Hallbera: Höfum ekkert verið að missa okkur í spennuföllum hingað til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 10:30 Hallbera Guðný Gísladóttir er á sínu þriðja Evrópumóti og spilar landsleik númer 129 í dag. Vísir/Vilhelm Hallbera Guðný Gísladóttir er ein af hundrað landsleikja leikmönnum í íslenska landsliðshópnum og er nú komin á sitt þriðja Evrópumót. Það eru miklar líkur á því að hún verði í byrjunarliðinu á móti Belgum í dag. Hallbera segist vera búin að bíða spennt eftir þessu móti og sú spenna á sinn þátt í því að hún er enn að spila á hæsta stigi þrátt fyrir að það séu liðnir nítján mánuðir síðan Ísland komst inn á þetta EM. „Ég man alveg eftir því þegar ákveðið var að mótið færi fram í Englandi. Þá fékk maður extra búst og þetta er eitthvað sem maður vildi vera partur af. Maður sér hvernig opnunarleikirnir eru búnir að vera, fullt af fólki og ógeðslega gaman,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir. „Þetta er það sem er búið að vera að gerast í Evrópu og örugglega fleiri stöðum eins og Bandaríkjunum. Það er mikill áhugi, verið að setja hvert áhorfendametið á fætur öðru. Munurinn er svo mikill, þegar maður hugsar tíu ár til baka, að þetta fáránlegt og geggjað að við náðum að vera partur að þessu,“ sagði Hallbera. „Þessar ungu stelpur hjá okkur eru að spila í Bayern og Wolfsborg og þessum liðum. Ef maður hugsar til baka þegar ég var á þeirra aldri þá var maður eins og einhver algjör kjúklingaskítur. Svo koma þær hérna eins og einhverjar stjörnur og drottningar,“ sagði Hallbera. Hallbera viðurkennir að það hafi komið til greina að hætta að spila fótbolta á hæsta stigi. En ætlaði hún að hætta? „Ekki alveg strax. Maður hugsaði um það þegar mótinu var frestað. Ég fékk ekki góða tilfinningu. Það var svolítið spurning um hvort maður yrði með eða ekki. Það er ekki sjálfgefið að vera 35 ára gamall og reyna að hanga í þessum stelpum hérna. Það er ákveðinn sigur að vera hérna í þessum hóp. Það er alls ekki sjálfgefið að kroppurinn haldi og allt það. Það þarf allt að ganga upp,“ sagði Hallbera. Hún hætti að spila með Val og komst að hjá AIK í sænsku deildinni. Núna er hún komin til Kalmar. „Allt þetta Covid dæmi heima og maður fékk leiða. Ég þurfti að skipta um umhverfi og það gerði mjög mikið fyrir mig. Ég flyt til Stokkhólms og næ að klára þar nám í leiðinni. Þetta spilaðist allt mjög vel fyrir mig. Ég fékk smá auka búst að skipta um umhverfi og það gaf mér þennan aukakraft,“ sagði Hallbera. Margir eru að velta fyrir sér hvort spennustigið verði til vandræða í leiknum við Belgíu í dag. Það er búið að bíða lengi eftir þessu móti og spennan hefur magnast mikið eftir komuna til Englands. „Varðandi spennustigið hjá okkur þá höfum við ekkert verið að missa okkur í einhverjum spennuföllum hingað til. Ég held að það sé alltaf ákveðin spenna þegar maður er að fara í fyrsta leik. Ég fann það þegar ég vaknaði í morgun og fattaði að það eru bara tveir dagar í leik. Þetta verður ógeðslega gaman og svo er maður fljótur að hrista úr sér skrekkinn þegar leikurinn er byrjaður. Ég á ekki von á því að við verðum eitthvað á tauginni í þessum leik,“ sagði Hallbera. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður vel fylgst með honum hér inn á Vísi. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sjá meira
Hallbera segist vera búin að bíða spennt eftir þessu móti og sú spenna á sinn þátt í því að hún er enn að spila á hæsta stigi þrátt fyrir að það séu liðnir nítján mánuðir síðan Ísland komst inn á þetta EM. „Ég man alveg eftir því þegar ákveðið var að mótið færi fram í Englandi. Þá fékk maður extra búst og þetta er eitthvað sem maður vildi vera partur af. Maður sér hvernig opnunarleikirnir eru búnir að vera, fullt af fólki og ógeðslega gaman,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir. „Þetta er það sem er búið að vera að gerast í Evrópu og örugglega fleiri stöðum eins og Bandaríkjunum. Það er mikill áhugi, verið að setja hvert áhorfendametið á fætur öðru. Munurinn er svo mikill, þegar maður hugsar tíu ár til baka, að þetta fáránlegt og geggjað að við náðum að vera partur að þessu,“ sagði Hallbera. „Þessar ungu stelpur hjá okkur eru að spila í Bayern og Wolfsborg og þessum liðum. Ef maður hugsar til baka þegar ég var á þeirra aldri þá var maður eins og einhver algjör kjúklingaskítur. Svo koma þær hérna eins og einhverjar stjörnur og drottningar,“ sagði Hallbera. Hallbera viðurkennir að það hafi komið til greina að hætta að spila fótbolta á hæsta stigi. En ætlaði hún að hætta? „Ekki alveg strax. Maður hugsaði um það þegar mótinu var frestað. Ég fékk ekki góða tilfinningu. Það var svolítið spurning um hvort maður yrði með eða ekki. Það er ekki sjálfgefið að vera 35 ára gamall og reyna að hanga í þessum stelpum hérna. Það er ákveðinn sigur að vera hérna í þessum hóp. Það er alls ekki sjálfgefið að kroppurinn haldi og allt það. Það þarf allt að ganga upp,“ sagði Hallbera. Hún hætti að spila með Val og komst að hjá AIK í sænsku deildinni. Núna er hún komin til Kalmar. „Allt þetta Covid dæmi heima og maður fékk leiða. Ég þurfti að skipta um umhverfi og það gerði mjög mikið fyrir mig. Ég flyt til Stokkhólms og næ að klára þar nám í leiðinni. Þetta spilaðist allt mjög vel fyrir mig. Ég fékk smá auka búst að skipta um umhverfi og það gaf mér þennan aukakraft,“ sagði Hallbera. Margir eru að velta fyrir sér hvort spennustigið verði til vandræða í leiknum við Belgíu í dag. Það er búið að bíða lengi eftir þessu móti og spennan hefur magnast mikið eftir komuna til Englands. „Varðandi spennustigið hjá okkur þá höfum við ekkert verið að missa okkur í einhverjum spennuföllum hingað til. Ég held að það sé alltaf ákveðin spenna þegar maður er að fara í fyrsta leik. Ég fann það þegar ég vaknaði í morgun og fattaði að það eru bara tveir dagar í leik. Þetta verður ógeðslega gaman og svo er maður fljótur að hrista úr sér skrekkinn þegar leikurinn er byrjaður. Ég á ekki von á því að við verðum eitthvað á tauginni í þessum leik,“ sagði Hallbera. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður vel fylgst með honum hér inn á Vísi.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki