Heimir um hugarfar Valsmanna: „Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 10:01 Heimir vægast sagt ósáttur. Vísir/Tjörvi Týr Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Valur steinlá 0-3 í leik þar sem sigur hefði lyft liðinu upp í 3. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Víking í 2. sætinu. Sebastian Hedlund fékk hins vegar rautt spjald í fyrri hálfleik og eftir það sáu Valsmenn aldrei til sólar. „Alltaf vonbrigði að tapa á heimavelli, vorum sjálfum okkur verstir. Töluðum um það fyrir leikinn að vera með hugarfarið þyrfti að vera rétt í þessum leik, það var það ekki. Fyrstu 10-15 mínúturnar vorum við búnir að eiga sjö til mótherja að bara út af vellinum.“ „Svo hélt þetta áfram, þrátt fyrir það fengum við möguleika. Patrick (Pedersen) fékk dauðafæri til að koma okkur í 1-0 en það gengur ekki að vera þriðja hvern leik að vera spila manni færri alltaf,“ sagði Heimir um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. Heimir þungt hugsi.Vísir/Tjörvi Týr Um rauða spjaldið „Ég sá það ekki en menn tala um að þetta hafi verið mögulega réttur dómur og ætla ekki að tjá mig um þetta fyrr en ég sé þetta. Ég held að miðað við hvernig menn tala að þetta hafi verið rétt.“ „Alls ekki, við fengum fullt af færum í þessum leik. Það vantaði bara betri hlaup inn í teig og meira hungur á síðasta þriðjung. Eins og er búið að vanta í allt sumar í flestum leikjum, að menn séu að ráðast á boltann.“ „Það var ekki fyrr en Frederik (Ihler, sem kom nýverið á láni frá AGF) kom inn í seinni hálfleik að þar kom leikmaður sem var að ráðast á boltann þegar fyrirgjafirnar voru að koma,“ sagði Heimir er hann var spurður hvort hann sæi eftir að hafa haldið sig við þriggja manna vörn eftir rauða spjaldið. „Ég sé ekki eftir því, það var 1-0 og að sjálfsögðu vildum við halda áfram. Við sýndum það að voru möguleikar í stöðunni, auðvitað vorum við líka opnir til baka en við lögðum allt í þetta.“ Bugaðir Valsmenn.Vísir/Tjörvi Týr Hvað finnst Heimi vanta? „Við erum bara, eins og í þessum leik þá skiptir engu máli í fótbolta við hverja þú ert að spila. Við spilum hér á þessum velli við Breiðablik þar sem menn mæta með þvílíkt hungur og vilja sýna að það sé hægt að vinna Breiðablik og það gengur eftir, mjög sanngjarnt að mínu mati.“ „Svo er þetta bara þanngi í fótbolta, ef þú ert ekki með sama hugarfarið gegn Breiðablik og Keflavík, Leikni Reykjavík og öllum liðum sem þú mætir þá lendir þú í vandræðum og við höfum lent í þeim vandræðum að þetta er sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, að endingu. Klippa: Heimir um hugarfar Valsmanna: Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Valur steinlá 0-3 í leik þar sem sigur hefði lyft liðinu upp í 3. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Víking í 2. sætinu. Sebastian Hedlund fékk hins vegar rautt spjald í fyrri hálfleik og eftir það sáu Valsmenn aldrei til sólar. „Alltaf vonbrigði að tapa á heimavelli, vorum sjálfum okkur verstir. Töluðum um það fyrir leikinn að vera með hugarfarið þyrfti að vera rétt í þessum leik, það var það ekki. Fyrstu 10-15 mínúturnar vorum við búnir að eiga sjö til mótherja að bara út af vellinum.“ „Svo hélt þetta áfram, þrátt fyrir það fengum við möguleika. Patrick (Pedersen) fékk dauðafæri til að koma okkur í 1-0 en það gengur ekki að vera þriðja hvern leik að vera spila manni færri alltaf,“ sagði Heimir um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. Heimir þungt hugsi.Vísir/Tjörvi Týr Um rauða spjaldið „Ég sá það ekki en menn tala um að þetta hafi verið mögulega réttur dómur og ætla ekki að tjá mig um þetta fyrr en ég sé þetta. Ég held að miðað við hvernig menn tala að þetta hafi verið rétt.“ „Alls ekki, við fengum fullt af færum í þessum leik. Það vantaði bara betri hlaup inn í teig og meira hungur á síðasta þriðjung. Eins og er búið að vanta í allt sumar í flestum leikjum, að menn séu að ráðast á boltann.“ „Það var ekki fyrr en Frederik (Ihler, sem kom nýverið á láni frá AGF) kom inn í seinni hálfleik að þar kom leikmaður sem var að ráðast á boltann þegar fyrirgjafirnar voru að koma,“ sagði Heimir er hann var spurður hvort hann sæi eftir að hafa haldið sig við þriggja manna vörn eftir rauða spjaldið. „Ég sé ekki eftir því, það var 1-0 og að sjálfsögðu vildum við halda áfram. Við sýndum það að voru möguleikar í stöðunni, auðvitað vorum við líka opnir til baka en við lögðum allt í þetta.“ Bugaðir Valsmenn.Vísir/Tjörvi Týr Hvað finnst Heimi vanta? „Við erum bara, eins og í þessum leik þá skiptir engu máli í fótbolta við hverja þú ert að spila. Við spilum hér á þessum velli við Breiðablik þar sem menn mæta með þvílíkt hungur og vilja sýna að það sé hægt að vinna Breiðablik og það gengur eftir, mjög sanngjarnt að mínu mati.“ „Svo er þetta bara þanngi í fótbolta, ef þú ert ekki með sama hugarfarið gegn Breiðablik og Keflavík, Leikni Reykjavík og öllum liðum sem þú mætir þá lendir þú í vandræðum og við höfum lent í þeim vandræðum að þetta er sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, að endingu. Klippa: Heimir um hugarfar Valsmanna: Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira