Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2022 16:01 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. Í síðasta mánuði var greint frá því að um 65 prósent landsmanna teldu hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands, samkvæmt könnun Maskínu. Þá hefur framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sömuleiðis sagt hvalveiðar skaðlegar orðspori Íslands á alþjóðavísu. Það hefur ferðamálastjóri einnig gert. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum sagðist Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra ekki telja að þörf væri á breytingum. „Þær hvalveiðar sem við stundum eru byggðar á vísindalegum forsendum, ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar, og eins og staðan er í dag þá tel ég að við eigum ekki að gera breytingar. En um leið og við sjáum að þessum hagsmunum ferðaþjónustunnar sé ógnað eða teflt í tvísýnu, þá eigum við að staldra við og endurskoða stöðuna,“ sagði Lilja. Ferðamönnum sem koma hingað til lands hafi fjölgað og raunar hafi fleiri þeirra lagt leið sína til Íslands en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Mikilvægt að meta hvort staldra eigi við Lilja sagðist þó meðvituð um að margir hefðu afar sterkar skoðanir á hvalveiðum. „Þetta er alltaf hagsmunamat og eins og staðan er í dag þá er fjöldi ferðamanna sem kemur, en við erum alltaf á vaktinni varðandi þetta mál.“ Aðspurð um sína persónulegu skoðun á hvalveiðum við Íslandsstrendur sagðist Lilja ekki ætla að þykjast geta gefið betri ráðleggingar en Hafrannsóknarstofnun. „Hins vegar hefði ég mjög sterkar skoðanir á því, ef við myndum sjá að þetta væri farið að tefla hagsmunum ferðaþjónustunnar í tvísýnu. Þá, út frá þjóðhagslegum hagsmunum, tel ég að við ættum að staldra við,“ sagði Lilja. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Í síðasta mánuði var greint frá því að um 65 prósent landsmanna teldu hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands, samkvæmt könnun Maskínu. Þá hefur framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sömuleiðis sagt hvalveiðar skaðlegar orðspori Íslands á alþjóðavísu. Það hefur ferðamálastjóri einnig gert. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum sagðist Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra ekki telja að þörf væri á breytingum. „Þær hvalveiðar sem við stundum eru byggðar á vísindalegum forsendum, ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar, og eins og staðan er í dag þá tel ég að við eigum ekki að gera breytingar. En um leið og við sjáum að þessum hagsmunum ferðaþjónustunnar sé ógnað eða teflt í tvísýnu, þá eigum við að staldra við og endurskoða stöðuna,“ sagði Lilja. Ferðamönnum sem koma hingað til lands hafi fjölgað og raunar hafi fleiri þeirra lagt leið sína til Íslands en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Mikilvægt að meta hvort staldra eigi við Lilja sagðist þó meðvituð um að margir hefðu afar sterkar skoðanir á hvalveiðum. „Þetta er alltaf hagsmunamat og eins og staðan er í dag þá er fjöldi ferðamanna sem kemur, en við erum alltaf á vaktinni varðandi þetta mál.“ Aðspurð um sína persónulegu skoðun á hvalveiðum við Íslandsstrendur sagðist Lilja ekki ætla að þykjast geta gefið betri ráðleggingar en Hafrannsóknarstofnun. „Hins vegar hefði ég mjög sterkar skoðanir á því, ef við myndum sjá að þetta væri farið að tefla hagsmunum ferðaþjónustunnar í tvísýnu. Þá, út frá þjóðhagslegum hagsmunum, tel ég að við ættum að staldra við,“ sagði Lilja.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48
Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56
Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49