Íslenski markaðurinn hóflegur í júní en sá kínverski í stórsókn Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2022 11:48 Samkvæmt Hagsjánni lækkaði íslenski markaðurinn einna minnst í júní, um 2,1 prósent. Hlutabréfamarkaðir allra helstu viðskiptalanda Íslands lækkuðu í júní, nema sá kínverski. Vísir/Hanna Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,1 prósent í júní samanborið við 9,9 prósent lækkun í maí þegar öll félög markaðarins lækkuðu í verði. Sjö af tuttugu þeirra félaga sem skráð voru í byrjun mánaðar hækkuðu í verði, eitt stendur í stað og tólf lækka. Þrjú félög voru skráð í Kauphöllina í júní; Ölgerðin, Nova og Alvotech sem var tekið á markað í New York. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Markaðurinn sé því hóflegri en hann hefur verið. Íslenski markaðurinn lækki einna minnst í júní samkvæmt heildarvísitölu OMX1 en hlutabréfamarkaðir allra helstu viðskiptalanda Íslands hafi lækkað í júní nema sá kínverski. Fjármálafyrirtæki, bankar og tryggingafélög sigli lygnan sjó Þegar litið sé til einstakra félaga á markaðnum hafi hlutabréf í Sýn hækkað áberandi mest. Þau hafi hækkað um 16 prósent í byrjun júní, um það leyti sem Nova kynnti fjárfestum skráningu sína á markað. Hlutabréf Skeljungs hækkuðu um fimm prósent og hafa hækkað mest allra félaga frá áramótum, um tæp 19 prósent. Erfitt sé þó að greina mynstur í því hvernig félög hækka og lækka í verði en það megi samt segja að fjármálafyrirtæki, bankar og tryggingafélög sigli lygnan sjó. Íslandsbanki hafi hækkað í júní um 2,6 prósent en Arion banki og Kvika banki hafi lækkað um sirka 3 prósent. Þá hafi bæði Marel og Iceland Seafood hækkað í júní en verð félaganna frá áramótum hafi hins vegar lækkað um meira en 30 prósent. Lækkunin hafi verið mest á hlutabréfum Origo, um 12 prósent. Þá lækkuðu hlutabréf Brims, Eimskips og Icelandair öll á bilinu 7,6 til 8,9 prósent. Þessi þrjú félög eigi það sameiginlegt að hafa tekjur í erlendri mynt. Íslenski markaðurinn lækki einna minnst en sá kínverski í sókn Samkvæmt Hagsjánni lækkaði íslenski markaðurinn einna minnst í júní, um 2,1 prósent, samkvæmt heildarvísitölu OMX1. Hlutabréfamarkaðir allra helstu viðskiptalanda Íslands hafi lækkað í júní, nema sá kínverski, en þar sé um að ræða mestu hækkun hlutabréfa í tæp tvö ár. Fjárfestar áætli að efnahagsáfall sífelldra lokanna vegna Covid-faraldurs sé afstaðið en sóttkví ferðamanna til Kína var nýverið stytt úr tveimur vikum í eina. Lækkunin á íslenska markaðnum hafi verið talsvert minni en á öðrum mörkuðum sem lækkuðu meira. Af Norðurlöndunum lækkaði sænski markaðurinn mest, eða um 11,8 prósent. Mesta lækkunin meðal helstu viðskiptalanda Íslands hafi verið í Þýskalandi þar sme markaðurinn lækkaði um 14,5 prósent í júní. Fylgni á verði innlendra og erlendra hlutabréfa aukist Verð á íslenskum hlutabréfamarkaði virðist að undanförnu lækka í takt við lækkanir á erlendum hlutabréfamörkuðum í auknum mæli, þrátt fyrir væntingar um ágætan hagvöxt næstu ár og fréttir af góðri afkomu fyrirtækja. Fylgnin hafi flökt nokkuð á árunum 2017 til 2020 en hafi aukist hratt þegar faraldurinn brast á, þar sem svipaðra áhrifa gætti milli landa. Í byrjun árs 2021 hafi fylgnin farið lækkandi, rokið aftur upp með innrás Rússa í Úkraínu en virðist nú vera á niðurleið. Tólf mánaða ávöxtun orðin neikvæð víðast hvar Þá segir í Hagsjánni að ársbreytingar hlutabréfamarkaða séu orðnar neikvæðar í öllum samanburðarlöndum, nema í Noregi þar sem ársávöxtunin sé enn 11,5 prósent. Ávöxtunin síðustu tólf mánuði sé í fyrsta skiptið í langan tíma komin niður fyrir núll á íslenskum markaði en sömu, og ýktari, sögu sé að segja af öllum öðrum mörkuðum. Í Þýskalandi nálgist lækkun ársins fjórðung og í Svíþjóð nálgist hún fimmtung. Bandarískur hlutabréfamarkaður hafi einnig lækkað nokkuð en á ársgrundvelli nemi lækkunin 11,9 prósent. Efnahagsmál Kauphöllin Kína Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Markaðurinn sé því hóflegri en hann hefur verið. Íslenski markaðurinn lækki einna minnst í júní samkvæmt heildarvísitölu OMX1 en hlutabréfamarkaðir allra helstu viðskiptalanda Íslands hafi lækkað í júní nema sá kínverski. Fjármálafyrirtæki, bankar og tryggingafélög sigli lygnan sjó Þegar litið sé til einstakra félaga á markaðnum hafi hlutabréf í Sýn hækkað áberandi mest. Þau hafi hækkað um 16 prósent í byrjun júní, um það leyti sem Nova kynnti fjárfestum skráningu sína á markað. Hlutabréf Skeljungs hækkuðu um fimm prósent og hafa hækkað mest allra félaga frá áramótum, um tæp 19 prósent. Erfitt sé þó að greina mynstur í því hvernig félög hækka og lækka í verði en það megi samt segja að fjármálafyrirtæki, bankar og tryggingafélög sigli lygnan sjó. Íslandsbanki hafi hækkað í júní um 2,6 prósent en Arion banki og Kvika banki hafi lækkað um sirka 3 prósent. Þá hafi bæði Marel og Iceland Seafood hækkað í júní en verð félaganna frá áramótum hafi hins vegar lækkað um meira en 30 prósent. Lækkunin hafi verið mest á hlutabréfum Origo, um 12 prósent. Þá lækkuðu hlutabréf Brims, Eimskips og Icelandair öll á bilinu 7,6 til 8,9 prósent. Þessi þrjú félög eigi það sameiginlegt að hafa tekjur í erlendri mynt. Íslenski markaðurinn lækki einna minnst en sá kínverski í sókn Samkvæmt Hagsjánni lækkaði íslenski markaðurinn einna minnst í júní, um 2,1 prósent, samkvæmt heildarvísitölu OMX1. Hlutabréfamarkaðir allra helstu viðskiptalanda Íslands hafi lækkað í júní, nema sá kínverski, en þar sé um að ræða mestu hækkun hlutabréfa í tæp tvö ár. Fjárfestar áætli að efnahagsáfall sífelldra lokanna vegna Covid-faraldurs sé afstaðið en sóttkví ferðamanna til Kína var nýverið stytt úr tveimur vikum í eina. Lækkunin á íslenska markaðnum hafi verið talsvert minni en á öðrum mörkuðum sem lækkuðu meira. Af Norðurlöndunum lækkaði sænski markaðurinn mest, eða um 11,8 prósent. Mesta lækkunin meðal helstu viðskiptalanda Íslands hafi verið í Þýskalandi þar sme markaðurinn lækkaði um 14,5 prósent í júní. Fylgni á verði innlendra og erlendra hlutabréfa aukist Verð á íslenskum hlutabréfamarkaði virðist að undanförnu lækka í takt við lækkanir á erlendum hlutabréfamörkuðum í auknum mæli, þrátt fyrir væntingar um ágætan hagvöxt næstu ár og fréttir af góðri afkomu fyrirtækja. Fylgnin hafi flökt nokkuð á árunum 2017 til 2020 en hafi aukist hratt þegar faraldurinn brast á, þar sem svipaðra áhrifa gætti milli landa. Í byrjun árs 2021 hafi fylgnin farið lækkandi, rokið aftur upp með innrás Rússa í Úkraínu en virðist nú vera á niðurleið. Tólf mánaða ávöxtun orðin neikvæð víðast hvar Þá segir í Hagsjánni að ársbreytingar hlutabréfamarkaða séu orðnar neikvæðar í öllum samanburðarlöndum, nema í Noregi þar sem ársávöxtunin sé enn 11,5 prósent. Ávöxtunin síðustu tólf mánuði sé í fyrsta skiptið í langan tíma komin niður fyrir núll á íslenskum markaði en sömu, og ýktari, sögu sé að segja af öllum öðrum mörkuðum. Í Þýskalandi nálgist lækkun ársins fjórðung og í Svíþjóð nálgist hún fimmtung. Bandarískur hlutabréfamarkaður hafi einnig lækkað nokkuð en á ársgrundvelli nemi lækkunin 11,9 prósent.
Efnahagsmál Kauphöllin Kína Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent