Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 19:08 Þorsteinn gefur skipanir í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vildum vinna þennan leik og sköpuðum okkur færi til þess. Lokastaðan er 1-1, við fáum eitt stig og svo er bara næsta verkefni,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Hann vildi ekki taka undir spurningu erlends blaðamanns að þetta væri sterkasti riðill keppninnar. „Ég veit ekki hvort að þetta sé sterkasti riðillinn. Við vildum vinna en það er allt í lagi að fá bara eitt stig. Það þýðir að við erum enn í góðri stöðu að komast áfram ef við náum í góð úrslit á móti Ítalíu,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist í 2-0 og við vorum með ákveðin tök á leiknum að mörgu leyti. Auðvitað er svekkjandi að fá á sig þetta víti en ég hef ekki séð þessa vítaspyrnu aftur og veit því ekki hvað mér finnst um hana. Það var dæmt víti og allt í lagi með það. Þannig er það bara og við getum ekki breytt því,“ sagði Þorsteinn. „Það er svekkjandi að fá þetta jöfnunarmark á sig en við hefðum getað skorað meira. Þær fengu líka ágætis færi í stöðunni 1-1. Leikurinn heilt yfir var mjög jafn og spennandi á köflum þó að við höfum verið svolítið að þrýsta á þær með því að fá hornspyrnur, aukaspyrnur og ágætis færi til að koma okkur yfir aftur,“ sagði Þorsteinn en hvað vantaði upp á til þess að fá annað markið í þessum leik? Þorsteinn Halldórsson.Vísir/Vilhelm „Við fengum góðar stöður í fyrirgjöfum, fyrir utan teig og í kringum teiginn, til að búa til færi. Við vorum ekki að hitta á hlaupin eða hitta á leikmenn. Við þurfum að skoða það aftur hversu góðir möguleikar voru að koma boltanum í dauðafæri. Mér fannst við alla vega vera búa til góðar stöður til að koma okkur í færin,“ sagði Þorsteinn. „Við fengum nokkur færi líka sem voru fín en mér fannst við mjög oft koma okkur í mjög góðar og ógnandi stöður. Stundum vantaði aðeins upp á sendinguna en heilt yfir fannst mér við spila vel. Við fórum á veikleika þeirra og gera það vel,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn. Ég sagði bara við þær að eitt stig er alltaf betra en ekkert. Það heldur okkur betur inn í þessu. Það er bara okkar og næsti leikur sem er á móti Ítalíu. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann og gera allt til þess að vinna hann. Ef við gerum það þá erum við enn þá inn í þessu. Þetta er ekkert búið þótt að við höfum gert jafntefli. Við lítum jákvætt og neikvætt á þetta. Þetta eru bara úrslitin og við fengum eitt stig. Það er bara áfram gakk,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Við vildum vinna þennan leik og sköpuðum okkur færi til þess. Lokastaðan er 1-1, við fáum eitt stig og svo er bara næsta verkefni,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Hann vildi ekki taka undir spurningu erlends blaðamanns að þetta væri sterkasti riðill keppninnar. „Ég veit ekki hvort að þetta sé sterkasti riðillinn. Við vildum vinna en það er allt í lagi að fá bara eitt stig. Það þýðir að við erum enn í góðri stöðu að komast áfram ef við náum í góð úrslit á móti Ítalíu,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist í 2-0 og við vorum með ákveðin tök á leiknum að mörgu leyti. Auðvitað er svekkjandi að fá á sig þetta víti en ég hef ekki séð þessa vítaspyrnu aftur og veit því ekki hvað mér finnst um hana. Það var dæmt víti og allt í lagi með það. Þannig er það bara og við getum ekki breytt því,“ sagði Þorsteinn. „Það er svekkjandi að fá þetta jöfnunarmark á sig en við hefðum getað skorað meira. Þær fengu líka ágætis færi í stöðunni 1-1. Leikurinn heilt yfir var mjög jafn og spennandi á köflum þó að við höfum verið svolítið að þrýsta á þær með því að fá hornspyrnur, aukaspyrnur og ágætis færi til að koma okkur yfir aftur,“ sagði Þorsteinn en hvað vantaði upp á til þess að fá annað markið í þessum leik? Þorsteinn Halldórsson.Vísir/Vilhelm „Við fengum góðar stöður í fyrirgjöfum, fyrir utan teig og í kringum teiginn, til að búa til færi. Við vorum ekki að hitta á hlaupin eða hitta á leikmenn. Við þurfum að skoða það aftur hversu góðir möguleikar voru að koma boltanum í dauðafæri. Mér fannst við alla vega vera búa til góðar stöður til að koma okkur í færin,“ sagði Þorsteinn. „Við fengum nokkur færi líka sem voru fín en mér fannst við mjög oft koma okkur í mjög góðar og ógnandi stöður. Stundum vantaði aðeins upp á sendinguna en heilt yfir fannst mér við spila vel. Við fórum á veikleika þeirra og gera það vel,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn. Ég sagði bara við þær að eitt stig er alltaf betra en ekkert. Það heldur okkur betur inn í þessu. Það er bara okkar og næsti leikur sem er á móti Ítalíu. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann og gera allt til þess að vinna hann. Ef við gerum það þá erum við enn þá inn í þessu. Þetta er ekkert búið þótt að við höfum gert jafntefli. Við lítum jákvætt og neikvætt á þetta. Þetta eru bara úrslitin og við fengum eitt stig. Það er bara áfram gakk,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira