Nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2022 16:31 Stephen Curry og sonur hans Canon mættu um helgina á leik Golden State Warriors og Sacramento Kings í Sumardeild NBA. Getty/Scott Strazzante Stephen Curry fetaði í fótspor föður síns og varð stjarna í NBA-deildinni í körfubolta. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina verið duglegir að rifja upp mynd sem var tekin af þeim feðgum þegar Steph var fjögurra ára. Nú hefur Steph „endurtekið“ leikinn. Ljósmyndarar náðu nefnilega mynd af Stephen Curry með ungum syni sínum Canon Curry á körfuboltaleik á dögunum og þá voru minnugir fljótir að bera hana saman við myndina sem var tekin fyrir þrjátíu árum síðan. Úr varð þá mögulega nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni en hana má sjá hér fyrir neðan. 30 YEARS APART!!! (1992) Dell Curry with his 4-year old son Stephen Curry (2022) Stephen Curry with his 4-year old son Canon Curry #NBAReact Zeus Posted by NBA REACT on Sunnudagur, 3. júlí 2022 Canon Curry (fæddur 2018) er þriðja barn þeirra Steph og Ayeshu Curry en fyrir áttu þau stelpurnar Riley (2012) og Ryan (2015). Steph var að klára frábært tímabil þar sem hann varð NBA-meistari í fjórða sinn með liði Golden State Warriors og var nú í fyrsta sinn kosinn besti leikmaður úrslitaeinvígsins. Steph er nú búinn að spila 826 deildarleiki í NBA-deildinni og er með 24,3 stig, 6,5 stoðsendingare og 3,8 þriggja stiga körfur að meðaltali í þeim. Hann hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur annar í deildinni eða alls 3117 talsins. Steph var með 31,2 stig, 5,0 stoðsendingar og 5,2 þrista í leik í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Dell Curry, faðir Steph, spilaði 1083 deildarleiki í NBA-deildinni frá 1986 til 2002 en byrjaði þó aðeins 99 af þessum leikjum. Hann skoraði 11,7 stig að meðaltali í þessum leikjum og setti niður 1245 þriggja stiga skot. Dell spilaði með fimm félögum í deildinni en tíu af sextán tímabilum sínum með liði Charlotte Hornets. Steph Curry fæddist í Cleveland í mars 1988 þegar Dell faðir hans var á sínu eina tímabili með Cleveland Cavaliers. NBA Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Ljósmyndarar náðu nefnilega mynd af Stephen Curry með ungum syni sínum Canon Curry á körfuboltaleik á dögunum og þá voru minnugir fljótir að bera hana saman við myndina sem var tekin fyrir þrjátíu árum síðan. Úr varð þá mögulega nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni en hana má sjá hér fyrir neðan. 30 YEARS APART!!! (1992) Dell Curry with his 4-year old son Stephen Curry (2022) Stephen Curry with his 4-year old son Canon Curry #NBAReact Zeus Posted by NBA REACT on Sunnudagur, 3. júlí 2022 Canon Curry (fæddur 2018) er þriðja barn þeirra Steph og Ayeshu Curry en fyrir áttu þau stelpurnar Riley (2012) og Ryan (2015). Steph var að klára frábært tímabil þar sem hann varð NBA-meistari í fjórða sinn með liði Golden State Warriors og var nú í fyrsta sinn kosinn besti leikmaður úrslitaeinvígsins. Steph er nú búinn að spila 826 deildarleiki í NBA-deildinni og er með 24,3 stig, 6,5 stoðsendingare og 3,8 þriggja stiga körfur að meðaltali í þeim. Hann hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur annar í deildinni eða alls 3117 talsins. Steph var með 31,2 stig, 5,0 stoðsendingar og 5,2 þrista í leik í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Dell Curry, faðir Steph, spilaði 1083 deildarleiki í NBA-deildinni frá 1986 til 2002 en byrjaði þó aðeins 99 af þessum leikjum. Hann skoraði 11,7 stig að meðaltali í þessum leikjum og setti niður 1245 þriggja stiga skot. Dell spilaði með fimm félögum í deildinni en tíu af sextán tímabilum sínum með liði Charlotte Hornets. Steph Curry fæddist í Cleveland í mars 1988 þegar Dell faðir hans var á sínu eina tímabili með Cleveland Cavaliers.
NBA Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira