Rudy Gobert skipt til Minnesota Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 14:15 Rudy Gobert skilar boltanum í körfuna gegn Boston Getty Images Félagaskiptagluggi NBA deildarinnar heldur áfram og hver leikmannaskiptin á eftir öðrum eiga sér stað þessa dagana. Í gær var tilkynnt um leikmannaskipti sem geta haft talsverð áhrif á landslagið en einn af betri varnarmönnum deildarinnar, Rudy Gobert, var þá skipt frá Utah Jazz yfir til Minnesota Timberwolves. Eins og gengur og gerist í NBA deildinni þá ganga félagaskiptin oft út á það að leikmenn fari í skiptum fyrir hvern annan til liðanna sem koma við sögu þannig að launamál og ýmislegt annað gangi upp. Vistaskipti Gobert til Timberwolves eru þar engin undantekning en fimm leikmenn og fimm valréttir í nýliðavalinu fara yfir til Úlfanna. Þar á meðal eru leikmennirnir Malik Beasley og Patrick Beverly en sá síðarnefndi hefur verið þekktur fyrir mikinn og góðan varnarleik ásamt því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Varnarleikur Úlfanna ætti þó ekki að líða fyrir að missa Beverly til Utah en Rudy Gobert er talinn einn af betri varnarmönnum deildarinnar. Gobert hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar en einungis tveir leikmenn hafa verið valdir oftar en það eru þeir Ben Wallace, sem gerði garðinn frægann með Detroit Pistons á fyrstu árum þessarar aldar og Dikembe Mutombo sem spilaði lengst af með Denver Nuggets og Atlanta Hawks. Báðir hlutu þeir nafnbótina fjórum sinnum og hafa báðir verið innlimaðir í frægðarhöll körfuknattleiksins. Dwight Howard hefur svo einnig verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar þrisvar sinnum líkt og Gobert. Hjá Timberwolves eru fyrir þeir Karl-Anthony Towns, D´Angelo Russell, Anthony Edwards og Jaden McDaniels og ríkir mikil spenna hvernig Gobert passar inn með þessum leikmönnum en Towns, Edwards og Russell eru taldir mjög góðir sóknarmenn. NBA deildin hefst þann 19. október næstkomandi og verður spennandi að sjá hvaða áhrif þessi félagaskipti hafa á landslag deildarinnar. NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
Eins og gengur og gerist í NBA deildinni þá ganga félagaskiptin oft út á það að leikmenn fari í skiptum fyrir hvern annan til liðanna sem koma við sögu þannig að launamál og ýmislegt annað gangi upp. Vistaskipti Gobert til Timberwolves eru þar engin undantekning en fimm leikmenn og fimm valréttir í nýliðavalinu fara yfir til Úlfanna. Þar á meðal eru leikmennirnir Malik Beasley og Patrick Beverly en sá síðarnefndi hefur verið þekktur fyrir mikinn og góðan varnarleik ásamt því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Varnarleikur Úlfanna ætti þó ekki að líða fyrir að missa Beverly til Utah en Rudy Gobert er talinn einn af betri varnarmönnum deildarinnar. Gobert hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar en einungis tveir leikmenn hafa verið valdir oftar en það eru þeir Ben Wallace, sem gerði garðinn frægann með Detroit Pistons á fyrstu árum þessarar aldar og Dikembe Mutombo sem spilaði lengst af með Denver Nuggets og Atlanta Hawks. Báðir hlutu þeir nafnbótina fjórum sinnum og hafa báðir verið innlimaðir í frægðarhöll körfuknattleiksins. Dwight Howard hefur svo einnig verið valinn besti varnarmaður NBA deildarinnar þrisvar sinnum líkt og Gobert. Hjá Timberwolves eru fyrir þeir Karl-Anthony Towns, D´Angelo Russell, Anthony Edwards og Jaden McDaniels og ríkir mikil spenna hvernig Gobert passar inn með þessum leikmönnum en Towns, Edwards og Russell eru taldir mjög góðir sóknarmenn. NBA deildin hefst þann 19. október næstkomandi og verður spennandi að sjá hvaða áhrif þessi félagaskipti hafa á landslag deildarinnar.
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira