Fimm laus pláss í næstu umferð forkeppni HM í körfubolta Árni Jóhannsson skrifar 3. júlí 2022 13:30 Elvar Már flýgur í gegnum háloftin. Vísir/Hulda Margrét Eins og frægt er orðið þá eru Íslendingar komnir í næstu umferð forkeppni HM og gerði sigurinn á móti Hollandi að verkum að þeir fara með haug af stigum með sér á næsta stig. Ein umferð er eftir í undankeppninni og ræðst það í dag hvernig forkeppnin lítur út. Íslendingar eru á leiðinni í riðil með Spánverjum, Georgíumönnum og Úkraínumönnum en báðir þessir riðlar, G-riðill og H-riðill, eru ráðnir þó það eigi eftir að leik fjóra leiki samtals í báðum riðlum. Sömu sögu er að segja af A - riðli, B - riðli og E - riðli. Því hafa nú þegar 19 lið tryggt sér sæti í næstu umferð en átta lið munu berjast um síðustu fimm sætin í leikjum sem fara fram í dag, á morgun og í næstu viku. Í C - riðli eru Króatar í brasi en þeir hafa oftar en ekki staðið sig betur í körfubolta en þeir hafa unnið einn leik af fimm. Slóvenar og Finnar hafa tryggt sér farseðilinn í næstu umferð en Króatar berjast við Svía um síðasta sætið og nægir Svíum að vinna eða þá að Króatar tapi til að komast í næstu umferð. Króatar verða að vinna og treysta á að Svíþjóð tapi. Króatar taka á móti Finnum í dag og Svíar spila við Slóvena. Það er mikil spenna í D - riðli en þar hafa Þjóðverjar unnið sér inn rétt til að spila í næstu umferð og tróna á toppi riðilsins. Pólland, Ísrael og Eistland berjast um síðustu tvö sætin í næstu umferð. Pólland tryggir sæti sitt með sigri á Þjóðverjum. Ísraelar þurfa að vinnan eða að Póllandi tapi en þeir mæta Eistum en Eistum dugir einnig sigur eða tap hjá Póllandi til að komast áfram. Pólverjarnir því með sín örlög algjörlega í sínum höndum en öll liðin eru með sjö stig. Flóknust er staðan í F-riðli en þar er það öruggt að Litháar fara áfram í næstu umferð. Tékkland, Bosnía og Hersegóvína og Búlgaría berjast um síðustu sætin í næstu umferð. Tékkar og Bosníumenn eru með sjö stig og Búlgarar með sex stig og þurftu menn að rífa upp reiknivélarnar til að finna út hvernig liðin geta farið áfram. Tékkar fara áfram ef þeir vinna Litháa eða ef Búlgaría tapar fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Þá komast Tékkar áfram ef þeir tapa ef Búlgaría vinnur með 1-2 stigum eða með sex stigum eða meira. Bosnía og Hersegóvína fara áfram ef þeir vinna eða ef þeir tapa fyrir Búlgörum með fimm stigum eða minna. Þá komast þeir aftur ef þeir tapa með minna en níu stigum eða ef Tékkar vinna. Búlgaría fer áfram ef þeir vinna Bosníu og Hersegóvínu með 10 stigum eða meira. Búlgararnir komast einnig áfram ef þeir vinna með þremur stigum eða meira ef Tékkarnir tapa fyrir Litháen. Hægt er að skoða stöðuna í riðlunum, hvaða leikir eru eftir og hvernig landið liggur á vefsíðu FIBA með því að smella hér. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Íslendingar eru á leiðinni í riðil með Spánverjum, Georgíumönnum og Úkraínumönnum en báðir þessir riðlar, G-riðill og H-riðill, eru ráðnir þó það eigi eftir að leik fjóra leiki samtals í báðum riðlum. Sömu sögu er að segja af A - riðli, B - riðli og E - riðli. Því hafa nú þegar 19 lið tryggt sér sæti í næstu umferð en átta lið munu berjast um síðustu fimm sætin í leikjum sem fara fram í dag, á morgun og í næstu viku. Í C - riðli eru Króatar í brasi en þeir hafa oftar en ekki staðið sig betur í körfubolta en þeir hafa unnið einn leik af fimm. Slóvenar og Finnar hafa tryggt sér farseðilinn í næstu umferð en Króatar berjast við Svía um síðasta sætið og nægir Svíum að vinna eða þá að Króatar tapi til að komast í næstu umferð. Króatar verða að vinna og treysta á að Svíþjóð tapi. Króatar taka á móti Finnum í dag og Svíar spila við Slóvena. Það er mikil spenna í D - riðli en þar hafa Þjóðverjar unnið sér inn rétt til að spila í næstu umferð og tróna á toppi riðilsins. Pólland, Ísrael og Eistland berjast um síðustu tvö sætin í næstu umferð. Pólland tryggir sæti sitt með sigri á Þjóðverjum. Ísraelar þurfa að vinnan eða að Póllandi tapi en þeir mæta Eistum en Eistum dugir einnig sigur eða tap hjá Póllandi til að komast áfram. Pólverjarnir því með sín örlög algjörlega í sínum höndum en öll liðin eru með sjö stig. Flóknust er staðan í F-riðli en þar er það öruggt að Litháar fara áfram í næstu umferð. Tékkland, Bosnía og Hersegóvína og Búlgaría berjast um síðustu sætin í næstu umferð. Tékkar og Bosníumenn eru með sjö stig og Búlgarar með sex stig og þurftu menn að rífa upp reiknivélarnar til að finna út hvernig liðin geta farið áfram. Tékkar fara áfram ef þeir vinna Litháa eða ef Búlgaría tapar fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Þá komast Tékkar áfram ef þeir tapa ef Búlgaría vinnur með 1-2 stigum eða með sex stigum eða meira. Bosnía og Hersegóvína fara áfram ef þeir vinna eða ef þeir tapa fyrir Búlgörum með fimm stigum eða minna. Þá komast þeir aftur ef þeir tapa með minna en níu stigum eða ef Tékkar vinna. Búlgaría fer áfram ef þeir vinna Bosníu og Hersegóvínu með 10 stigum eða meira. Búlgararnir komast einnig áfram ef þeir vinna með þremur stigum eða meira ef Tékkarnir tapa fyrir Litháen. Hægt er að skoða stöðuna í riðlunum, hvaða leikir eru eftir og hvernig landið liggur á vefsíðu FIBA með því að smella hér.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira