Mikið hefur verið um meiðsli í kringum EM á Englandi en Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona heims í dag, meiddist illa á hné skömmu fyrir mót og verður frá næstu mánuði. Þá fingurbrotnaði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ein af þremur markvörðum Íslands, og verður einnig frá keppni í einhvern tíma.
Þá hafa leikir fyrstu umferðar riðlakeppninnar tekið sinn toll og nú er ljóst að hin 32 ára gamla Veenendaal mun ekki spila meira með á EM.
32-year-old Netherlands veteran goalkeeper Sari van Veenendaal bows out due to an injury at the 21st minute.
— DW Sports (@dw_sports) July 9, 2022
Nightmare start to her #WEURO2022 campaign pic.twitter.com/6ppqiP6pbk
Hún byrjaði í markinu er Holland mætti Svíþjóð á laugardag í einum af stórleikjum riðlakeppni EM. Nokkuð snemma leiks kom Veenendaal út úr marki sínu til að handsama boltann en það tókst ekki betur en svo að hún skall á tveimur samherjum sínum og lágu allar þrjár eftir.
Markvörðurinn var svo tekin af velli á 22. mínútu en Aniek Nouwen þraukaði nær allan fyrri hálfleikinn en þurfti einnig að koma af velli. Hún mun missa af leiknum gegn Portúgal á miðvikudag.
Jacintha Weimar, markvörður Feyenoord, kemur inn í hópinn hjá Hollandi en ljóst er að fráhvarf Veenendaal gerir liðið talsvert ólíklegra til að ná árangri á EM í sumar.