Sjáðu klúður aldarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 09:00 Atvikið í uppsiglingu. Skjáskot Eitt ótrúlegasta klúður knattspyrnusögunnar leit dagsins ljós er lið Valour FC og HFX Wanderers áttu við í kanadísku úrvalsdeildinni á sunnudag. Leikmaður Valour var með boltann nánast inn í marki HFX og virtist ætla að pota honum yfir línuna en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta boltanum svo gott sem í innkast. Sjón er sögu ríkari. Venjulega myndi leikur sem flokka mætti sem miðjumoð í kanadísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu ekki rata á borð Íslendinga en að þessu sinni er góð og gild ástæða. Áðurnefnt klúður er einfaldlega eitt af klúðrum ársins, klúðrum aldarinnar og mögulega mesta klúður allra tíma á knattspyrnuvellinum. Það voru rúmlega 16 mínútur liðnar af leiknum og staðan markalaus þegar Valour komst í ákjósanlegt færi. Alessandro Riggi virtist vera að koma heimamönnum í Valour yfir eftir ágætis sókn en boltinn var við það að skoppa yfir línuna þegar William Akio, samherji Riggi, ætlaði að stela markinu og þruma boltanum í netið. Það tókst ekki betur en svo að Akio skaut lengst framhjá miðað við hvar boltinn var. Halda mætti að Akio hafi talið að boltinn væri á leið í eigið net og hann væri því að bjarga marki frekar en að reyna skora. Þetta ótrúlega atvik má sjá hér að neðan en sem betur fer fyrir Akio fór Valour með sigur af hólmi, lokatölur 1-0 þökk sé marki Moses Dyer í síðari hálfleik. Bizarre scenes in the Canadian Premier League, where Valour FC's William Akio denied his own team a certain goalpic.twitter.com/l4ozLVsxem— Mirror Football (@MirrorFootball) July 10, 2022 Fótbolti Kanada Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Venjulega myndi leikur sem flokka mætti sem miðjumoð í kanadísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu ekki rata á borð Íslendinga en að þessu sinni er góð og gild ástæða. Áðurnefnt klúður er einfaldlega eitt af klúðrum ársins, klúðrum aldarinnar og mögulega mesta klúður allra tíma á knattspyrnuvellinum. Það voru rúmlega 16 mínútur liðnar af leiknum og staðan markalaus þegar Valour komst í ákjósanlegt færi. Alessandro Riggi virtist vera að koma heimamönnum í Valour yfir eftir ágætis sókn en boltinn var við það að skoppa yfir línuna þegar William Akio, samherji Riggi, ætlaði að stela markinu og þruma boltanum í netið. Það tókst ekki betur en svo að Akio skaut lengst framhjá miðað við hvar boltinn var. Halda mætti að Akio hafi talið að boltinn væri á leið í eigið net og hann væri því að bjarga marki frekar en að reyna skora. Þetta ótrúlega atvik má sjá hér að neðan en sem betur fer fyrir Akio fór Valour með sigur af hólmi, lokatölur 1-0 þökk sé marki Moses Dyer í síðari hálfleik. Bizarre scenes in the Canadian Premier League, where Valour FC's William Akio denied his own team a certain goalpic.twitter.com/l4ozLVsxem— Mirror Football (@MirrorFootball) July 10, 2022
Fótbolti Kanada Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira