Eina lausnin að borga aukalega til að sitja með börnum sínum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 9. júlí 2022 19:00 Anna Gunndís Guðmundsdóttir gagnrýnir Icelandair harðlega. Vísir/Vilhelm Anna Gunndís Guðmundsdóttir gagnrýnir Icelandair harðlega fyrir viðmót gagnvart henni nú nýverið þegar hún keypti flugmiða fyrir sig og börnin sín til Kaupmannahafnar. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir sveigjanleikann ekki jafn mikinn með litlum fyrirvara. Í skoðanagrein sem birtist á Vísi fyrr í dag segir Anna frá raunum sínum en þegar hún keypti flugmiða til Kaupmannahafnar, þá kom á daginn að hún þyrfti að borga aukalega til þess að hún og börnin hennar gætu setið saman. Anna segist hafa bókað með litlum fyrirvara. Vegna þess hve full vélin var voru einu sætin sem voru laus saman framarlega og hefði Anna þurft að borga 8.400 krónur ofan á 173.305 króna fargjald. Anna segist hafa trúað því að starfsfólk Icelandair gæti leyst málið, en svo var ekki. Hún segir starfsmann Icelandair hafa svarað henni á þá leið að það eina sem hún gæti gert til þess að sitja með börnum sínum væri að borga fyrir sætin. Í skriflegu svari til fréttastofu segir upplýsingafulltrúi Icelandair, Ásdís Ýr Pétursdóttir að mikil eftirspurn hafi verið til Kaupmannahafnar og nánast allar vélar fullar að undanförnu. „Með góðum fyrirvara er hægt að fá flug á góðu verði og gott úrval sæta en með svo stuttum fyrirvara, þegar vélar eru nánast orðnar fullar, hækka verðin og sveigjanleikinn er ekki jafn mikill. Hins vegar er starfsfólk okkar um borð boðið og búið að leysa málin fyrir farþega þegar um borð er komið og gengur það yfirleitt mjög vel,“ segir Ásdís. Fréttir af flugi Neytendur Icelandair Börn og uppeldi Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Í skoðanagrein sem birtist á Vísi fyrr í dag segir Anna frá raunum sínum en þegar hún keypti flugmiða til Kaupmannahafnar, þá kom á daginn að hún þyrfti að borga aukalega til þess að hún og börnin hennar gætu setið saman. Anna segist hafa bókað með litlum fyrirvara. Vegna þess hve full vélin var voru einu sætin sem voru laus saman framarlega og hefði Anna þurft að borga 8.400 krónur ofan á 173.305 króna fargjald. Anna segist hafa trúað því að starfsfólk Icelandair gæti leyst málið, en svo var ekki. Hún segir starfsmann Icelandair hafa svarað henni á þá leið að það eina sem hún gæti gert til þess að sitja með börnum sínum væri að borga fyrir sætin. Í skriflegu svari til fréttastofu segir upplýsingafulltrúi Icelandair, Ásdís Ýr Pétursdóttir að mikil eftirspurn hafi verið til Kaupmannahafnar og nánast allar vélar fullar að undanförnu. „Með góðum fyrirvara er hægt að fá flug á góðu verði og gott úrval sæta en með svo stuttum fyrirvara, þegar vélar eru nánast orðnar fullar, hækka verðin og sveigjanleikinn er ekki jafn mikill. Hins vegar er starfsfólk okkar um borð boðið og búið að leysa málin fyrir farþega þegar um borð er komið og gengur það yfirleitt mjög vel,“ segir Ásdís.
Fréttir af flugi Neytendur Icelandair Börn og uppeldi Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira