Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. júlí 2022 14:31 Frá viðureign Real Madrid og Barcelona á síðasta keppnistímabili. GettyImages Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. Áhugamönnum um fótbolta er enn í fersku minni þegar 12 af stærstu félögum Evrópu tilkynntu í apríl í fyrra að þau ætluðu að stofna Ofurdeild Evrópu í fótbolta. Og að enginn fengi að vera með nema þau. Þetta féll í svo grýttan jarðveg að á innan við tveimur sólarhringum voru fótboltaáhugamenn búnir að jarða hugmyndina. Eða það héldu menn. Vilja enn stofna Ofurdeild Evrópu En það er ekki alveg svo. Þrjú félög hafa ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn, Real Madrid, Barcelona og Juventus. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, brást hart við, og hefur m.a.s. samþykkt sérstök viðurlög gagnvart félögum sem stofna til mótahalds sem er í blóra við sambandið. Lið sem taka þátt í slíkum mótum eiga á hættu að verða útilokuð frá öllum mótum í 3 ár, auk þess sem klúbbarnir verða sektaðir um tugi eða hundruð milljóna króna. Þessi þrjú risalið á Spáni og Ítalíu hafa nú stefnt UEFA og á morgun og þriðjudag tekur Evrópudómstóllinn mál þeirra fyrir. Telja einokun UEFA andstæða lögum Félögin telja að það sé andstætt evrópskum vinnurétti að samband á borð við Knattspyrnusamband Evrópu geti haft einkarétt á mótahaldi í heilli íþróttagrein í heilli heimsálfu. Í engri annarri atvinnugrein í Evrópu sé slík einokun og hefting á atvinnufrelsi heimiluð. Af þessu tilefni skrifuðu níu málsmetandi fræðimenn og prófessorar í lögfræði frá Spáni og Ítalíu opið bréf í spænska blaðið El País fyrir helgi þar sem þeir færa rök fyrir því að Evrópudómstóllinn geti með engu móti fallist á einkarétt UEFA til að standa fyrir og skipuleggja mót í Evrópu. Löggjöf Evrópusambandsins tryggi frjálsa samkeppni, þar af leiðandi hafi UEFA enga heimild til að beita refsiákvæðum af nokkru tagi gagnvart hverjum þeim sem skipuleggja vilji mótahald utan við ramma Evrópska knattspyrnusambandsins. Einokun sé ekki aðeins bönnuð í ríkjum Evrópusambandsins, hún sé einnig illa séð. Afdrifaríkur úrskurður Úrskurður Evrópudómstólsins kann að verða afdrifaríkur fyrir framtíð mótahalds í Evrópu. Hins vegar stendur þá eftir spurningin: Hversu vænlegt er það til árangurs að stofna til Ofurdeildar í blóra og óþökk alls þorra þeirra sem fylgjast með og borga sig inn á fótboltaleiki? Fótbolti Tengdar fréttir Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. 27. september 2021 23:01 „Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus. 12. júní 2021 08:01 Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. 9. júní 2021 11:46 Segja að Barcelona, Real Madrid og Juventus verði rekin úr Meistaradeildinni Barcelona, Real Madrid og Juventus verður hent út úr Meistaradeild Evrópu. Þetta segja ítalskir fjölmiðlar. 2. júní 2021 08:01 Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. 28. maí 2021 13:01 Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Áhugamönnum um fótbolta er enn í fersku minni þegar 12 af stærstu félögum Evrópu tilkynntu í apríl í fyrra að þau ætluðu að stofna Ofurdeild Evrópu í fótbolta. Og að enginn fengi að vera með nema þau. Þetta féll í svo grýttan jarðveg að á innan við tveimur sólarhringum voru fótboltaáhugamenn búnir að jarða hugmyndina. Eða það héldu menn. Vilja enn stofna Ofurdeild Evrópu En það er ekki alveg svo. Þrjú félög hafa ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn, Real Madrid, Barcelona og Juventus. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, brást hart við, og hefur m.a.s. samþykkt sérstök viðurlög gagnvart félögum sem stofna til mótahalds sem er í blóra við sambandið. Lið sem taka þátt í slíkum mótum eiga á hættu að verða útilokuð frá öllum mótum í 3 ár, auk þess sem klúbbarnir verða sektaðir um tugi eða hundruð milljóna króna. Þessi þrjú risalið á Spáni og Ítalíu hafa nú stefnt UEFA og á morgun og þriðjudag tekur Evrópudómstóllinn mál þeirra fyrir. Telja einokun UEFA andstæða lögum Félögin telja að það sé andstætt evrópskum vinnurétti að samband á borð við Knattspyrnusamband Evrópu geti haft einkarétt á mótahaldi í heilli íþróttagrein í heilli heimsálfu. Í engri annarri atvinnugrein í Evrópu sé slík einokun og hefting á atvinnufrelsi heimiluð. Af þessu tilefni skrifuðu níu málsmetandi fræðimenn og prófessorar í lögfræði frá Spáni og Ítalíu opið bréf í spænska blaðið El País fyrir helgi þar sem þeir færa rök fyrir því að Evrópudómstóllinn geti með engu móti fallist á einkarétt UEFA til að standa fyrir og skipuleggja mót í Evrópu. Löggjöf Evrópusambandsins tryggi frjálsa samkeppni, þar af leiðandi hafi UEFA enga heimild til að beita refsiákvæðum af nokkru tagi gagnvart hverjum þeim sem skipuleggja vilji mótahald utan við ramma Evrópska knattspyrnusambandsins. Einokun sé ekki aðeins bönnuð í ríkjum Evrópusambandsins, hún sé einnig illa séð. Afdrifaríkur úrskurður Úrskurður Evrópudómstólsins kann að verða afdrifaríkur fyrir framtíð mótahalds í Evrópu. Hins vegar stendur þá eftir spurningin: Hversu vænlegt er það til árangurs að stofna til Ofurdeildar í blóra og óþökk alls þorra þeirra sem fylgjast með og borga sig inn á fótboltaleiki?
Fótbolti Tengdar fréttir Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. 27. september 2021 23:01 „Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus. 12. júní 2021 08:01 Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. 9. júní 2021 11:46 Segja að Barcelona, Real Madrid og Juventus verði rekin úr Meistaradeildinni Barcelona, Real Madrid og Juventus verður hent út úr Meistaradeild Evrópu. Þetta segja ítalskir fjölmiðlar. 2. júní 2021 08:01 Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. 28. maí 2021 13:01 Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. 27. september 2021 23:01
„Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus. 12. júní 2021 08:01
Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. 9. júní 2021 11:46
Segja að Barcelona, Real Madrid og Juventus verði rekin úr Meistaradeildinni Barcelona, Real Madrid og Juventus verður hent út úr Meistaradeild Evrópu. Þetta segja ítalskir fjölmiðlar. 2. júní 2021 08:01
Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. 28. maí 2021 13:01
Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00