Mokveiði í Frostastaðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2022 09:00 Það fá allir fisk í Frostastaðavatni Hálendisveiðin er komin í fullan gang og veiðimenn fjölmenna við vötnin á hálendinu og það er ekki annað að heyra en að veiðin sé góð. Vötnin á Syðri Fjallabak fá ekki nærri því jafn mikla heimsókn eins og systurvötnin Veiðivötn en veiðin þar síðust daga hefur verið mjög góð. Þau sem eru mest veidd eru til dæmis Blautaver, Dómadalsvatn, Eskihlíðarvatn og svo Frostastaðavatn en það síðast nefnda hefur verið nokkuð þjáð undanfarin ár því vatnið hefur verið ofsetið af bleikju. Bleikjan hefur verið lítil og rosalega horuð þannig að það er lítið hægt að gera við hana. Í gær voru fjórir veiðimenn við austanvert vatnið og náðu þeir líklega um 100 bleikjum á 3-4 tímum en það sem meira er að bleikjan sem var að veiðast var alls ekki horuð. Það er ennþá töluvert smælki að veiðast en af þessum 100 bleikjum voru fimm yfir þrjú pund og líklega um helmingur af rest rétt undir og yfir einu pundi. Bleikjan er mjg tökuglöð og það er frábært að fara með unga veiðimenn í vatnið á góðum degi því það er eiginlega vonlaust að fá ekki fisk. Frostastaðavatn er í Veiðikortinu. Veiðimenn eru beðnir um að drepa allan fisk til að halda grisjun áfram. Vegurinn að Frostastaðavatni er ekkert sérstakur en fólksbílafær engu að síður en ökumenn eru engu að síður beðnir um að fara varlega. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Vatnaveiðin farin af stað Veiði Veiðin gengur vel í Elliðaánum Veiði Síðustu fjögur holl með yfir 100 laxa í Langá Veiði Mikill viðsnúningur í Laxá í Dölum Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hörður með gott stórlaxasumar Veiði Risaganga í Hrútafjarðará - vatn í sögulegu lágmarki Veiði
Vötnin á Syðri Fjallabak fá ekki nærri því jafn mikla heimsókn eins og systurvötnin Veiðivötn en veiðin þar síðust daga hefur verið mjög góð. Þau sem eru mest veidd eru til dæmis Blautaver, Dómadalsvatn, Eskihlíðarvatn og svo Frostastaðavatn en það síðast nefnda hefur verið nokkuð þjáð undanfarin ár því vatnið hefur verið ofsetið af bleikju. Bleikjan hefur verið lítil og rosalega horuð þannig að það er lítið hægt að gera við hana. Í gær voru fjórir veiðimenn við austanvert vatnið og náðu þeir líklega um 100 bleikjum á 3-4 tímum en það sem meira er að bleikjan sem var að veiðast var alls ekki horuð. Það er ennþá töluvert smælki að veiðast en af þessum 100 bleikjum voru fimm yfir þrjú pund og líklega um helmingur af rest rétt undir og yfir einu pundi. Bleikjan er mjg tökuglöð og það er frábært að fara með unga veiðimenn í vatnið á góðum degi því það er eiginlega vonlaust að fá ekki fisk. Frostastaðavatn er í Veiðikortinu. Veiðimenn eru beðnir um að drepa allan fisk til að halda grisjun áfram. Vegurinn að Frostastaðavatni er ekkert sérstakur en fólksbílafær engu að síður en ökumenn eru engu að síður beðnir um að fara varlega.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Vatnaveiðin farin af stað Veiði Veiðin gengur vel í Elliðaánum Veiði Síðustu fjögur holl með yfir 100 laxa í Langá Veiði Mikill viðsnúningur í Laxá í Dölum Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hörður með gott stórlaxasumar Veiði Risaganga í Hrútafjarðará - vatn í sögulegu lágmarki Veiði