Brotin tjöld og ekkert skyggni vegna sandfoks Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. júlí 2022 14:59 Í kring um áttatíu göngumenn höfðu tjaldað á tjaldsvæðinu við Landmannalaugar í nótt. Flestir eru komnir aftur til byggða. Guðmundur Björnsson Landverðir á Fjallabaki ráðleggja fólki alfarið frá því að ferðast inn á svæðið í dag. Þar sitja hundruð ferðamanna og bíða af sér veðrið í skálum á svæðinu en eins og er er afar hvasst þar og lítið sem ekkert skyggni vegna sandfoks. „Nú er ég bara að horfa út um gluggann hérna og tjöldin liggja mörg niðri á tjaldsvæðinu og hafa brotnað í rokinu,“ segir Guðmundur Bjarnason landvörður sem var staddur í skálanum í Landmannalaugum þegar fréttastofa náði tali af honum. „Við erum ekki að ráðleggja neinum að koma hingað inn eftir í dag. Hérna á milli fjallanna kemur vindurinn úr öllum áttum og hann er það sterkur að hann ýtir við fólki,“ segir Guðmundur. Hann segir að um áttatíu manns hafi verið á tjaldsvæðinu í nótt þegar aftakaveðrið hófst. Áttatíu til viðbótar eru svo í skálanum og allir aðrir skálar séu líka fullir á svæðinu en þeir eru fjórir samtals á milli Hrafntinnuskers og Landmannalauga. Um áttatíu manns eru nú í skálanum við Landmannalaugar. Guðmundur Björnsson „Þetta er svolítið óvanalegt veður á þessum tíma. Þetta er óttalegt ástand. Fólk er komið hingað í rútum og ætlar að fara í göngu. Ætlar að leggja af stað Laugaveginn en er ráðlagt frá því. Og allir skálarnir uppbókaðir,“ segir Guðmundur. Sóttu göngumenn og máttvana ferðalanga Björgunarsveitir sóttu tvær konur sem voru sóttar á Fimmvörðuháls í morgun en þær voru veðurtepptar í tjaldi þar. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þær hafi verið blautar og kaldar eftir baráttuna við veðrið í nótt og of orkulausar til að ganga sjálfar til baka. Gríðarlegt sandfok er víða á svæðinu.Guðmundur Björnsson Því voru þær sóttar á sexhjólum og fluttar niður. Eftir hádegi voru þær komnar á láglendi og héldu þá til byggða. Nokkur útköll hafa þá borist björgunarsveitum vegna göngufólks á Fjallabaki sem treysti sér ekki lengra vegna veðurs. Lögreglan á Suðurlandi vill koma þeirri ábendingu á framfæri til ferðamanna á hálendi, þá sérstaklega á Fjallabaki að...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, 7 July 2022 „Við keyrðum hérna inn eftir og sandfokið var þannig að það var ekkert skyggni. Ég get ekki sagt að það hafi verið meters skyggni fyrir framan okkur,“ segir Guðmundur. Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
„Nú er ég bara að horfa út um gluggann hérna og tjöldin liggja mörg niðri á tjaldsvæðinu og hafa brotnað í rokinu,“ segir Guðmundur Bjarnason landvörður sem var staddur í skálanum í Landmannalaugum þegar fréttastofa náði tali af honum. „Við erum ekki að ráðleggja neinum að koma hingað inn eftir í dag. Hérna á milli fjallanna kemur vindurinn úr öllum áttum og hann er það sterkur að hann ýtir við fólki,“ segir Guðmundur. Hann segir að um áttatíu manns hafi verið á tjaldsvæðinu í nótt þegar aftakaveðrið hófst. Áttatíu til viðbótar eru svo í skálanum og allir aðrir skálar séu líka fullir á svæðinu en þeir eru fjórir samtals á milli Hrafntinnuskers og Landmannalauga. Um áttatíu manns eru nú í skálanum við Landmannalaugar. Guðmundur Björnsson „Þetta er svolítið óvanalegt veður á þessum tíma. Þetta er óttalegt ástand. Fólk er komið hingað í rútum og ætlar að fara í göngu. Ætlar að leggja af stað Laugaveginn en er ráðlagt frá því. Og allir skálarnir uppbókaðir,“ segir Guðmundur. Sóttu göngumenn og máttvana ferðalanga Björgunarsveitir sóttu tvær konur sem voru sóttar á Fimmvörðuháls í morgun en þær voru veðurtepptar í tjaldi þar. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þær hafi verið blautar og kaldar eftir baráttuna við veðrið í nótt og of orkulausar til að ganga sjálfar til baka. Gríðarlegt sandfok er víða á svæðinu.Guðmundur Björnsson Því voru þær sóttar á sexhjólum og fluttar niður. Eftir hádegi voru þær komnar á láglendi og héldu þá til byggða. Nokkur útköll hafa þá borist björgunarsveitum vegna göngufólks á Fjallabaki sem treysti sér ekki lengra vegna veðurs. Lögreglan á Suðurlandi vill koma þeirri ábendingu á framfæri til ferðamanna á hálendi, þá sérstaklega á Fjallabaki að...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, 7 July 2022 „Við keyrðum hérna inn eftir og sandfokið var þannig að það var ekkert skyggni. Ég get ekki sagt að það hafi verið meters skyggni fyrir framan okkur,“ segir Guðmundur.
Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira