Telegraph greinir frá málinu. Miðillinn segir frá því að evrópsk félög vilja vera undirbúinn ef önnur Covid bylgja skellur á. Í Frakklandi og Ítalíu er bólusetning skylda fyrir leikmenn eftir það sem hefur gengið á undanfarin ár.
N‘Golo Kante og Ruben Loftus-Cheek, leikmenn Chelsea, gátu til að mynda ekki farið með liðinu í undirbúningstímabilið sitt í Bandaríkjunum þar sem lög í Bandaríkjunum krefjast þess að allir ferðamenn sem þar koma verða að vera bólusettir. Voru leikmennirnir tveir því eftir í London þar sem þeir eru óbólusettir.
Það sama á við víða í Evrópu, ef nýjum tilfellum fer fjölgandi þá mega þeir sem eru óbólusettir ekki ferðast á milli landa.
Samkvæmt heimildarmanni Telegraph hefur verið slitið á öll samskipti á milli félaga þegar upp kemst að leikmaður sem áhugi er fyrir er ekki með bólusetningu fyrir Covid-19.