Bæði Manchester-liðin vilja Gnabry Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 16:01 Serge Gnabry gæti verið á leið til Englands á nýjan leik. EPA-EFE/MATTHIAS BALK Serge Gnabry, framherji Bayern München og þýska landsliðsins, virðist fáanlegur fyrir rétta upphæð. Hann á ár eftir af samningi sínum í Bæjaralandi og renna bæði Manchester-liðin hýru auga til leikmannsins. Hinn 26 ára gamli Gnabry hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Bayern og virðist sem endurkoma til Englands gæti verið í kortunum. Gnabry spilaði með Arsenal á sínum yngri árum áður en hann hélt aftur til heimalandsins. Þar hefur hann getið af sér gott orð og verið mikilvægur hlekkur í sigurmaskínu Bayern á undanförnum árum. Enska götublaðið The Sun heldur því fram að bæði Englandsmeistarar Manchester City sem og Manchester United séu tilbúin að festa kaup á leikmanninum sem ku vera falur fyrir aðeins 35 milljónir punda þar sem Bayern vill ekki missa hann frítt næsta sumar. Mætti flokka það sem rán um hábjartan dag miðað við núverandi markað. Both Pep Guardiola and Erik ten Hag 'want to sign £35m Bayern Munich winger Serge Gnabry' https://t.co/zAotaLUBJw— MailOnline Sport (@MailSport) July 3, 2022 Pep Guardiola vill fá Gnabry til Man City til að fylla skarð Raheem Sterling sem virðist vera á leið til Chelsea í leit að meiri spiltíma. Sá þýski getur spilað á báðum vængjum eða sem fremsti maður og ætti því að nýtast liði Guardiola vel. Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill auka gæðin sem og breiddina í sóknarlínu Rauðu djöflanna. Gnabry myndi gera bæði sem og hann yrði þetta stóra nafn sem Man United virðist reyna kaupa hvert sumar. Bayern vill halda Gnabry í sínum röðum og bauð félagið honum 200 þúsund pund í vikulaun til að vera áfram. Leikmaðurinn neitaði og miðað við hvað Manchester-liðin borga mönnum oft á tíðum í laun gæti sú tala hækkað verulega færi Gnabry sig yfir til Bretlandseyja. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Gnabry hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Bayern og virðist sem endurkoma til Englands gæti verið í kortunum. Gnabry spilaði með Arsenal á sínum yngri árum áður en hann hélt aftur til heimalandsins. Þar hefur hann getið af sér gott orð og verið mikilvægur hlekkur í sigurmaskínu Bayern á undanförnum árum. Enska götublaðið The Sun heldur því fram að bæði Englandsmeistarar Manchester City sem og Manchester United séu tilbúin að festa kaup á leikmanninum sem ku vera falur fyrir aðeins 35 milljónir punda þar sem Bayern vill ekki missa hann frítt næsta sumar. Mætti flokka það sem rán um hábjartan dag miðað við núverandi markað. Both Pep Guardiola and Erik ten Hag 'want to sign £35m Bayern Munich winger Serge Gnabry' https://t.co/zAotaLUBJw— MailOnline Sport (@MailSport) July 3, 2022 Pep Guardiola vill fá Gnabry til Man City til að fylla skarð Raheem Sterling sem virðist vera á leið til Chelsea í leit að meiri spiltíma. Sá þýski getur spilað á báðum vængjum eða sem fremsti maður og ætti því að nýtast liði Guardiola vel. Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill auka gæðin sem og breiddina í sóknarlínu Rauðu djöflanna. Gnabry myndi gera bæði sem og hann yrði þetta stóra nafn sem Man United virðist reyna kaupa hvert sumar. Bayern vill halda Gnabry í sínum röðum og bauð félagið honum 200 þúsund pund í vikulaun til að vera áfram. Leikmaðurinn neitaði og miðað við hvað Manchester-liðin borga mönnum oft á tíðum í laun gæti sú tala hækkað verulega færi Gnabry sig yfir til Bretlandseyja.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira