Uppselt á Old Trafford þar sem England hefur leik á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2022 13:31 Lauren Hemp og Leah Williamson skemmta sér konunglega á æfingu. Þær eru hluti af einstaklega spennandi landsliði Englands. Lynne Cameron/Getty Images Það er gríðarleg spenna fyrir Evrópumóti kvenna í fótbolta sem hefst síðar í dag þegar England mætir Austurríki á Old Trafford. Uppselt er á leikinn og er Englendingurinn þegar farinn að velta fyrir sér, er hann að koma heim? Þegar kemur að fótbolta eru fáar þjóðir jafn fljótar að fara fram úr sér og Englendingar. Eftir frábæran árangur Englands á Evrópumóti karla síðasta sumar þá er spennan gríðarleg fyrir komandi Evrópumóti kvenna. Ekki er nóg með að mótið fari fram í Englandi heldur er uppselt á Old Trafford, heimavöll Manchester United, og samkvæmt Opta er England líklegasti sigurvegari mótsins ásamt Frakklandi. Grab yourself some paracetamol, as there's a case of Euro 2022 FEVER today. Ahead of England vs. Austria tonight, check out all out our #WEURO2022 preview content. Group previews. Tournament predictions. Players to watch. — The Analyst (@OptaAnalyst) July 6, 2022 Sem stendur eru 19 prósent líkur að England sigri Evrópumótið. Liðið hefur verið hreint út sagt frábært í undankeppni HM 2023 og virðist sem ráðningin á hinni hollensku Sarina Wiegman hafi verið besta ákvörðun enska knattspyrnusambandsins í fleiri ár. Hin 52 ára Wiegman er þaulreynd og hefur gert enska liðið að ógnarsterku liði sem er til alls líklegt. Liðið býr yfir mikilli reynslu í leikmönnum á borð við Millie Bright, Lucy Bronze, Fran Kirby og Ellen White. Að sama skapi er liðið fullt af gríðarlega efnilegum og hæfileikaríkum leikmönnum, má þar nefna Lauren Hemp, Alessia Russo og Georgia Stanway. England leikur í A-riðli ásamt Austurríki, Noregi og Norður-Írlandi. Mótið hefst fyrir framan rúmlega 70 þúsund manns á Old Trafford í Manchester þegar England tekur á móti Austurríki. Það er gríðarleg spenna fyrir mótinu í Englandi og er enska þjóðin þegar farin að syngja með laginu „Three Lions“ eða eins og það er betur þekkt: „Football´s Coming Home.“ Nú er bara að bíða og sjá hvort England standi sig á stóra svðinu eða geri í buxurnar eins og svo oft áður þegar pressan er hvað mest. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Þegar kemur að fótbolta eru fáar þjóðir jafn fljótar að fara fram úr sér og Englendingar. Eftir frábæran árangur Englands á Evrópumóti karla síðasta sumar þá er spennan gríðarleg fyrir komandi Evrópumóti kvenna. Ekki er nóg með að mótið fari fram í Englandi heldur er uppselt á Old Trafford, heimavöll Manchester United, og samkvæmt Opta er England líklegasti sigurvegari mótsins ásamt Frakklandi. Grab yourself some paracetamol, as there's a case of Euro 2022 FEVER today. Ahead of England vs. Austria tonight, check out all out our #WEURO2022 preview content. Group previews. Tournament predictions. Players to watch. — The Analyst (@OptaAnalyst) July 6, 2022 Sem stendur eru 19 prósent líkur að England sigri Evrópumótið. Liðið hefur verið hreint út sagt frábært í undankeppni HM 2023 og virðist sem ráðningin á hinni hollensku Sarina Wiegman hafi verið besta ákvörðun enska knattspyrnusambandsins í fleiri ár. Hin 52 ára Wiegman er þaulreynd og hefur gert enska liðið að ógnarsterku liði sem er til alls líklegt. Liðið býr yfir mikilli reynslu í leikmönnum á borð við Millie Bright, Lucy Bronze, Fran Kirby og Ellen White. Að sama skapi er liðið fullt af gríðarlega efnilegum og hæfileikaríkum leikmönnum, má þar nefna Lauren Hemp, Alessia Russo og Georgia Stanway. England leikur í A-riðli ásamt Austurríki, Noregi og Norður-Írlandi. Mótið hefst fyrir framan rúmlega 70 þúsund manns á Old Trafford í Manchester þegar England tekur á móti Austurríki. Það er gríðarleg spenna fyrir mótinu í Englandi og er enska þjóðin þegar farin að syngja með laginu „Three Lions“ eða eins og það er betur þekkt: „Football´s Coming Home.“ Nú er bara að bíða og sjá hvort England standi sig á stóra svðinu eða geri í buxurnar eins og svo oft áður þegar pressan er hvað mest.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira