Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2022 13:46 Mynd af vettvangi sýnir vopnaðan mann inni í Field's-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. MAHDI AL WAZNI Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag sem tók ákvörðun um að skýrslutaka og málflutningur fyrir dómi skyldi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Að málflutningi loknum var fjölmiðlum hleypt inn í dómsalinn þar sem dómarinn kvað upp úrskurð sinn. Sagðist dómarinn telja að sönnunargögn í málinu bentu til sektar mannsins. Þá teldi hann líkur á því að maðurinn myndi halda áfram að brjóta af sér ef hann yrði látinn laus, auk þess sem hætta væri á því að hann myndi reyna að hafa áhrif á framvindu rannsóknar málsins með því að spilla sönnunargögnum. Yfirheyrður að nýju Við ákvörðun sína lagði dómari sérstaka áherslu á myndbönd, ljósmyndir viðtöl við vitni og þá staðreynd að maðurinn var vopnaður riffli þegar hann var handtekinn. Taldi hann þessi atriði benda til sektar mannsins. Maðurinn verður nú yfirheyrður að nýju, auk þess sem fjölskylda hans og vinir verða boðuð í skýrslutöku. Þá verða aftur teknar skýrslur af vitnum. Talinn einn að verki Dómari hefur bannað nafnbirtingu þess ákærða og þeirra tíu fórnarlamba sem nefnd eru í ákærunni á hendur honum. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp og sjö tilraunir til manndráps. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur þó greint frá því að maðurinn sé danskur og að hann hafi átt við geðræn veikindi að stríða, auk þess sem lögregla hafi þekkt til hans. Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki og ekki átt sér vitorðsmenn. Þá er hann talinn hafa valið sér fórnarlömb af handahófi inni í verslunarmiðstöðinni en árásin er ekki rannsökuð sem hryðjuverkaárás. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag sem tók ákvörðun um að skýrslutaka og málflutningur fyrir dómi skyldi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Að málflutningi loknum var fjölmiðlum hleypt inn í dómsalinn þar sem dómarinn kvað upp úrskurð sinn. Sagðist dómarinn telja að sönnunargögn í málinu bentu til sektar mannsins. Þá teldi hann líkur á því að maðurinn myndi halda áfram að brjóta af sér ef hann yrði látinn laus, auk þess sem hætta væri á því að hann myndi reyna að hafa áhrif á framvindu rannsóknar málsins með því að spilla sönnunargögnum. Yfirheyrður að nýju Við ákvörðun sína lagði dómari sérstaka áherslu á myndbönd, ljósmyndir viðtöl við vitni og þá staðreynd að maðurinn var vopnaður riffli þegar hann var handtekinn. Taldi hann þessi atriði benda til sektar mannsins. Maðurinn verður nú yfirheyrður að nýju, auk þess sem fjölskylda hans og vinir verða boðuð í skýrslutöku. Þá verða aftur teknar skýrslur af vitnum. Talinn einn að verki Dómari hefur bannað nafnbirtingu þess ákærða og þeirra tíu fórnarlamba sem nefnd eru í ákærunni á hendur honum. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp og sjö tilraunir til manndráps. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur þó greint frá því að maðurinn sé danskur og að hann hafi átt við geðræn veikindi að stríða, auk þess sem lögregla hafi þekkt til hans. Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki og ekki átt sér vitorðsmenn. Þá er hann talinn hafa valið sér fórnarlömb af handahófi inni í verslunarmiðstöðinni en árásin er ekki rannsökuð sem hryðjuverkaárás.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18
Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent