Þarf að tryggja hlutleysi dómara með ofgreiddum launum? Eva Hauksdóttir skrifar 2. júlí 2022 14:01 Fjársýsla ríkisins gerir mistök með þeim afleiðingum að laun upp á 105 milljónir eru ofgreidd. Fjársýslan hyggst krefja 260 hálaunamenn um endurgreiðslu, sem svarar um þriðjungi mánaðarlauna hvers og eins. Það er ekki við öðru að búast en að þeir sem krefja skal um endurgreiðslu mótmæli því. Ummæli Dómarafélags Íslands um atlögu að dómsvaldinu koma aftur á móti á óvart. Yfirlýsing stjórnar Dómarafélags Íslands mun hafa verið birt á persónulegu svæði formanns félagsins á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún virðist ekki hafa verið send fjölmiðlum sem fréttatilkynning og hana er ekki að finna á vef Dómarafélagsins. Yfirlýsingin hljóðar svo: Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Það er í fyrsta lagi áhyggjuefni að stjórn Dómarafélagsins skilji ekki muninn á kjaraskerðingu og leiðréttingu ofgreiddra launa. Þau laun sem dómarar og aðrir helstu embættismenn landsins hafa fengið greidd síðustu þrjú árin voru ekki í samræmi við löglega ákveðin kjör þeirra, hér er því ekki um kjaraskerðingu að ræða. (Hvort krafa um endurgreiðslu er réttmæt er allt annað mál og ekki til umræðu hér.) Dreamstime Stærra áhyggjuefni er þó sú afstaða stjórnarinnar að ákvörðun fjármálaráðherra vegi að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Hvað merkir þetta eiginlega? Á stjórn Dómarafélagsins við að þegar dómarar njóti ekki lengur góðs af mistökum ríkisins aukist hættan á því að þeir dæmi eftir einhverju öðru en lögunum? Já, svo virðist vera. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður félagsins, skýrir það nánar í sömu fésbókarfærslu með þessum orðum: Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Stjórn Dómarafélagsins álítur semsagt að þessi krafa um endurgreiðslu ofgreidds fjár bjóði heim hættunni á því að dómarar dæmi ríkinu í vil af ótta um að Bjarni Ben muni annars lækka launin þeirra. Hvernig sér stjórn Dómarafélagsins fyrir sér að fjármálaráðherra muni framfylgja þeirri hentistefnu? Telur stjórnin hættu á að laun allra dómara verði lækkuð í hvert sinn sem ríkið tapar dómsmáli eða er hættan sú að Bjarni láti lækka laun þess dómara sem kveður upp óvilhallan dóm hverju sinni? Til að kóróna allt talar stjórnin svo um að þessi "atlaga" framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Þessi orð lætur stjórnin falla réttri viku eftir að ríkið viðurkennir að hafa brotið gegn fjórtán manns með því hvernig framkvæmdavaldið stóð að skipun dómara í Landsrétt. Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af móðursýkislegum viðbrögðum Dómarafélagsins við fréttum af því að félagsmenn þess þurfi kannski að endurgreiða ríkinu sem svarar tíu daga launum en því að framkvæmdavaldið refsi dómurum með launalækkun. Við erum að tala um einhverja valdamestu og launahæstu stétt landsins, fólk sem er í betri aðstöðu til að sækja rétt sinn en nokkur annar hópur samfélagsins. Kannski ætti stjórn Dómarafélagsins að taka helgina í það að róa sig áður en hún fer fram á Facebook næst. Í alvöru talað; þú skáldar ekki þennan skít. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Eva Hauksdóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Fjársýsla ríkisins gerir mistök með þeim afleiðingum að laun upp á 105 milljónir eru ofgreidd. Fjársýslan hyggst krefja 260 hálaunamenn um endurgreiðslu, sem svarar um þriðjungi mánaðarlauna hvers og eins. Það er ekki við öðru að búast en að þeir sem krefja skal um endurgreiðslu mótmæli því. Ummæli Dómarafélags Íslands um atlögu að dómsvaldinu koma aftur á móti á óvart. Yfirlýsing stjórnar Dómarafélags Íslands mun hafa verið birt á persónulegu svæði formanns félagsins á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún virðist ekki hafa verið send fjölmiðlum sem fréttatilkynning og hana er ekki að finna á vef Dómarafélagsins. Yfirlýsingin hljóðar svo: Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Það er í fyrsta lagi áhyggjuefni að stjórn Dómarafélagsins skilji ekki muninn á kjaraskerðingu og leiðréttingu ofgreiddra launa. Þau laun sem dómarar og aðrir helstu embættismenn landsins hafa fengið greidd síðustu þrjú árin voru ekki í samræmi við löglega ákveðin kjör þeirra, hér er því ekki um kjaraskerðingu að ræða. (Hvort krafa um endurgreiðslu er réttmæt er allt annað mál og ekki til umræðu hér.) Dreamstime Stærra áhyggjuefni er þó sú afstaða stjórnarinnar að ákvörðun fjármálaráðherra vegi að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Hvað merkir þetta eiginlega? Á stjórn Dómarafélagsins við að þegar dómarar njóti ekki lengur góðs af mistökum ríkisins aukist hættan á því að þeir dæmi eftir einhverju öðru en lögunum? Já, svo virðist vera. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður félagsins, skýrir það nánar í sömu fésbókarfærslu með þessum orðum: Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Stjórn Dómarafélagsins álítur semsagt að þessi krafa um endurgreiðslu ofgreidds fjár bjóði heim hættunni á því að dómarar dæmi ríkinu í vil af ótta um að Bjarni Ben muni annars lækka launin þeirra. Hvernig sér stjórn Dómarafélagsins fyrir sér að fjármálaráðherra muni framfylgja þeirri hentistefnu? Telur stjórnin hættu á að laun allra dómara verði lækkuð í hvert sinn sem ríkið tapar dómsmáli eða er hættan sú að Bjarni láti lækka laun þess dómara sem kveður upp óvilhallan dóm hverju sinni? Til að kóróna allt talar stjórnin svo um að þessi "atlaga" framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Þessi orð lætur stjórnin falla réttri viku eftir að ríkið viðurkennir að hafa brotið gegn fjórtán manns með því hvernig framkvæmdavaldið stóð að skipun dómara í Landsrétt. Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af móðursýkislegum viðbrögðum Dómarafélagsins við fréttum af því að félagsmenn þess þurfi kannski að endurgreiða ríkinu sem svarar tíu daga launum en því að framkvæmdavaldið refsi dómurum með launalækkun. Við erum að tala um einhverja valdamestu og launahæstu stétt landsins, fólk sem er í betri aðstöðu til að sækja rétt sinn en nokkur annar hópur samfélagsins. Kannski ætti stjórn Dómarafélagsins að taka helgina í það að róa sig áður en hún fer fram á Facebook næst. Í alvöru talað; þú skáldar ekki þennan skít. Höfundur er lögmaður.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun