Halldór þarf ekki að leggja fram tölvupósta og greinagerð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2022 15:53 Kröfuna gerði Björgólfur Thor á hendur Halldóri Kristmannssyni, vegna skaðabótamála sem hinn fyrrnefndi stendur í, í tengslum við fall Landsbankans árið 2008. samsett Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, þarf ekki að verða við dómkröfu Björgólfs Thors um að leggja fram tugi tölvupósta, greinargerð og önnur dómsskjöl í máli Alvogen gegn Halldóri. Björgólfur stendur nú í málaferlum vegna falls Landsbankans árið 2008 og gerði kröfuna í tengslum við þau skaðabótamál. Þetta er niðurstaða Landsréttar í úrskurði sem féll síðastliðinn fimmtudag. Forsaga málsins er 600 milljóna króna skaðabótakrafa Vogunar hf. og fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. á hendur Björgólfi Thor vegna falls Landsbankans árið 2008. Björgólfur Thor hafði lagt fram ljósrit af frétt Ríkisútvarpsins í júní 2021 um yfirlýsingu sem Halldór sendi frá sér í tengslum við dómsmál Alvogens gegn Halldóri. Fullviss um að gögnin yrðu notuð gegn honum Kröfu sinni til stuðnings benti Björgólfur á að í yfirlýsingunni sé vísað til greinargerðar Halldórs í dómsmálinu gegn Alvogen, þar sem því er haldið fram að Róbert Wessman hafi falið lykilstjórnendum fyrirtækanna Alvogen og Alvotech, Halldóri þar á meðal, að undirbúa og leiða hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Taldi Bjögólfur að fyrrgreind greinagerð, auk tuga tölvupósta og annarra dómskjala skiptu máli í ljósi skaðabótakröfu Venusar og Vogunar og taldi að gögnin myndu leiða í ljós að Róbert og lykilstjórnendur Alvogen og Alvotech hafi haft fulla stjórn á hópmálsókn gegn Björgólfi Thor vegna falls Landsbankans. Halldór Kristmannsson kvaðst hins vegar „fullviss um að ef hann afhendi sóknaraðila gögnin, þá verði reynt að nota það gegn honum,“ almennt og í framangreindu máli Alvogen gegn honum. Honum sé mikið í mun að tryggja að hann brjóti ekki hugsanlegar trúnaðarskyldur sínar gagnvart fyrrum vinnuveitanda. Landsréttur taldi að af málsgögnunum mætti ráða að í umræddum skjölum væri hvergi vikið að Vogun hf. eða fyrirsvarsmönnum þess félags. Fallist var á að Björgólfur hefði ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að skjölin hefðu þýðingu fyrir sakarefni málsins þannig að rétt væri að leggja þá skyldu á Halldór að afhenda þau. Var kröfu Björgólfs því hafnað. Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Dómsmál Alvotech Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar í úrskurði sem féll síðastliðinn fimmtudag. Forsaga málsins er 600 milljóna króna skaðabótakrafa Vogunar hf. og fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. á hendur Björgólfi Thor vegna falls Landsbankans árið 2008. Björgólfur Thor hafði lagt fram ljósrit af frétt Ríkisútvarpsins í júní 2021 um yfirlýsingu sem Halldór sendi frá sér í tengslum við dómsmál Alvogens gegn Halldóri. Fullviss um að gögnin yrðu notuð gegn honum Kröfu sinni til stuðnings benti Björgólfur á að í yfirlýsingunni sé vísað til greinargerðar Halldórs í dómsmálinu gegn Alvogen, þar sem því er haldið fram að Róbert Wessman hafi falið lykilstjórnendum fyrirtækanna Alvogen og Alvotech, Halldóri þar á meðal, að undirbúa og leiða hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Taldi Bjögólfur að fyrrgreind greinagerð, auk tuga tölvupósta og annarra dómskjala skiptu máli í ljósi skaðabótakröfu Venusar og Vogunar og taldi að gögnin myndu leiða í ljós að Róbert og lykilstjórnendur Alvogen og Alvotech hafi haft fulla stjórn á hópmálsókn gegn Björgólfi Thor vegna falls Landsbankans. Halldór Kristmannsson kvaðst hins vegar „fullviss um að ef hann afhendi sóknaraðila gögnin, þá verði reynt að nota það gegn honum,“ almennt og í framangreindu máli Alvogen gegn honum. Honum sé mikið í mun að tryggja að hann brjóti ekki hugsanlegar trúnaðarskyldur sínar gagnvart fyrrum vinnuveitanda. Landsréttur taldi að af málsgögnunum mætti ráða að í umræddum skjölum væri hvergi vikið að Vogun hf. eða fyrirsvarsmönnum þess félags. Fallist var á að Björgólfur hefði ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að skjölin hefðu þýðingu fyrir sakarefni málsins þannig að rétt væri að leggja þá skyldu á Halldór að afhenda þau. Var kröfu Björgólfs því hafnað.
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Dómsmál Alvotech Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira