Einn af stærstu leikjum í sögu félagsins Atli Arason skrifar 11. júlí 2022 19:45 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Hulda Margrét Víkingur tekur á móti sænska stórliðinu Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgunn. Malmö leiðir einvígið með einu marki eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Leikurinn á morgun verður sá stærsti í sögu Víkings samkvæmt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins. „Allir gera sér grein fyrir því að þetta er einn af stærstu leikjum í sögu félagsins. Við náðum frábærum úrslitum í útileiknum miðað við aðstæður. Við teljum okkur eiga góða möguleika en erum jafnframt minnugir þess að við erum ólíklegri (e. underdogs) í þessu einvígi, við erum að spila á móti einu af þessum topp liðum í Skandinavíu,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport í dag en bætir við að pressan er öll á liði Malmö. „Pressan er svakaleg á þeim. Leikmenn þeirra vilja alls ekki lenda í þeirri aðstöðu að vera liðið sem tapaði á móti einhverju sveitaliði frá Íslandi. Það er pressa á þeim en við þurfum að spila topp leik á morgun ef við ætlum að komast áfram.“ Allir leikmenn Víkings eru heilir heilsu og klárir í leikinn nema miðvörðurinn Kyle McLagan. Arnar telur það verða erfitt verkefni að tilkynna sínum leikmönnum hverjir byrja leikinn og hverjir þurfa að verma varamannabekkinn. „Ég vildi óska þess það væri hægt að finna leið að spila 20 á móti 20. Því miður þá verða nokkrir sem þurfa að bíta í það súra epli, sem eiga það ekki skilið, að byrja ekki inná á morgun. Þeir mega vera fúlir út í mig í circa tvær mínútur en svo þurfa þeir að standa á bak við liðsfélaga sína og vera tilbúnir að koma inná.“ Arnar var stoltur af liðinu í fyrri viðureigninni í Málmey í Svíþjóð. Víkingar spiluðu tæpan klukkutíma einum leikmanni færri en töpuðu leiknum samt aðeins með einu marki. Þjálfarinn krefst þess fyrst og fremst að Víkingar sýni góða frammistöðu á morgun sama hver niðurstaðan verður. „Það var eitthvað náttúrulegt við þetta allt saman, hvernig við tókumst á við þessa áskorun og hvernig við héldum okkur við okkar concept [í fyrri leiknum í Svíþjóð] og ég var mjög stoltur af því. Við fáum samt ekkert fyrir það ef frammistaðan verður léleg á morgun. Það getur vel verið að við töpum leiknum á morgun en frammistaðan þarf að vera til sóma ef við ætlum að halda þessari vegferð áfram,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Arnar ræddi einnig nýjustu viðbót Víkinga, Daniel Djuric. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir leik gegn Malmö Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
„Allir gera sér grein fyrir því að þetta er einn af stærstu leikjum í sögu félagsins. Við náðum frábærum úrslitum í útileiknum miðað við aðstæður. Við teljum okkur eiga góða möguleika en erum jafnframt minnugir þess að við erum ólíklegri (e. underdogs) í þessu einvígi, við erum að spila á móti einu af þessum topp liðum í Skandinavíu,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport í dag en bætir við að pressan er öll á liði Malmö. „Pressan er svakaleg á þeim. Leikmenn þeirra vilja alls ekki lenda í þeirri aðstöðu að vera liðið sem tapaði á móti einhverju sveitaliði frá Íslandi. Það er pressa á þeim en við þurfum að spila topp leik á morgun ef við ætlum að komast áfram.“ Allir leikmenn Víkings eru heilir heilsu og klárir í leikinn nema miðvörðurinn Kyle McLagan. Arnar telur það verða erfitt verkefni að tilkynna sínum leikmönnum hverjir byrja leikinn og hverjir þurfa að verma varamannabekkinn. „Ég vildi óska þess það væri hægt að finna leið að spila 20 á móti 20. Því miður þá verða nokkrir sem þurfa að bíta í það súra epli, sem eiga það ekki skilið, að byrja ekki inná á morgun. Þeir mega vera fúlir út í mig í circa tvær mínútur en svo þurfa þeir að standa á bak við liðsfélaga sína og vera tilbúnir að koma inná.“ Arnar var stoltur af liðinu í fyrri viðureigninni í Málmey í Svíþjóð. Víkingar spiluðu tæpan klukkutíma einum leikmanni færri en töpuðu leiknum samt aðeins með einu marki. Þjálfarinn krefst þess fyrst og fremst að Víkingar sýni góða frammistöðu á morgun sama hver niðurstaðan verður. „Það var eitthvað náttúrulegt við þetta allt saman, hvernig við tókumst á við þessa áskorun og hvernig við héldum okkur við okkar concept [í fyrri leiknum í Svíþjóð] og ég var mjög stoltur af því. Við fáum samt ekkert fyrir það ef frammistaðan verður léleg á morgun. Það getur vel verið að við töpum leiknum á morgun en frammistaðan þarf að vera til sóma ef við ætlum að halda þessari vegferð áfram,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Arnar ræddi einnig nýjustu viðbót Víkinga, Daniel Djuric. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir leik gegn Malmö
Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira