Vísindamenn þar í landi segja áætlunin komna langt á veg og bráðlega sé hægt að byrja tilraunafasa hennar. Þessi stóra getnaðarvarnaáætlun felst í því að lokka gráíkorna inn í fóðrunarkassa sem aðeins þeir geta komist inn í þar. Þar verði heslihnetusmurningur fullur af getnaðarvarnarlyfjum.
Richard Benyon, umhverfisráðherra, segir verkefnið geta útrýmt gráíkornum á Bretlandi án þess að drepa þá. Hann segir að það ætti að minnka „ósegjanlegan skaða“ sem íkornarnir hafa valdið á skóglendi og hinum upprunalega rauðíkorna þar í landi.
Vísindamennirnir sem leiða verkefnið segja að getnaðarvörnin sem geri bæði karlkyns og kvenkyns gráíkorna ófrjóa ætti að vera tilbúin til notkunar innan tveggja ára.
Gráíkornar komu fyrst til Bretlands frá Norður-Ameríku í lok 19. aldar og hafa blómstrað síðan í heilar 2,7 milljónir einstaklinga. Gráíkornar valda miklum skaða í skóglendi með því að rífa börk af trjám til að fá næringarríkan safann þar undir og skilja trén þannig eftir særð eða dauð.