Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2022 19:21 Volodymyr Zelenskyy átti fund með Mark Rutte forsætisráðherra Hollands í Kænugarði í dag. Næst komandi sunnudag eru átta ár frá því aðskilnaðarsinnar í Donbas skutu niður farþegaþotu Malaysia Airlines með fjölda Hollendinga um borð hinn 17. júlí 2014 með rússneskri eldflaug. AP/Andrew Kravchenko Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. Rússar ná enn að valda miklu eigna- og manntjóni með árásum á borgir og bæi í Úkraínu. Nú er talið að 31 hafi fallið í árás þeirra á íbúðahverfi í bænum Chasiv Yar skammt suður af stjórnsýsluborginni Kramatorsk í Donetsk héraði á laugardag, þar sem tugir að auki særðust. Bærinn er heimabær Úkraínuforseta. Úkraínumenn segjast líka hafa náð árangri með nýfengnum langdrægum fjölodda færanlegum skotpöllum sem þeir fengu frá Bandaríkjamönnum. Þeir hafi sprengt hergagnageymslu Rússa í bænum Nova Kakhovka í suðurhluta landsins í gær og fellt þar með tugi rússneskra hermanna. Rússneska ríkissjónvarpið sakar Úkraínumenn hins vegar um stríðsglæpi og segir eldflaugarnar hafa lent á íbúðarhúsnæði. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa Rússar skúrfað fyrir gasflutninga til margra ríkja Evrópusambandsins. Í gær skrúfuðu þeir fyrir gas um Nord Stream 1 lögnina til Þýskalands, að sögn vegna viðhalds á túrbínu í Kanada.AP/Jens Buettner Evrópusambandið hefur búist við að Rússar skrúfi fyrir gasflutninga til Evrópuríkja og í gær skrúfuðu þeir algerlega fyrir flutninga með Nord Stream 1 lögninni til Þýskalands. Túrbína úr Nord Stream 1 hefur verið í viðgerð í Kanada og ætla Kanadamenn að skila henni aftur til Þýsklanda nú þegar viðgerð er lokið. Fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í árásum Rússa á borgir og bæi frá því innrásin hófst. Hér syrgir Viktor Kolesnik Natalia Kolesnik eiginkonu sína sem lést í sprengjuárás á Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir það brot á alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Rússum. Úkraínuforseti fer yfir stöðuna á vígstöðvunum. Hann segir Evrópuríki ekki mega láta undan kröfum hryðjuverkaríkisins Rússlands, þótt þau óttist að Rússar skrúfi fyrir gasflutninga til þeirra.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu „Ef hryðjuverkaríki getur þvingað fram svona undanþágu frá refsiaðgerðum hvaða undanþágu vill það fá á morgun eða hinn daginn? Þetta er mjög hættuleg spurning. Hún er ekki bara hættuleg fyrir Úkraínu heldur öllum löndum hins lýðræðislega heims,“ sagði Zelenskyy í gærkvöldi. Þótt Rússum hafi ekki tekist að ná annarri stærstu borg Úkraínu, Kharkiv, á sitt vald í upphafi stríðsins, halda þeir enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á borgina. Þar féllu þrír og fjöldi særðist í gær. Nadezhda Slezhuk, 76 ára íbúi Kharkiv vandar Vladimir Putin forseta Rússlands ekki kveðjurnar. „Pútín, þú ert skepna. Hvað hefurðu gert? Það er gamalt fólk hérna og þú ferð svo illa með það. Þú munt brenna í helvíti ásamt þínu fólki. En það er ekki fólkinu að kenna. Það er þér að kenna. Hvernig geturðu gert svona lagað,“ sagði miður sín þar sem hún stóð framan við húsarústir. Innrás Rússa í Úkraínu Kanada Þýskaland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01 Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Sjá meira
Rússar ná enn að valda miklu eigna- og manntjóni með árásum á borgir og bæi í Úkraínu. Nú er talið að 31 hafi fallið í árás þeirra á íbúðahverfi í bænum Chasiv Yar skammt suður af stjórnsýsluborginni Kramatorsk í Donetsk héraði á laugardag, þar sem tugir að auki særðust. Bærinn er heimabær Úkraínuforseta. Úkraínumenn segjast líka hafa náð árangri með nýfengnum langdrægum fjölodda færanlegum skotpöllum sem þeir fengu frá Bandaríkjamönnum. Þeir hafi sprengt hergagnageymslu Rússa í bænum Nova Kakhovka í suðurhluta landsins í gær og fellt þar með tugi rússneskra hermanna. Rússneska ríkissjónvarpið sakar Úkraínumenn hins vegar um stríðsglæpi og segir eldflaugarnar hafa lent á íbúðarhúsnæði. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa Rússar skúrfað fyrir gasflutninga til margra ríkja Evrópusambandsins. Í gær skrúfuðu þeir fyrir gas um Nord Stream 1 lögnina til Þýskalands, að sögn vegna viðhalds á túrbínu í Kanada.AP/Jens Buettner Evrópusambandið hefur búist við að Rússar skrúfi fyrir gasflutninga til Evrópuríkja og í gær skrúfuðu þeir algerlega fyrir flutninga með Nord Stream 1 lögninni til Þýskalands. Túrbína úr Nord Stream 1 hefur verið í viðgerð í Kanada og ætla Kanadamenn að skila henni aftur til Þýsklanda nú þegar viðgerð er lokið. Fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í árásum Rússa á borgir og bæi frá því innrásin hófst. Hér syrgir Viktor Kolesnik Natalia Kolesnik eiginkonu sína sem lést í sprengjuárás á Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir það brot á alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Rússum. Úkraínuforseti fer yfir stöðuna á vígstöðvunum. Hann segir Evrópuríki ekki mega láta undan kröfum hryðjuverkaríkisins Rússlands, þótt þau óttist að Rússar skrúfi fyrir gasflutninga til þeirra.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu „Ef hryðjuverkaríki getur þvingað fram svona undanþágu frá refsiaðgerðum hvaða undanþágu vill það fá á morgun eða hinn daginn? Þetta er mjög hættuleg spurning. Hún er ekki bara hættuleg fyrir Úkraínu heldur öllum löndum hins lýðræðislega heims,“ sagði Zelenskyy í gærkvöldi. Þótt Rússum hafi ekki tekist að ná annarri stærstu borg Úkraínu, Kharkiv, á sitt vald í upphafi stríðsins, halda þeir enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á borgina. Þar féllu þrír og fjöldi særðist í gær. Nadezhda Slezhuk, 76 ára íbúi Kharkiv vandar Vladimir Putin forseta Rússlands ekki kveðjurnar. „Pútín, þú ert skepna. Hvað hefurðu gert? Það er gamalt fólk hérna og þú ferð svo illa með það. Þú munt brenna í helvíti ásamt þínu fólki. En það er ekki fólkinu að kenna. Það er þér að kenna. Hvernig geturðu gert svona lagað,“ sagði miður sín þar sem hún stóð framan við húsarústir.
Innrás Rússa í Úkraínu Kanada Þýskaland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01 Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Sjá meira
Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01
Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23