Listaverkaspæjari segir frá því hvernig hann endurheimti blóð Krists Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2022 12:46 Þýfið verður afhent lögreglu í dag. Arthur Brand Mikil sorg greip um sig meðal kaþólikka þegar gullnum kistli sem er sagður innihalda tvo dropa af blóði Jesú Krists var stolið úr skrúðhúsinu í Fécamp-klausturkirkjunni í Normandy. Kistillinn er nú kominn aftur í leitirnar, eftir að þjófurinn setti sig í samband við hollenskan listaverkaspæjara. Þjófnaðurinn átti sér stað í júní, aðeins tveimur vikum áður en árleg hátíð átti að fara fram en pílagrímar hafa í þúsund ár lagt leið sína til Fécamp til að tilbiðja hið meinta blóð Krists. „Í sjö til átta prósent tilvika er stolnum listmunum skilað og margir þeirra eru eyðilagðir. Í þessu tilviki held ég að þjófurinn hafi ekki haft hugmynd um hvað þetta var,“ segir Arthur Brand, sem ku vera þekktur fyrir leita uppi og endurheimta stolna dýrgripi. I recovered the legendary Blood of Jesus' of Fécamp ('Précieux Sang ), one of the oldest and holiest relics of the Catholic Church. Said to contain blood drops of Jesus Christ, collected in the Holy Grail from his wounds at the Cross. Stolen on June 2nd 2022 in France. AMEN! pic.twitter.com/YhgK8RaUaf— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) July 12, 2022 Talið er að þjófurinn hafi verið læstur inni í skrúðhúsinu nóttina sem stuldurinn átti sér stað. Hann tók með sér kistilinn auk fjölda annarra muna. Skömmu síðar barst Brand tölvupóstur þar sem sendandinn sagði að gripirnir hefðu verið geymdir á heimili vinar þjófsins. Þegar vinurinn komst að því hvað um ræddi setti hann sig í samband við tölvupóstsendandann, sem setti sig svo aftur í samband við Brand. Brand stakk upp á því að viðkomandi skildi gripina eftir við útidyrnar hjá sér og hringdi bjöllunni. „Tveimur dögum seinna, um klukkan 22.30, var bjöllunni hringt. Ég leit út af svölunum og sá box í myrkrinu. Ég hljóp niður tröppurnar, hræddur um að einhver myndi taka boxið. Fyrir utan leit ég í kringum mig en það var enginn þarna,“ segir Brand um það hvernig kistlinum var skilað. Brand, sem er kaþólikki, sagðist hafa orðið fyrir trúarupplifun þegar hann opnaði kassann. Hann sagðist myndu afhenda lögreglu kistilinn og hún myndi koma honum aftur í réttar hendur. Þess má til gamans geta að á samfélagsmiðlum eru sumir á því að Brand hafi sjálfur staðið fyrir þjófnaðnum, til að auglýsa sjálfan sig. Frakkland Trúmál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Þjófnaðurinn átti sér stað í júní, aðeins tveimur vikum áður en árleg hátíð átti að fara fram en pílagrímar hafa í þúsund ár lagt leið sína til Fécamp til að tilbiðja hið meinta blóð Krists. „Í sjö til átta prósent tilvika er stolnum listmunum skilað og margir þeirra eru eyðilagðir. Í þessu tilviki held ég að þjófurinn hafi ekki haft hugmynd um hvað þetta var,“ segir Arthur Brand, sem ku vera þekktur fyrir leita uppi og endurheimta stolna dýrgripi. I recovered the legendary Blood of Jesus' of Fécamp ('Précieux Sang ), one of the oldest and holiest relics of the Catholic Church. Said to contain blood drops of Jesus Christ, collected in the Holy Grail from his wounds at the Cross. Stolen on June 2nd 2022 in France. AMEN! pic.twitter.com/YhgK8RaUaf— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) July 12, 2022 Talið er að þjófurinn hafi verið læstur inni í skrúðhúsinu nóttina sem stuldurinn átti sér stað. Hann tók með sér kistilinn auk fjölda annarra muna. Skömmu síðar barst Brand tölvupóstur þar sem sendandinn sagði að gripirnir hefðu verið geymdir á heimili vinar þjófsins. Þegar vinurinn komst að því hvað um ræddi setti hann sig í samband við tölvupóstsendandann, sem setti sig svo aftur í samband við Brand. Brand stakk upp á því að viðkomandi skildi gripina eftir við útidyrnar hjá sér og hringdi bjöllunni. „Tveimur dögum seinna, um klukkan 22.30, var bjöllunni hringt. Ég leit út af svölunum og sá box í myrkrinu. Ég hljóp niður tröppurnar, hræddur um að einhver myndi taka boxið. Fyrir utan leit ég í kringum mig en það var enginn þarna,“ segir Brand um það hvernig kistlinum var skilað. Brand, sem er kaþólikki, sagðist hafa orðið fyrir trúarupplifun þegar hann opnaði kassann. Hann sagðist myndu afhenda lögreglu kistilinn og hún myndi koma honum aftur í réttar hendur. Þess má til gamans geta að á samfélagsmiðlum eru sumir á því að Brand hafi sjálfur staðið fyrir þjófnaðnum, til að auglýsa sjálfan sig.
Frakkland Trúmál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“