Rétturinn til að safna drasli Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 6. júlí 2022 14:30 Hver kannast ekki við nágrannan sem safnar bílum, tjaldvögnum eða öðru dóti inn á sína lóð? Oftar en ekki nægir viðkomandi ekki að safna inn á sína eigin lóð heldur leggur hann undir sig sameiginlega lóð við fjölbýlishús. Til að byrja með er þessi söfnun að mestu saklaus. Bíll með bilaðri sjálfskiptingu mun komast á lappirnar, en síðan líða mánuðirnir og jafnvel árin og aldrei kemst blessaður bílinn á lappirnar aftur. Það er til fullt af fólki sem á marga bíla í misjöfnu ástandi en flest af því fólki geymir slíka hluti í iðnaðar eða öðru geymslu húsnæði eða á lokuðu svæði. En svo eru til þeir einstaklingar sem ekki láta nægja að angra næstu nágranna hvort sem þeir búa í einbýli eða fjölbýli, þeir einfaldlega dreifa draslinu sínu þar sem þeir finna laust svæði til. Til að mynda er búin að standa ónýt Toyota bifreið af undir gerðinni Aygo í á 3 ár á slíku svæði nálægt þar sem ég bý. Til að byrja með var bílinn sennilega „aðeins“ bilaður en fyrir um hálfu ári voru allar rúður brotnar í bifreiðinni. Hún er því hættuleg en samt sem áður situr hún á sínum bletti þó allir viti að hún sé aðeins efni í brotajárn. En það er alveg sama þó maður tuði í hausnum á sér „Aygo-you go“, því fleiri slíkar ryðbeyglur dúkka upp kollinum hér og þar öllum til ama. En hvað er þá til ráða. Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra svaraði Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa á Akureyri í grein sem birtist á Akureyri.net. Þar bendir Alfreð á ákveðna hluti sem ekki eru til í vopnabúri Heilbrigðiseftirlits en þyrftu að vera það. Sjálfur get ég tekið undir með þeim báðum og tel einbúið að Samband Íslenskra sveitarfélaga rýni reglur einstakra sveitarfélaga og komi með tillögur sem öll sveitarfélög geti þá innleitt. Vilji einstaka sveitarfélög ganga enn lengra og gera sitt umhverfi enn fallegra þá gætu þau sett viðbótar reglur í því sambandi. Ég tek það fram að ég styð eignarrétt einstaklinga alla leið. En ef þú hefur ekki pláss fyrir draslið þitt, ekki þvinga því þá upp á næsta nágranna eða bæjarbúa. Höfundur er 4. varabæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og aðalmaður í Hafnarstjórn Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við nágrannan sem safnar bílum, tjaldvögnum eða öðru dóti inn á sína lóð? Oftar en ekki nægir viðkomandi ekki að safna inn á sína eigin lóð heldur leggur hann undir sig sameiginlega lóð við fjölbýlishús. Til að byrja með er þessi söfnun að mestu saklaus. Bíll með bilaðri sjálfskiptingu mun komast á lappirnar, en síðan líða mánuðirnir og jafnvel árin og aldrei kemst blessaður bílinn á lappirnar aftur. Það er til fullt af fólki sem á marga bíla í misjöfnu ástandi en flest af því fólki geymir slíka hluti í iðnaðar eða öðru geymslu húsnæði eða á lokuðu svæði. En svo eru til þeir einstaklingar sem ekki láta nægja að angra næstu nágranna hvort sem þeir búa í einbýli eða fjölbýli, þeir einfaldlega dreifa draslinu sínu þar sem þeir finna laust svæði til. Til að mynda er búin að standa ónýt Toyota bifreið af undir gerðinni Aygo í á 3 ár á slíku svæði nálægt þar sem ég bý. Til að byrja með var bílinn sennilega „aðeins“ bilaður en fyrir um hálfu ári voru allar rúður brotnar í bifreiðinni. Hún er því hættuleg en samt sem áður situr hún á sínum bletti þó allir viti að hún sé aðeins efni í brotajárn. En það er alveg sama þó maður tuði í hausnum á sér „Aygo-you go“, því fleiri slíkar ryðbeyglur dúkka upp kollinum hér og þar öllum til ama. En hvað er þá til ráða. Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra svaraði Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa á Akureyri í grein sem birtist á Akureyri.net. Þar bendir Alfreð á ákveðna hluti sem ekki eru til í vopnabúri Heilbrigðiseftirlits en þyrftu að vera það. Sjálfur get ég tekið undir með þeim báðum og tel einbúið að Samband Íslenskra sveitarfélaga rýni reglur einstakra sveitarfélaga og komi með tillögur sem öll sveitarfélög geti þá innleitt. Vilji einstaka sveitarfélög ganga enn lengra og gera sitt umhverfi enn fallegra þá gætu þau sett viðbótar reglur í því sambandi. Ég tek það fram að ég styð eignarrétt einstaklinga alla leið. En ef þú hefur ekki pláss fyrir draslið þitt, ekki þvinga því þá upp á næsta nágranna eða bæjarbúa. Höfundur er 4. varabæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og aðalmaður í Hafnarstjórn Kópavogs.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun