Wilshere leggur skóna á hilluna og gæti tekið við unglingaliði Arsenal Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 14:30 Jack Wilshere hefur ákveðið að leggja takkaskóna á hilluna. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Jack Wilshere, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins þrítugur að aldri. Wilshere reis hratt upp á stjörnuhimininn og var hann um tíma talin eitt mesta efni enskrar knattspyrnu. Hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Arsenal aðeins 16 ára gamall og 18 ára gamall lék hann sinn fyrsta A-landsleik fyrir England. Hann hefur hins vegar þurft að glíma við mikil meiðsli stóran hluta ferilsins og á tíu ára tímabili lék hann aðeins 125 deildarleiki fyrir Arsenal. Þaðan fór hann til West Ham þar sem hann náði að leika 16 deildarleiki á tveim árum áður en hann færði sig yfir til Bournemouth. Nú síðast lék hann með AGF í dönsku úrvalsdeildinni, en hann gekk til liðs við danska liðið í febrúar á þessu ári. Wilshere tilkynnti um ákvörðun sína að hætta í fótbolta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Þar þakkar hann fyrir sig og segist hafa lifað drauminn og lætur löng og hjartnæm skilaboð fylgja með. I’ve lived my dream. Thank you all ❤️ pic.twitter.com/rB5gnyyUlK— Jack Wilshere (@JackWilshere) July 8, 2022 Wilshere hefur þó ekki sagt skilið við fótbolta þó hann sé hættur að spila sjálfur ef marka má grein sem birtist í The Athletic fyrr í dag. Þar kemur fram að Wilshere verði ráðinn þjálfari U18 ára liðs Arsenal og að yfirlýsingar þess efnis sé að vænta á næstu dögum. Í grein The Athletic kemur fram að forráðamenn Arsenal hafi verið virkilega hrifnir af því sem þeir sáu þegar Wilshere vann með yngri leikmönnum félagsins er hann var að sækja sér þjálfararéttindi. 🚨 EXCL: Arsenal set to name Jack Wilshere U18s head coach. After 30yo’s retirement, appointment being finalised. Expected to be supported by Adam Birchall + Julian Gray. Mehmet Ali in line for U23s, Max Porter assistant. W/ @gunnerblog @TheAthleticUK #AFC https://t.co/So6vvb1Jn6— David Ornstein (@David_Ornstein) July 8, 2022 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Wilshere reis hratt upp á stjörnuhimininn og var hann um tíma talin eitt mesta efni enskrar knattspyrnu. Hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Arsenal aðeins 16 ára gamall og 18 ára gamall lék hann sinn fyrsta A-landsleik fyrir England. Hann hefur hins vegar þurft að glíma við mikil meiðsli stóran hluta ferilsins og á tíu ára tímabili lék hann aðeins 125 deildarleiki fyrir Arsenal. Þaðan fór hann til West Ham þar sem hann náði að leika 16 deildarleiki á tveim árum áður en hann færði sig yfir til Bournemouth. Nú síðast lék hann með AGF í dönsku úrvalsdeildinni, en hann gekk til liðs við danska liðið í febrúar á þessu ári. Wilshere tilkynnti um ákvörðun sína að hætta í fótbolta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Þar þakkar hann fyrir sig og segist hafa lifað drauminn og lætur löng og hjartnæm skilaboð fylgja með. I’ve lived my dream. Thank you all ❤️ pic.twitter.com/rB5gnyyUlK— Jack Wilshere (@JackWilshere) July 8, 2022 Wilshere hefur þó ekki sagt skilið við fótbolta þó hann sé hættur að spila sjálfur ef marka má grein sem birtist í The Athletic fyrr í dag. Þar kemur fram að Wilshere verði ráðinn þjálfari U18 ára liðs Arsenal og að yfirlýsingar þess efnis sé að vænta á næstu dögum. Í grein The Athletic kemur fram að forráðamenn Arsenal hafi verið virkilega hrifnir af því sem þeir sáu þegar Wilshere vann með yngri leikmönnum félagsins er hann var að sækja sér þjálfararéttindi. 🚨 EXCL: Arsenal set to name Jack Wilshere U18s head coach. After 30yo’s retirement, appointment being finalised. Expected to be supported by Adam Birchall + Julian Gray. Mehmet Ali in line for U23s, Max Porter assistant. W/ @gunnerblog @TheAthleticUK #AFC https://t.co/So6vvb1Jn6— David Ornstein (@David_Ornstein) July 8, 2022
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira