann, þetta er bara geggjað. Sérstaklega á blautu grasi, þá koma návígi, þá koma tæklingar. Þetta verður smá ljótt stundum. Ég fíla það í botn.“ Þrátt fyrir sigur hefðu Víkingar mögulega viljað spila meiri sóknarbolta eins og þeir eru þekktir fyrir en leikurinn spilaðist ekki þannig. „Jú, við viljum náttúrulega alltaf spila fótbolta. Til að byrja með var þetta smá erfitt en um leið og leikurinn opnast í seinni hálfleik þá fundum við svæðin betur sem við vildum fara í, þá var þetta auðveldara. Ég held að okkur hafi bara tekist nokkuð vel til.“ Halldór svaraði hver honum finnst munurinn á grasi og gervigrasi vera. „Til að byrja með er það það já. Flotið á boltanum er öðruvísi, til að byrja með er það og það var það í dag. Svo þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum.“ Líkt og flestir vita lögðu Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen skóna á hilluna. Halldór er ánægður hvernig Víkingar hafa brugðist við því. „Jú ég myndi segja að það geri það. Einnig mikill styrkur hjá Arnari og þjálfarateyminu. Þeir eru bara búnir að búa til það gott konsept að svo detta menn bara inn í stöðurnar sem vantar og vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Það hefur bara tekist mjög vel til eftir að þeir fóru verð ég bara að segja.“ „Helsti munurinn er sá að það eru allir skíthræddir við Sölva og Kára þegar þeir spila. Það er eitt að vera með Arnar á hliðarlínunni og vilja ekki bregðast honum en menn voru á nálunum að bregðast ekki Sölva og Kára,“ sagði Halldór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
„Nei ég er sammála því. Að koma á KR-völl og vinna 0-3 og skora ég held það sé erfitt að toppa það,“ sagði Halldór Smári, einn af markaskorurum Víkinga, að leik loknum. Hann var að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. KR-ingar settu mikla pressu á Vikinga til að byrja með en Víkingar stóðu það af sér. „Við vorum nú ekkert það öruggir til að byrja með. Pressa KR-inga var að virka vel á móti okkur. Við vorum óstyrkir með völlinn til að byrja með. Eftir vítið fannst mér við taka í rauninni völdin í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Bara frábær leikur hjá okkur.“ Það hafa verið mikil læti í leikjum þessara liða undanfarin ár. Halldór hefur gaman af þessum leikjum. „Þetta er geðveikt sko, að einhver haldi að þetta sé eitthvað leiðinlegt fyrir leikmenn að vera í svona slagsmálum allan tímann, þetta er bara geggjað. Sérstaklega á blautu grasi, þá koma návígi, þá koma tæklingar. Þetta verður smá ljótt stundum. Ég fíla það í botn.“ Þrátt fyrir sigur hefðu Víkingar mögulega viljað spila meiri sóknarbolta eins og þeir eru þekktir fyrir en leikurinn spilaðist ekki þannig. „Jú, við viljum náttúrulega alltaf spila fótbolta. Til að byrja með var þetta smá erfitt en um leið og leikurinn opnast í seinni hálfleik þá fundum við svæðin betur sem við vildum fara í, þá var þetta auðveldara. Ég held að okkur hafi bara tekist nokkuð vel til.“ Halldór svaraði hver honum finnst munurinn á grasi og gervigrasi vera. „Til að byrja með er það það já. Flotið á boltanum er öðruvísi, til að byrja með er það og það var það í dag. Svo þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum.“ Líkt og flestir vita lögðu Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen skóna á hilluna. Halldór er ánægður hvernig Víkingar hafa brugðist við því. „Jú ég myndi segja að það geri það. Einnig mikill styrkur hjá Arnari og þjálfarateyminu. Þeir eru bara búnir að búa til það gott konsept að svo detta menn bara inn í stöðurnar sem vantar og vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Það hefur bara tekist mjög vel til eftir að þeir fóru verð ég bara að segja.“ „Helsti munurinn er sá að það eru allir skíthræddir við Sölva og Kára þegar þeir spila. Það er eitt að vera með Arnar á hliðarlínunni og vilja ekki bregðast honum en menn voru á nálunum að bregðast ekki Sölva og Kára,“ sagði Halldór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira