Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2022 19:21 Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. Zelesnkyy Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hafi hljómað um allt landið í gærkvöldi og nótt. Rússar hafi gert árásir á bæi og borgir um alla Úkraínu eftir nokkuð hlé sem hafi skapað óróa hjá mörgum sem töldu að Rússar væru að undirbúa eitthvað stórkostlegt. Þjóðarleiðtogar hafa streymt til fundar við Zelenskyy forseta í Kænugarði frá því fljótlega eftir að innrás Rússa hófst. Forsetinn tók á móti Micheal Martin forsætisráðherra Írlands í dag.AP/Andrew Kravchenko „Fólk ætti ekki að leita að rökvísi í gerðum hryðjuverkamanna.Rússneski herinn gerir ekkert hlé. Hann hefur eitt verkefni: Að drepa fólk, að hræða fólk þannig að nokkrir dagar án þess að loftvarnaflautur gjalli virðast vera hluti af ógninni. Í kvöld mátti heyra í loftvarnaflautunum í Kænugarði og í næstum allri Úkraínu,“ sagði Zelenskyy. Eftir að Rússar náðu Luhanks héraði að fullu á sitt vald á dögunum hafa þeir beit öllum hernaðarmætti sínum að bæjum og borgum í Donetsk héraði en sameiginlega mynda þessi tvö héruð Donbas svæðið svo kallaða. Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk skorar á 350 þúsund íbúa af 1,6 milljón sem enn eru í héraðinu að flýja til vesturs. Þannig verði auðveldara að ráðast gegn innrásarliðinu. Árásir Rússa séu óskipulagðar og beinist alls ekki einvörðungu gegn hernaðarlegum skotmörkum. „Heldur að því að eyðileggja borgaralega innviði og íbúðahverfi eins og gert var um helgina í Sloviansk og Kramatorsk,“ segir héraðsstjórinn. Rússar eru byrjaðir að innlima hluta Donbas svæðisins inn í Rússland með útgáfu vegabréfa þar sem fram kemur að Úkraína sé hérað í Rússlandi.AP Yfirvarp Rússa fyrir innrásinni er að þeir séu að frelsa rússneskumælandi íbúa undan stjórn nasista í Úkraínu. En í raun eru þeir að hertaka Donbas vegna þess að þar eru gífurlegar kola-, gas- og olíuauðlindir sem myndu duga til að útvega Evrópu allt það gas sem hún þarf á að halda. Innlimun Rússa á héruðunum er þegar hafin því þeir eru byrjaðir að gefa út vegabréf til íbúa Luhansk þar sem kemur fram að Úkraína sé hérað í Rússlandi. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Evrópu verða að búa sig undir að Rússar skrúfi alfarið fyrir gasflutninga til álfunnar.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir sambandið búa sig undir að Rússar skúrfi bráðlega alveg fyrir gasflutninga til aðildarríkjanna. „Núna hafa tólf aðildarríki þegar orðið fyrir beinum áhrifum vegna lokunar fyrir rússneskt gas að hluta eða öllu leyti. Svo það liggur í augum uppi að Pútín heldur áfram að nota orkugjafa sem vopn,“ segir von der Leyen. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35 Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Zelesnkyy Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hafi hljómað um allt landið í gærkvöldi og nótt. Rússar hafi gert árásir á bæi og borgir um alla Úkraínu eftir nokkuð hlé sem hafi skapað óróa hjá mörgum sem töldu að Rússar væru að undirbúa eitthvað stórkostlegt. Þjóðarleiðtogar hafa streymt til fundar við Zelenskyy forseta í Kænugarði frá því fljótlega eftir að innrás Rússa hófst. Forsetinn tók á móti Micheal Martin forsætisráðherra Írlands í dag.AP/Andrew Kravchenko „Fólk ætti ekki að leita að rökvísi í gerðum hryðjuverkamanna.Rússneski herinn gerir ekkert hlé. Hann hefur eitt verkefni: Að drepa fólk, að hræða fólk þannig að nokkrir dagar án þess að loftvarnaflautur gjalli virðast vera hluti af ógninni. Í kvöld mátti heyra í loftvarnaflautunum í Kænugarði og í næstum allri Úkraínu,“ sagði Zelenskyy. Eftir að Rússar náðu Luhanks héraði að fullu á sitt vald á dögunum hafa þeir beit öllum hernaðarmætti sínum að bæjum og borgum í Donetsk héraði en sameiginlega mynda þessi tvö héruð Donbas svæðið svo kallaða. Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk skorar á 350 þúsund íbúa af 1,6 milljón sem enn eru í héraðinu að flýja til vesturs. Þannig verði auðveldara að ráðast gegn innrásarliðinu. Árásir Rússa séu óskipulagðar og beinist alls ekki einvörðungu gegn hernaðarlegum skotmörkum. „Heldur að því að eyðileggja borgaralega innviði og íbúðahverfi eins og gert var um helgina í Sloviansk og Kramatorsk,“ segir héraðsstjórinn. Rússar eru byrjaðir að innlima hluta Donbas svæðisins inn í Rússland með útgáfu vegabréfa þar sem fram kemur að Úkraína sé hérað í Rússlandi.AP Yfirvarp Rússa fyrir innrásinni er að þeir séu að frelsa rússneskumælandi íbúa undan stjórn nasista í Úkraínu. En í raun eru þeir að hertaka Donbas vegna þess að þar eru gífurlegar kola-, gas- og olíuauðlindir sem myndu duga til að útvega Evrópu allt það gas sem hún þarf á að halda. Innlimun Rússa á héruðunum er þegar hafin því þeir eru byrjaðir að gefa út vegabréf til íbúa Luhansk þar sem kemur fram að Úkraína sé hérað í Rússlandi. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Evrópu verða að búa sig undir að Rússar skrúfi alfarið fyrir gasflutninga til álfunnar.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir sambandið búa sig undir að Rússar skúrfi bráðlega alveg fyrir gasflutninga til aðildarríkjanna. „Núna hafa tólf aðildarríki þegar orðið fyrir beinum áhrifum vegna lokunar fyrir rússneskt gas að hluta eða öllu leyti. Svo það liggur í augum uppi að Pútín heldur áfram að nota orkugjafa sem vopn,“ segir von der Leyen.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35 Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50
Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. 6. júlí 2022 10:35
Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. 1. júlí 2022 19:20
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent